Öldrunarþjónustan – tækifæri og áskoranir Sandra B. Franks skrifar 24. september 2024 13:01 Íslenskt samfélag stendur frammi fyrir vaxandi þörf fyrir öldrunarþjónustu. Með hækkandi aldri þjóðarinnar er brýnt að tryggja öldruðum vandaða, virðulega og skilvirka þjónustu. Umönnun aldraðra nær yfir fjölþætta þjónustu sem tekur mið af líkamlegum, andlegum og félagslegum þörfum þeirra. Þetta kallar á nýsköpun, aukna fagþekkingu og betri nýtingu á tækni. Þrátt fyrir marga styrkleika innan kerfisins, er ljóst að veikleikar eru til staðar sem þarf að vinna bug á. Með aukinni samhæfingu, fjármögnun og fjölbreytni í þjónustunni er hægt að bæta gæði hennar verulega. Lykilhlutverk í þessari framtíðaruppbyggingu leika sjúkraliðar, - og sjúkraliðar með diplómapróf, sem búa yfir sérhæfðri þekkingu sem nauðsynlegt er að nýta betur í öldrunarþjónustunni. Mannaflaskortur Mannaflaskortur er eitt af stærstu vandamálum sem öldrunarþjónustan stendur frammi fyrir í dag. Með vaxandi fjölda aldraðra eykst þörfin fyrir fagmenntað starfsfólk til að mæta auknum kröfum. Skortur á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum hefur leitt til verulegs álags á núverandi starfsfólk, sem getur haft neikvæð áhrif á gæði og umfang þjónustunnar. Álagið getur leitt til þess að brestur verður á þjónustunni sem aldraðir þurfa. Nýlegar kannanir og rannsóknir hafa sýnt að langvarandi skortur á starfsfólki eykur líkur á kulnun í starfi, sem eykur vanda heilbrigðisþjónustunnar enn frekar og þá öldrunarþjónustuna sérstaklega. Aðgengi að öldrunarþjónustu er einn af lykilþáttum sem tryggir velferð aldraðra. Til þess að þessi þjónusta nýtist sem best þarf dagþjónusta, hjúkrunarheimili og önnur úrræði að vera bæði aðgengileg og vel samhæfð. Eitt stærsta vandamálið í þessu samhengi eru langir biðlistar á hjúkrunarheimili, sem oft veldur því að þjónustan kemur of seint til þeirra sem þurfa á henni að halda. Það getur verið erfitt fyrir þann aldraða og aðstandendur, að bíða eftir viðeigandi úrræðum á meðan heilsa þeirra versnar. Samhæfing milli stofnana, ríkis og sveitarfélaga er nauðsynleg til að leysa úr þessum vanda og tryggja að aldraðir fái viðeigandi þjónustu á réttum tíma. Tækninýjungar bjóða upp á tækifæri til framfara í öldrunarþjónustu, þar sem þær geta bætt samskipti, aukið skilvirkni og létt á álagi heilbrigðisstarfsfólks. Snjalltækni, stafrænar lausnir og sjálfvirknivædd heilbrigðiskerfi geta haft stórkostleg áhrif á þjónustu við aldraða. Með því að nýta tæknina betur, t.d. í formi rafrænna samskiptaforrita eins og Heilsuveru, getur verið auðveldara að samræma þjónustu, fylgjast með heilsufari aldraðra og bregðast hraðar við þegar þörf krefur. Þessar tæknilausnir geta einnig létt á álagi starfsfólks og gert þeim betur kleift að einbeita sér að hjúkrun og umönnun skjólstæðinga, frekar en pappírsvinnu. Með réttri innleiðingu tækni og aukinni fjárfestingu í þessari þróun er hægt að bæta lífsgæði aldraðra og um leið auka afköst og gæði þjónustunnar. Stefna og fjármögnun Til að tryggja samfellu og skilvirkni í öldrunarþjónustu er nauðsynlegt að auka samhæfingu milli þjónustuaðila, ríkis, sveitarfélaga og einkageirans. Skortur á samræmdri stefnu hefur valdið því að aldraðir falla oft á milli kerfa og fá ekki þá þjónustu sem þeir þurfa á réttum tíma. Til að leysa úr þessu þarf að móta heildstæða stefnu sem tryggir samþættingu ólíkra þjónustuleiða og setur þarfir aldraðra í forgang. Slík stefna ætti að tryggja einstaklingsmiðaða þjónustu og auðvelt aðgengi að henni, þar sem samskipti og upplýsingaflæði er markvisst og skýrt. Fjármögnun er hins vegar lykilatriði til að gera stefnu í öldrunarþjónustu að veruleika. Skortur á fjármagni hefur lengi staðið í vegi fyrir nauðsynlegum framförum. Til að fjölga fagmenntuðum starfsmönnum, bæta þjónustu og innleiða nýja tækni þarf aukna fjárfestingu bæði frá ríki og sveitarfélögum. Fjárfesting í öldrunarþjónustu er ekki aðeins nauðsynleg fyrir nútíðina, heldur fjárfesting í framtíðina, þar sem öldruðum fjölgar stöðugt og þarfir þeirra verða umfangsmeiri á komandi árum. Sjúkraliðar með diplómapróf Til að bæta öldrunarþjónustuna er afar mikilvægt að tryggja sjúkraliðum með diplómapróf tryggar og öflugar stöður innan hennar. Diplómanám sjúkraliða er viðbótarnám sem bætir við grunnmenntun þeirra og undirbýr þá fyrir krefjandi hlutverk í umönnun aldraðra. Að loknu námi eru sjúkraliðar með diplómapróf í kjöraðstöðu til að taka á sig aukna ábyrgð og gegna lykilhlutverki í að bæta þjónustu við aldraða. Þeir búa yfir sérstakri þjálfun í samskiptum við aldraða og aðstandendur, sem eykur öryggi, vellíðan og lífsgæði skjólstæðinga. Þessi hæfni er ekki aðeins mikilvæg fyrir skjólstæðinga heldur einnig fyrir samstarfsfólk þeirra, þar sem sjúkraliðar með diplómapróf geta tekið á sig verkefni sem létta álagi af hjúkrunarfræðingum og öðrum heilbrigðisstarfsmönnum, sem leiðir til betri nýtingar mannafla í heilbrigðiskerfinu. Sérhæfð þekking sjúkraliða með diplómapróf spannar fjölbreyttar umönnunarþarfir aldraðra, svo sem lyfjagjöf, grunnhjúkrun og samskipti við skjólstæðinga og aðstandendur. Þessi dýrmæta sérþekking er auðlind sem þarf að nýta betur til að tryggja að aldraðir fái þá heildrænu og persónulegu umönnun sem þeir þurfa, bæði í heimahjúkrun og á hjúkrunarheimilum. Sjúkraliðar með diplómapróf eru einnig sérlega vel þjálfaðir til að nýta nýjustu tækni í starfi sínu. Með aukinni tækniþekkingu geta þeir fylgst betur með heilsufari skjólstæðinga, sinnt lyfjagjöf með meiri nákvæmni og stuðlað að skilvirkari samskiptum milli heilbrigðisstofnana. Með því að nýta hæfni sjúkraliða með diplómapróf til fulls er hægt að tryggja betri þjónustu, auka öryggi í umönnun aldraðra og skapa skilvirkara heilbrigðiskerfi til framtíðar. Með aukinni fjármögnun, samræmdri stefnu og nýsköpun í tækni og menntun er hægt að nýta þessa sérhæfðu þekkingu betur til að efla þjónustu við aldraða. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Heilbrigðismál Vinnumarkaður Eldri borgarar Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar Skoðun Villuljós í varnarstarfi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Opið bréf til Loga Einarssonar Jón Ingi Bergsteinsson skrifar Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Íslenskt samfélag stendur frammi fyrir vaxandi þörf fyrir öldrunarþjónustu. Með hækkandi aldri þjóðarinnar er brýnt að tryggja öldruðum vandaða, virðulega og skilvirka þjónustu. Umönnun aldraðra nær yfir fjölþætta þjónustu sem tekur mið af líkamlegum, andlegum og félagslegum þörfum þeirra. Þetta kallar á nýsköpun, aukna fagþekkingu og betri nýtingu á tækni. Þrátt fyrir marga styrkleika innan kerfisins, er ljóst að veikleikar eru til staðar sem þarf að vinna bug á. Með aukinni samhæfingu, fjármögnun og fjölbreytni í þjónustunni er hægt að bæta gæði hennar verulega. Lykilhlutverk í þessari framtíðaruppbyggingu leika sjúkraliðar, - og sjúkraliðar með diplómapróf, sem búa yfir sérhæfðri þekkingu sem nauðsynlegt er að nýta betur í öldrunarþjónustunni. Mannaflaskortur Mannaflaskortur er eitt af stærstu vandamálum sem öldrunarþjónustan stendur frammi fyrir í dag. Með vaxandi fjölda aldraðra eykst þörfin fyrir fagmenntað starfsfólk til að mæta auknum kröfum. Skortur á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum hefur leitt til verulegs álags á núverandi starfsfólk, sem getur haft neikvæð áhrif á gæði og umfang þjónustunnar. Álagið getur leitt til þess að brestur verður á þjónustunni sem aldraðir þurfa. Nýlegar kannanir og rannsóknir hafa sýnt að langvarandi skortur á starfsfólki eykur líkur á kulnun í starfi, sem eykur vanda heilbrigðisþjónustunnar enn frekar og þá öldrunarþjónustuna sérstaklega. Aðgengi að öldrunarþjónustu er einn af lykilþáttum sem tryggir velferð aldraðra. Til þess að þessi þjónusta nýtist sem best þarf dagþjónusta, hjúkrunarheimili og önnur úrræði að vera bæði aðgengileg og vel samhæfð. Eitt stærsta vandamálið í þessu samhengi eru langir biðlistar á hjúkrunarheimili, sem oft veldur því að þjónustan kemur of seint til þeirra sem þurfa á henni að halda. Það getur verið erfitt fyrir þann aldraða og aðstandendur, að bíða eftir viðeigandi úrræðum á meðan heilsa þeirra versnar. Samhæfing milli stofnana, ríkis og sveitarfélaga er nauðsynleg til að leysa úr þessum vanda og tryggja að aldraðir fái viðeigandi þjónustu á réttum tíma. Tækninýjungar bjóða upp á tækifæri til framfara í öldrunarþjónustu, þar sem þær geta bætt samskipti, aukið skilvirkni og létt á álagi heilbrigðisstarfsfólks. Snjalltækni, stafrænar lausnir og sjálfvirknivædd heilbrigðiskerfi geta haft stórkostleg áhrif á þjónustu við aldraða. Með því að nýta tæknina betur, t.d. í formi rafrænna samskiptaforrita eins og Heilsuveru, getur verið auðveldara að samræma þjónustu, fylgjast með heilsufari aldraðra og bregðast hraðar við þegar þörf krefur. Þessar tæknilausnir geta einnig létt á álagi starfsfólks og gert þeim betur kleift að einbeita sér að hjúkrun og umönnun skjólstæðinga, frekar en pappírsvinnu. Með réttri innleiðingu tækni og aukinni fjárfestingu í þessari þróun er hægt að bæta lífsgæði aldraðra og um leið auka afköst og gæði þjónustunnar. Stefna og fjármögnun Til að tryggja samfellu og skilvirkni í öldrunarþjónustu er nauðsynlegt að auka samhæfingu milli þjónustuaðila, ríkis, sveitarfélaga og einkageirans. Skortur á samræmdri stefnu hefur valdið því að aldraðir falla oft á milli kerfa og fá ekki þá þjónustu sem þeir þurfa á réttum tíma. Til að leysa úr þessu þarf að móta heildstæða stefnu sem tryggir samþættingu ólíkra þjónustuleiða og setur þarfir aldraðra í forgang. Slík stefna ætti að tryggja einstaklingsmiðaða þjónustu og auðvelt aðgengi að henni, þar sem samskipti og upplýsingaflæði er markvisst og skýrt. Fjármögnun er hins vegar lykilatriði til að gera stefnu í öldrunarþjónustu að veruleika. Skortur á fjármagni hefur lengi staðið í vegi fyrir nauðsynlegum framförum. Til að fjölga fagmenntuðum starfsmönnum, bæta þjónustu og innleiða nýja tækni þarf aukna fjárfestingu bæði frá ríki og sveitarfélögum. Fjárfesting í öldrunarþjónustu er ekki aðeins nauðsynleg fyrir nútíðina, heldur fjárfesting í framtíðina, þar sem öldruðum fjölgar stöðugt og þarfir þeirra verða umfangsmeiri á komandi árum. Sjúkraliðar með diplómapróf Til að bæta öldrunarþjónustuna er afar mikilvægt að tryggja sjúkraliðum með diplómapróf tryggar og öflugar stöður innan hennar. Diplómanám sjúkraliða er viðbótarnám sem bætir við grunnmenntun þeirra og undirbýr þá fyrir krefjandi hlutverk í umönnun aldraðra. Að loknu námi eru sjúkraliðar með diplómapróf í kjöraðstöðu til að taka á sig aukna ábyrgð og gegna lykilhlutverki í að bæta þjónustu við aldraða. Þeir búa yfir sérstakri þjálfun í samskiptum við aldraða og aðstandendur, sem eykur öryggi, vellíðan og lífsgæði skjólstæðinga. Þessi hæfni er ekki aðeins mikilvæg fyrir skjólstæðinga heldur einnig fyrir samstarfsfólk þeirra, þar sem sjúkraliðar með diplómapróf geta tekið á sig verkefni sem létta álagi af hjúkrunarfræðingum og öðrum heilbrigðisstarfsmönnum, sem leiðir til betri nýtingar mannafla í heilbrigðiskerfinu. Sérhæfð þekking sjúkraliða með diplómapróf spannar fjölbreyttar umönnunarþarfir aldraðra, svo sem lyfjagjöf, grunnhjúkrun og samskipti við skjólstæðinga og aðstandendur. Þessi dýrmæta sérþekking er auðlind sem þarf að nýta betur til að tryggja að aldraðir fái þá heildrænu og persónulegu umönnun sem þeir þurfa, bæði í heimahjúkrun og á hjúkrunarheimilum. Sjúkraliðar með diplómapróf eru einnig sérlega vel þjálfaðir til að nýta nýjustu tækni í starfi sínu. Með aukinni tækniþekkingu geta þeir fylgst betur með heilsufari skjólstæðinga, sinnt lyfjagjöf með meiri nákvæmni og stuðlað að skilvirkari samskiptum milli heilbrigðisstofnana. Með því að nýta hæfni sjúkraliða með diplómapróf til fulls er hægt að tryggja betri þjónustu, auka öryggi í umönnun aldraðra og skapa skilvirkara heilbrigðiskerfi til framtíðar. Með aukinni fjármögnun, samræmdri stefnu og nýsköpun í tækni og menntun er hægt að nýta þessa sérhæfðu þekkingu betur til að efla þjónustu við aldraða. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun