Sýndi lögreglu löngutöng og var ekinn út af Árni Sæberg skrifar 20. september 2024 16:42 Sérsveitarmaður á Ford Explorer ók manninn út af veginum. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Vátryggingafélagið Sjóvá hefur verið dæmt til að greiða Ríkislögreglustjóra tjón sem varð af því þegar sérsveitarbíl var ekið á bíl manns sem ekið hafði á ofsahraða. Hann hafði sýnt lögreglumönnum „ósæmilega löngutöng“ á gatnamótum áður en eftirför hófst. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að Ríkislögreglustjóri hafi stefnt Sjóvá til greiðslu um 2,9 milljóna króna vegna tjóns á lögreglubifreið. Sjóvá hafi hafnað bótaskyldu í málinu en málsatvik hafi að meginstefnu verið óumdeild. Lögregla hafi að næturlagi í byrjun júní árið 2018 hugst hafa afskipti af ökumanni bifreiðar, sem tryggð var af Sjóvá, á Hringbraut í Reykjavík. Tildrög afskiptanna hafi verið þau að ökumaðurinn blikkaði ljósum og flautaði án tilefnis fyrir aftan lögreglubifreið. Að því loknu hafi hann ekið bifreiðinni hægra megin við lögreglubifreiðina, rétt upp löngutöng með ósæmilegum hætti og ekið svo brott og þá gegn rauðu ljósi. Lögregla hafi gefið ökumanninum merki með bláum blikkandi ljósum um að staðnæmast, en ökumaðurinn hafi þá aukið hraðann. Ágreiningslaust sé að ökumaðurinn hafi verið kominn á um 150 kílómetra hraða á klukkustund á Bústaðavegi, þar sem hámarkshraði er 60 kílómetrar. Ók á þreföldum hámarkshraða Lögreglumenn hafi óskað aðstoðar við eftirförina og bifreiðin þá náð hraðanum um 170 kílómetrar á klukkustund, þegar henni var ekið upp á Höfðabakkabrú og svo um tíma á móti umferð þannig að bifreiðar sem komu úr gagnstæðri átt þurftu að sveigja frá. Síðar hafi bifreiðin náð um 200 kílómetra hraða á klukkustund vestur eftir Vesturlandsvegi. Á þeim tímapunkti hafi varðstjóri heimilað að ekið yrði á bifreiðina til að stöðva för hennar. Síðar hafi bifreiðinni verið ekið á rúmlega þreföldum hámarkshraða austur Listabraut gegn rauðu ljósi. Bifreiðinni hafi síðan verið ekið aftur út á Vesturlandsveg. Á hringtorgi við Baugshlíð í Mosfellsbæ hafi ökumaður bifreiðarinnar beygt gegn akstursstefnu og virst ætla að snúa við vestur Vesturlandsveg, en þá hafi lögreglubifreið af gerðinni Ford Explorer verið ekið utan í bifreiðina með þeim afleiðingum að hún snerist við. Ökumaðurinn hafi þó ekki stöðvað heldur ekið þvert yfir umferðareyju og yfir á akbrautina austur Vesturlandsveg. Þegar komið var út í Kjós, rétt áður en komið er að Hvalfjarðarvegi, hafi ökumanninum tekist að keyra fram hjá naglamottu sem lögregla hafði komið fyrir. Slökkti ljósin til að nálgast ökumanninn Sérsveitarmaður, sá sami og hafði ekið á bíl ökumannsins á Vesturlandsvegi, þá gripið til til þess ráðs að slökkva á ljósum bifreiðarinnar. Við það hafi ökumaðurinn hægt á sér þannig að unnt varð að nálgast bifreiðina. Það hafi sérsveitarmaðurinn gert og síðan ekið á vinstra afturhorn bílsins, með þeim afleiðingum að hún snerist og fór út af veginum. Þar með hafi eftirförinni, sem þá hafði staðið í um þrjátíu mínútur, lokið. Við þetta hafi lögreglubifreiðin skemmst töluvert og viðgerðarkostnaður upp á 2.876.763 krónur fallið á Ríkissaksóknara. Alfarið ökumanninum að kenna Í niðurstöðukafla dómsins segir að eins atvikum háttar í málinu beri að fallast á með Ríkislögreglustjóra að eiginleg orsök árekstrarins hafi í reynd alfariðv erið ólögmæt háttsemi ökumanns bifreiðarinnar, sem hafi neitað að verða við ítrekuðum og lögmætum fyrirmælum lögreglu um að nema staðar. Með þeirri háttsemi ökumannsins hafi hann skapað aðstæður þar sem óhjákvæmilegt hafi verið að til árekstrar kæmi, það er að hann yrði stöðvaður með réttmætri valdbeitingu lögreglu. Háttsemi lögreglumannsins sem ók lögreglubifreiðinni yrði, að virtum atvikum öllum, ekki metin honum til sakar að nokkru leyti. Því var fallist á kröfu Ríkislögreglustjóra og Sjóvá dæmt til að greiða embættinu 2.876.763 krónur með vöxtum og dráttarvöxtum. Þá greiði Sjóvá Ríkislögreglustjóra 1,45 milljónir króna í málskostnað. Lögreglumál Dómsmál Tryggingar Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að Ríkislögreglustjóri hafi stefnt Sjóvá til greiðslu um 2,9 milljóna króna vegna tjóns á lögreglubifreið. Sjóvá hafi hafnað bótaskyldu í málinu en málsatvik hafi að meginstefnu verið óumdeild. Lögregla hafi að næturlagi í byrjun júní árið 2018 hugst hafa afskipti af ökumanni bifreiðar, sem tryggð var af Sjóvá, á Hringbraut í Reykjavík. Tildrög afskiptanna hafi verið þau að ökumaðurinn blikkaði ljósum og flautaði án tilefnis fyrir aftan lögreglubifreið. Að því loknu hafi hann ekið bifreiðinni hægra megin við lögreglubifreiðina, rétt upp löngutöng með ósæmilegum hætti og ekið svo brott og þá gegn rauðu ljósi. Lögregla hafi gefið ökumanninum merki með bláum blikkandi ljósum um að staðnæmast, en ökumaðurinn hafi þá aukið hraðann. Ágreiningslaust sé að ökumaðurinn hafi verið kominn á um 150 kílómetra hraða á klukkustund á Bústaðavegi, þar sem hámarkshraði er 60 kílómetrar. Ók á þreföldum hámarkshraða Lögreglumenn hafi óskað aðstoðar við eftirförina og bifreiðin þá náð hraðanum um 170 kílómetrar á klukkustund, þegar henni var ekið upp á Höfðabakkabrú og svo um tíma á móti umferð þannig að bifreiðar sem komu úr gagnstæðri átt þurftu að sveigja frá. Síðar hafi bifreiðin náð um 200 kílómetra hraða á klukkustund vestur eftir Vesturlandsvegi. Á þeim tímapunkti hafi varðstjóri heimilað að ekið yrði á bifreiðina til að stöðva för hennar. Síðar hafi bifreiðinni verið ekið á rúmlega þreföldum hámarkshraða austur Listabraut gegn rauðu ljósi. Bifreiðinni hafi síðan verið ekið aftur út á Vesturlandsveg. Á hringtorgi við Baugshlíð í Mosfellsbæ hafi ökumaður bifreiðarinnar beygt gegn akstursstefnu og virst ætla að snúa við vestur Vesturlandsveg, en þá hafi lögreglubifreið af gerðinni Ford Explorer verið ekið utan í bifreiðina með þeim afleiðingum að hún snerist við. Ökumaðurinn hafi þó ekki stöðvað heldur ekið þvert yfir umferðareyju og yfir á akbrautina austur Vesturlandsveg. Þegar komið var út í Kjós, rétt áður en komið er að Hvalfjarðarvegi, hafi ökumanninum tekist að keyra fram hjá naglamottu sem lögregla hafði komið fyrir. Slökkti ljósin til að nálgast ökumanninn Sérsveitarmaður, sá sami og hafði ekið á bíl ökumannsins á Vesturlandsvegi, þá gripið til til þess ráðs að slökkva á ljósum bifreiðarinnar. Við það hafi ökumaðurinn hægt á sér þannig að unnt varð að nálgast bifreiðina. Það hafi sérsveitarmaðurinn gert og síðan ekið á vinstra afturhorn bílsins, með þeim afleiðingum að hún snerist og fór út af veginum. Þar með hafi eftirförinni, sem þá hafði staðið í um þrjátíu mínútur, lokið. Við þetta hafi lögreglubifreiðin skemmst töluvert og viðgerðarkostnaður upp á 2.876.763 krónur fallið á Ríkissaksóknara. Alfarið ökumanninum að kenna Í niðurstöðukafla dómsins segir að eins atvikum háttar í málinu beri að fallast á með Ríkislögreglustjóra að eiginleg orsök árekstrarins hafi í reynd alfariðv erið ólögmæt háttsemi ökumanns bifreiðarinnar, sem hafi neitað að verða við ítrekuðum og lögmætum fyrirmælum lögreglu um að nema staðar. Með þeirri háttsemi ökumannsins hafi hann skapað aðstæður þar sem óhjákvæmilegt hafi verið að til árekstrar kæmi, það er að hann yrði stöðvaður með réttmætri valdbeitingu lögreglu. Háttsemi lögreglumannsins sem ók lögreglubifreiðinni yrði, að virtum atvikum öllum, ekki metin honum til sakar að nokkru leyti. Því var fallist á kröfu Ríkislögreglustjóra og Sjóvá dæmt til að greiða embættinu 2.876.763 krónur með vöxtum og dráttarvöxtum. Þá greiði Sjóvá Ríkislögreglustjóra 1,45 milljónir króna í málskostnað.
Lögreglumál Dómsmál Tryggingar Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira