Neikvæð samskipti barna og ungmenna á samfélagsmiðlunum Þórarinn Torfi Finnbogason skrifar 26. september 2024 10:31 Á tímum samfélagsmiðla hafa samskipti barna og ungmenna orðið bæði flóknari og viðkvæmari en nokkru sinni áður. Samfélagsmiðlar bjóða upp á ómetanleg tækifæri til að tengjast, deila reynslu og brúa fjarlægðir en leiða líka til nýrra áskorana. Sérstaklega er vert að nefna neikvæðu samskiptin sem virðast viðurkennd í þessum stafræna heimi. Slík samskipti hafa djúpstæð áhrif á andlega velferð barna og ungmenna og geta haft langtímaáhrif á sjálfsmynd og líðan þeirra. Á sama tíma og samfélagsmiðlar veita nýja möguleika er mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir þeim ógnunum sem fylgja. Nauðsynlegt er að leita leiða til að draga úr neikvæðum áhrifum miðlana á yngri kynslóðir. Greinin er skrifuð til að vekja fólk, þá sérstaklega foreldra og foráraðamenn, til umhugsunar um þær hættur og þau glerbrot sem þarf að varast í heimi samfélagsmiðlanna. Áhrif neikvæðra samskipta Neikvæð samskipti á samfélagsmiðlum, svo sem áreitni eða illvirkni, geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir börn og ungmenni. Þau upplifa oft aukin kvíða, þunglyndi og sjálfsniðurrif. Börn og ungmenni sem verða fyrir neikvæðum ummælum á netinu glíma oft við lágt sjálfsmat og eiga í erfiðleikum með að treysta öðrum. Elísabet Ýrr Steinarsdóttir og Erla Gunnarsdóttir benda á að rannsóknir sýni fram á að slík samskipti geta einnig haft áhrif á námsárangur, félagsleg tengsl og almenn lífsgæði einstaklings. Orsakir neikvæðra samskipta Þegar talað er um neikvæð samskipti á netinu hjá börnum og ungmennum er þetta helsta umfjöllunarefnið: Félagsleg Pressa: Börn og ungmenni eru oft undir þrýstingi frá jafningjum um að sýna ákveðna hegðun eða deila ákveðnu efni. Þetta getur leitt til þess að þau taki þátt í eða verða vitni að neikvæðum samskiptum til að falla inn í hópinn eða fá viðurkenningu. Ómeðvituð um aðgengi: Þegar börn og ungmenni deila persónulegum upplýsingum á samfélagsmiðlum án meðvitundar um afleiðingar þess getur það leitt til misnotkunar á upplýsingunum. Misnotkunin getur aukið óvissu og stress í lífi þeirra, sérstaklega ef upplýsingarnar verða aðgengilegar öllum eða þeim deilt án þeirra samþykkis. Óábyrg Notkun: Mörg börn og ungmenni hafa ekki þroska eða nægjanlega viðbragðshæfni til að takast á við neikvætt umhverfi á samfélagsmiðlum. Þetta getur leitt til að þau taki þátt í eða verði fyrir neikvæðum samskiptum án þess að vita hvernig bregðast eigi við eða leita sér hjálpar. Lausnir og úrræði Til að takast á við neikvæð samskipti barna og ungmenna á samfélagsmiðlum er mikilvægt að fjölskyldur, skólar og samfélagið grípi til aðgerða. Má þar nefna: Menntun og Fræðsla: Foreldrar og kennarar ættu að fræða börn og ungmenni um ábyrgðarfulla notkun samfélagsmiðla. Þar með talið hvernig tekist er á við einelti á miðlunum og hvernig á að vernda persónulegar upplýsingar. Regluleg umræða um netöryggi og siðferðislegar leiðbeiningar eru nauðsynlegar. Aukið Eftirlit: Foreldrar geta fylgst með hvernig börn þeirra og ungmenni nota samfélagsmiðla með þeirra samþykki og bjóða þeim stuðning ef þau verða fyrir neikvæðum samskiptum. Þetta felur í sér að fylgst sé með virkni þeirra á netinu og opna ætti umræðuna um hvernig bregðast skuli við vandamálum sem upp kunna að koma. Stuðningur og úrræði: Skólar og sveitarfélög ættu að veita börnum og ungmennum sem verða fyrir neikvæðum samskiptum stuðning, til dæmis með því að bjóða upp á ráðgjöf og leiðsögn. Það er einnig mikilvægt að bjóða börnum og ungmennum leiðir til að tilkynna misjafna hegðun á netinu. Tryggja þarf aðgerðaáætlun svo að þau mál sem upp koma geti farið í farveg úrlausna. Að lokum Neikvæð samskipti barna og ungmenna á samfélagsmiðlum er vaxandi áhyggjuefni. Nauðsynlegt er að bregðast við. Stýring frá hinu opinberra gæti verið ein lausn, en til þess að sporna við vandanum þarf að finna leiðir til úrlausna. Með því að auka menntun, eftirlit og stuðning er mögulegt að draga úr neikvæðum áhrifum og auka ábyrgari notkun samfélagsmiðla. Það er lykilatriði að halda áfram að vinna að því að skapa öruggt og stuðningsríkt umhverfi fyrir börn og ungmenni á netinu sem er þeirra raunheimur í dag. Höfndur er M.Ed. nemi. Elísabet Ýrr Steinarsdóttir, Erla Gunnarsdóttir. Áhrif snjalltækjanotkunar á námsárangur og heilbrigði barna. Háskóli íslands. https://skemman.is/bitstream/1946/33872/3/A%cc%81hrif%20snjallt%c3%a6kja%3aBAritger%c3%b0%3alokaskil.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Á tímum samfélagsmiðla hafa samskipti barna og ungmenna orðið bæði flóknari og viðkvæmari en nokkru sinni áður. Samfélagsmiðlar bjóða upp á ómetanleg tækifæri til að tengjast, deila reynslu og brúa fjarlægðir en leiða líka til nýrra áskorana. Sérstaklega er vert að nefna neikvæðu samskiptin sem virðast viðurkennd í þessum stafræna heimi. Slík samskipti hafa djúpstæð áhrif á andlega velferð barna og ungmenna og geta haft langtímaáhrif á sjálfsmynd og líðan þeirra. Á sama tíma og samfélagsmiðlar veita nýja möguleika er mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir þeim ógnunum sem fylgja. Nauðsynlegt er að leita leiða til að draga úr neikvæðum áhrifum miðlana á yngri kynslóðir. Greinin er skrifuð til að vekja fólk, þá sérstaklega foreldra og foráraðamenn, til umhugsunar um þær hættur og þau glerbrot sem þarf að varast í heimi samfélagsmiðlanna. Áhrif neikvæðra samskipta Neikvæð samskipti á samfélagsmiðlum, svo sem áreitni eða illvirkni, geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir börn og ungmenni. Þau upplifa oft aukin kvíða, þunglyndi og sjálfsniðurrif. Börn og ungmenni sem verða fyrir neikvæðum ummælum á netinu glíma oft við lágt sjálfsmat og eiga í erfiðleikum með að treysta öðrum. Elísabet Ýrr Steinarsdóttir og Erla Gunnarsdóttir benda á að rannsóknir sýni fram á að slík samskipti geta einnig haft áhrif á námsárangur, félagsleg tengsl og almenn lífsgæði einstaklings. Orsakir neikvæðra samskipta Þegar talað er um neikvæð samskipti á netinu hjá börnum og ungmennum er þetta helsta umfjöllunarefnið: Félagsleg Pressa: Börn og ungmenni eru oft undir þrýstingi frá jafningjum um að sýna ákveðna hegðun eða deila ákveðnu efni. Þetta getur leitt til þess að þau taki þátt í eða verða vitni að neikvæðum samskiptum til að falla inn í hópinn eða fá viðurkenningu. Ómeðvituð um aðgengi: Þegar börn og ungmenni deila persónulegum upplýsingum á samfélagsmiðlum án meðvitundar um afleiðingar þess getur það leitt til misnotkunar á upplýsingunum. Misnotkunin getur aukið óvissu og stress í lífi þeirra, sérstaklega ef upplýsingarnar verða aðgengilegar öllum eða þeim deilt án þeirra samþykkis. Óábyrg Notkun: Mörg börn og ungmenni hafa ekki þroska eða nægjanlega viðbragðshæfni til að takast á við neikvætt umhverfi á samfélagsmiðlum. Þetta getur leitt til að þau taki þátt í eða verði fyrir neikvæðum samskiptum án þess að vita hvernig bregðast eigi við eða leita sér hjálpar. Lausnir og úrræði Til að takast á við neikvæð samskipti barna og ungmenna á samfélagsmiðlum er mikilvægt að fjölskyldur, skólar og samfélagið grípi til aðgerða. Má þar nefna: Menntun og Fræðsla: Foreldrar og kennarar ættu að fræða börn og ungmenni um ábyrgðarfulla notkun samfélagsmiðla. Þar með talið hvernig tekist er á við einelti á miðlunum og hvernig á að vernda persónulegar upplýsingar. Regluleg umræða um netöryggi og siðferðislegar leiðbeiningar eru nauðsynlegar. Aukið Eftirlit: Foreldrar geta fylgst með hvernig börn þeirra og ungmenni nota samfélagsmiðla með þeirra samþykki og bjóða þeim stuðning ef þau verða fyrir neikvæðum samskiptum. Þetta felur í sér að fylgst sé með virkni þeirra á netinu og opna ætti umræðuna um hvernig bregðast skuli við vandamálum sem upp kunna að koma. Stuðningur og úrræði: Skólar og sveitarfélög ættu að veita börnum og ungmennum sem verða fyrir neikvæðum samskiptum stuðning, til dæmis með því að bjóða upp á ráðgjöf og leiðsögn. Það er einnig mikilvægt að bjóða börnum og ungmennum leiðir til að tilkynna misjafna hegðun á netinu. Tryggja þarf aðgerðaáætlun svo að þau mál sem upp koma geti farið í farveg úrlausna. Að lokum Neikvæð samskipti barna og ungmenna á samfélagsmiðlum er vaxandi áhyggjuefni. Nauðsynlegt er að bregðast við. Stýring frá hinu opinberra gæti verið ein lausn, en til þess að sporna við vandanum þarf að finna leiðir til úrlausna. Með því að auka menntun, eftirlit og stuðning er mögulegt að draga úr neikvæðum áhrifum og auka ábyrgari notkun samfélagsmiðla. Það er lykilatriði að halda áfram að vinna að því að skapa öruggt og stuðningsríkt umhverfi fyrir börn og ungmenni á netinu sem er þeirra raunheimur í dag. Höfndur er M.Ed. nemi. Elísabet Ýrr Steinarsdóttir, Erla Gunnarsdóttir. Áhrif snjalltækjanotkunar á námsárangur og heilbrigði barna. Háskóli íslands. https://skemman.is/bitstream/1946/33872/3/A%cc%81hrif%20snjallt%c3%a6kja%3aBAritger%c3%b0%3alokaskil.pdf
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun