Dagfarsprúði maðurinn aldrei verið eins reiður Valur Páll Eiríksson skrifar 24. september 2024 21:46 Shahid Khan er almennt ljúfur sem lamb en misbauð allhressilega í gærkvöld. vísir/afp Allt er í báli og brandi hjá ameríska fótboltaliðinu Jacksonville Jaguars og er eigandi liðsins, Shahid Khan, sagður ævareiður yfir stöðunni. Félagið þurfti að þola eitt stærsta tap í sögu þess í gærkvöld. Ekki var að sjá rándýrseðlið í liði Jaguars er það tapaði hressilega, 47-10, fyrir Buffalo Bills í NFL-deildinni í gærkvöld. Gæðaleysi er eitt en helsta gagnrýnin hefur beinst að andleysinu, kraftleysinu og dugleysinu sem einkenndi bæði sókn og vörn. Um er að ræða sjötta stærsta tap í sögu félagsins og hefur það tapað öllum þremur leikjum sínum í upphafi yfirstandandi leiktíðar. Þá vann liðið aðeins einn af síðustu sex leikjum sínum í fyrra og sá sigur kom gegn arfaslöku liði Carolina Panthers. Menn orðlausir og hvers kyns breytingar á borðinu Varnarmaðurinn Josh Hines-Allen var orðlaus eftir leik gærkvöldsins og sagði Jacksonville hreinlega hafa verið yfirspilað í bæði vörn og sókn. „Það er ekkert hægt að sykurhúða þetta,“ sagði hann eftir leik. „Ég er bara í sjokki, þetta var rugl,“ bætti hann við. Lawrence á ekki öruggt sæti, samkvæmt þjálfaranum.Wesley Hitt/Getty Images Vandræði Jaguars eru þá komin á það stig að Doug Pederson, þjálfari liðsins, sem er sagður í afar heitu sæti, segir engan öruggan um starf sitt, eða byrjunarliðssæti. Ekki einu sinni leikstjórnandinn rándýri, Trevor Lawrence. „Það þurfa að verða breytingar. Hvort sem það er sóknarleikurinn, starfsfólk, allt er á borðinu,“ sagði öskuillur Pederson sem útilokaði ekki að bekkja Lawrence, sem á að vera stjarna liðsins, en lék líkt og aðrir leikmenn þess töluvert yfir pari vallar í gær. Eigandinn foxillur Eigandi liðsins, Shahid Khan, er ekki sagður mikið hressari en þjálfarinn og verður áhugavert að sjá hvort hann sjái sér hreinlega vænlegastan kost í stöðunni að skipta Pederson út. Ráðalausir Pederson og Lawrence í gær. Pederson er sagður sitja á funheitum stjórastóli.Kevin Sabitus/Getty Images Khan er almennt álitinn prúðlyndismaður með mikið jafnaðargeð en samkvæmt bandarískum miðlum misbauð honum algjörlega er Jacksonville þurfti að þola 37 stiga tap. Heimildamaður nátengdur Khan segir hann hafa verið „reiðari en ég hef nokkurn tíma séð Shad. Hann er venjulega hlédrægur, indæll heiðursmaður. En ekki í kvöld.“ Næsti leikur Jacksonville Jaguars er gegn Houston Texans á sunnudaginn kemur. Houston-liðið hefur spilað vel síðustu misseri en tapaði óvænt stórt, 34-7, fyrir Minnesota Vikings síðustu helgi. Bæði lið hafa því eitthvað að sanna er þau mætast seinni partinn á sunnudag. NFL Mest lesið Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Sjá meira
Ekki var að sjá rándýrseðlið í liði Jaguars er það tapaði hressilega, 47-10, fyrir Buffalo Bills í NFL-deildinni í gærkvöld. Gæðaleysi er eitt en helsta gagnrýnin hefur beinst að andleysinu, kraftleysinu og dugleysinu sem einkenndi bæði sókn og vörn. Um er að ræða sjötta stærsta tap í sögu félagsins og hefur það tapað öllum þremur leikjum sínum í upphafi yfirstandandi leiktíðar. Þá vann liðið aðeins einn af síðustu sex leikjum sínum í fyrra og sá sigur kom gegn arfaslöku liði Carolina Panthers. Menn orðlausir og hvers kyns breytingar á borðinu Varnarmaðurinn Josh Hines-Allen var orðlaus eftir leik gærkvöldsins og sagði Jacksonville hreinlega hafa verið yfirspilað í bæði vörn og sókn. „Það er ekkert hægt að sykurhúða þetta,“ sagði hann eftir leik. „Ég er bara í sjokki, þetta var rugl,“ bætti hann við. Lawrence á ekki öruggt sæti, samkvæmt þjálfaranum.Wesley Hitt/Getty Images Vandræði Jaguars eru þá komin á það stig að Doug Pederson, þjálfari liðsins, sem er sagður í afar heitu sæti, segir engan öruggan um starf sitt, eða byrjunarliðssæti. Ekki einu sinni leikstjórnandinn rándýri, Trevor Lawrence. „Það þurfa að verða breytingar. Hvort sem það er sóknarleikurinn, starfsfólk, allt er á borðinu,“ sagði öskuillur Pederson sem útilokaði ekki að bekkja Lawrence, sem á að vera stjarna liðsins, en lék líkt og aðrir leikmenn þess töluvert yfir pari vallar í gær. Eigandinn foxillur Eigandi liðsins, Shahid Khan, er ekki sagður mikið hressari en þjálfarinn og verður áhugavert að sjá hvort hann sjái sér hreinlega vænlegastan kost í stöðunni að skipta Pederson út. Ráðalausir Pederson og Lawrence í gær. Pederson er sagður sitja á funheitum stjórastóli.Kevin Sabitus/Getty Images Khan er almennt álitinn prúðlyndismaður með mikið jafnaðargeð en samkvæmt bandarískum miðlum misbauð honum algjörlega er Jacksonville þurfti að þola 37 stiga tap. Heimildamaður nátengdur Khan segir hann hafa verið „reiðari en ég hef nokkurn tíma séð Shad. Hann er venjulega hlédrægur, indæll heiðursmaður. En ekki í kvöld.“ Næsti leikur Jacksonville Jaguars er gegn Houston Texans á sunnudaginn kemur. Houston-liðið hefur spilað vel síðustu misseri en tapaði óvænt stórt, 34-7, fyrir Minnesota Vikings síðustu helgi. Bæði lið hafa því eitthvað að sanna er þau mætast seinni partinn á sunnudag.
NFL Mest lesið Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Sjá meira