Alþingismerkið hafi aldrei verið heilagt Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 22. september 2024 12:06 Goddur segir nýja merkið mjög vel heppnað. vísir/bjarni Prófessor í grafískri hönnun segir nýtt merki Alþingis mjög vel heppnað. Eðlilegt sé að merki taki breytingum og í hans huga hafi Alþingismerkið aldrei verið heilagt. „Hryðjuverk“ segir einn á samfélagsmiðlinum X um nýtt merki Alþingis sem leit dagsins ljós í vikunni. Merkið var einnig til umræðu í þessum pólitíska hópi á Facebook þar sem einn segir óþolandi stíl að fletja út öll einkenni og annar hótar að mótmæla breytingunni á Austurvelli. Merkið sem hannað er af Strik studio leysir af hólmi merki sem Þröstur Magnússon hannaði sumarið 1994. „Þetta er í mínum huga mjög vel heppnað,“ segir Guðmundur Oddur Magnússon, betur þekktur sem Goddur, prófessor í grafískri hönnun. Sérstaklega vegna þess að hann telur nýja merkið meira auðkennismerki en það gamla. „Það er einfaldara, grafískara og sést miklu betur úr fjarlægð og hægt að nota það miklu smærra en hitt. Og svo er þetta mjög vel gert. Þegar maður ber merkin saman þá hefur þakið verið allt of stórt á gamla, það er lækkað þarna. Það eru fullt af smáatriðum sem voru algjör óþarfi sem er búið að hreinsa út. Öll smáatriðin í glugganum og svona.“ Lagt var upp með að merkið henti betur fjölbreyttri notkun samtímans, eins og það er orðað á vef Alþingis. Goddur segir eðlilegt að merki taki breytingum í takt við tíðaranda, ef það eigi við. „Sum lógó eru alveg heilög. Þú breytir þeim ekki, þú getur endurteiknað þau upp. Eins og til dæmis skjaldarmerkið og svona en ég hef aldrei séð litið á það að Alþingismerkið hafi verið eitthvað heilagt merki, það er langt langt því frá.“ Alþingi Tíska og hönnun Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Almenn ánægja með nýtt útlit Alþingis Viktor Weisshappel hjá hönnunarstofunni Strik Studio segir það draumaverkefni að fá að hanna einkenni Alþingis en Strik hreppti hnossið í lokuðu útboði sem fór fram í gegnum Miðstöð hönnunar og arkítektúrs. 19. september 2024 11:24 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Fleiri fréttir Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum Sjá meira
„Hryðjuverk“ segir einn á samfélagsmiðlinum X um nýtt merki Alþingis sem leit dagsins ljós í vikunni. Merkið var einnig til umræðu í þessum pólitíska hópi á Facebook þar sem einn segir óþolandi stíl að fletja út öll einkenni og annar hótar að mótmæla breytingunni á Austurvelli. Merkið sem hannað er af Strik studio leysir af hólmi merki sem Þröstur Magnússon hannaði sumarið 1994. „Þetta er í mínum huga mjög vel heppnað,“ segir Guðmundur Oddur Magnússon, betur þekktur sem Goddur, prófessor í grafískri hönnun. Sérstaklega vegna þess að hann telur nýja merkið meira auðkennismerki en það gamla. „Það er einfaldara, grafískara og sést miklu betur úr fjarlægð og hægt að nota það miklu smærra en hitt. Og svo er þetta mjög vel gert. Þegar maður ber merkin saman þá hefur þakið verið allt of stórt á gamla, það er lækkað þarna. Það eru fullt af smáatriðum sem voru algjör óþarfi sem er búið að hreinsa út. Öll smáatriðin í glugganum og svona.“ Lagt var upp með að merkið henti betur fjölbreyttri notkun samtímans, eins og það er orðað á vef Alþingis. Goddur segir eðlilegt að merki taki breytingum í takt við tíðaranda, ef það eigi við. „Sum lógó eru alveg heilög. Þú breytir þeim ekki, þú getur endurteiknað þau upp. Eins og til dæmis skjaldarmerkið og svona en ég hef aldrei séð litið á það að Alþingismerkið hafi verið eitthvað heilagt merki, það er langt langt því frá.“
Alþingi Tíska og hönnun Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Almenn ánægja með nýtt útlit Alþingis Viktor Weisshappel hjá hönnunarstofunni Strik Studio segir það draumaverkefni að fá að hanna einkenni Alþingis en Strik hreppti hnossið í lokuðu útboði sem fór fram í gegnum Miðstöð hönnunar og arkítektúrs. 19. september 2024 11:24 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Fleiri fréttir Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum Sjá meira
Almenn ánægja með nýtt útlit Alþingis Viktor Weisshappel hjá hönnunarstofunni Strik Studio segir það draumaverkefni að fá að hanna einkenni Alþingis en Strik hreppti hnossið í lokuðu útboði sem fór fram í gegnum Miðstöð hönnunar og arkítektúrs. 19. september 2024 11:24