Við stöndum saman með réttindum táknmálsins! Mordekaí Elí Esrason skrifar 27. september 2024 08:33 „Við stöndum saman með réttindum táknmálsins“ er áhersla ársins 2025 samkvæmt alþjóðlegri viku Döff og alþjóðlegum degi Döff. Það undirstrikar mikilvægi þess að berjast fyrir og tryggja viðurkenningu og vernd á réttindum þeirra sem tala táknmál. Táknmál eru flókið og nýstárlegt samskiptaform sem notað er í mörgum samfélögum, bæði af heyrnarlausum og heyrandi. Þau eru nauðsynleg fyrir félagslega samþættingu, menntun og almenna líðan fólks. Þrátt fyrir augljóst mikilvægi sitt þurfa þau sem nota táknmál oft að takast á við hindranir, svo sem mismunun, skort á aðgengi að almennri þjónustu og atvinnu. Þessar hindranir geta verið mismunandi eftir getu einstaklingsins en þau sem tala táknmál upplifa þessar hindranir yfirleitt innan heilbrigðis- og menntastofnana. Í tengslum við átakið Gulan september og sjálfsvígsforvarnir höfum við í seinni tíð tekið eftir því að sjálfsvígum innan samfélaga heyrnarlausra hefur smám saman fjölgað. Nýlega tók sitt eigi líf karlmaður frá Bandaríkjunum en hann var einn af vinum mínum. Hann framdi sjálfsmorð eftir að hafa birt síðasta innlegg sitt á Facebook þar sem hann sagðist ætla að taka pásu frá Facebook og Instagram. Þýðing á íslensku er undir myndinni. Kæru öll, Veruleikinn er ég og þú, en ekki „við.“ Ég er margt, þó svo þetta sé líf mitt. Ég hef leitað til fólks, en ég skil samt ekki hvernig ég get fundið hamingju. Ef ég trúi á Jesú Krist, mun Guð færa mér gleði? Svarið er nei... Ég trúi einfaldlega ekki lengur á trúarbrögð. Ég á skilið að trúa meira á sjálfan mig. Ást á náttúrunni og alheiminum er óþekkt ferðalag allt til enda. Fjölskylda mín og ættingjar lærðu aldrei bandaríska táknmál (ASL), sem hefur verið „skaðlegt.“ Það er staðreynd og það er skammarlegt af ykkur. Aðeins ég trúi á að leita að hinum raunverulega sannleika og anda laganna í mínu hjarta. Hvers vegna er orðið „skaðlegt“ notað? Vegna þess að ég upplifi djúpa skömm vegna lélegrar hegðunar minnar. Ég hlýði ekki ströngum kröfum fjölskyldu minnar og ættingja vegna þess að ég er að kljást við miklar tilfinningar, sérstaklega vegna þess að það er ekkert ASL. Samskipti eru verðmæt fyrir líf okkar. Tungumál eru merki ástarinnar. Uppáhalds umræðuefnin mín eru ævintýraferðir, áform og tilviljanir; sem virðast að einhverju leyti tengd því ég er búinn að lesa bókina! Ég hlakka til að meta sjálfur líf mitt og vöxt. Nú er þörf fyrir skilning og þakklæti og það að hunsa fjölskyldu og ættingja gæti verið mér nauðsynleg hvatning! Mín mesta heppni er að ég er að læra í skóla og vinna að því að ná markmiðum mínum. Ég verð einhvern tíma aftur á Instagram ! Bíðið eftir mér. Ég óska sjálfum mér alls hins besta. Gleðilega alþjóðlega viku heyrnarlausra og alþjóðlegan dag táknmáls! Við skulum halda áfram að berjast fyrir réttindum okkar allra til þess að tala táknmál! Höfundur er verkefnastjóri Félags heyrnarlausra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Táknmál Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
„Við stöndum saman með réttindum táknmálsins“ er áhersla ársins 2025 samkvæmt alþjóðlegri viku Döff og alþjóðlegum degi Döff. Það undirstrikar mikilvægi þess að berjast fyrir og tryggja viðurkenningu og vernd á réttindum þeirra sem tala táknmál. Táknmál eru flókið og nýstárlegt samskiptaform sem notað er í mörgum samfélögum, bæði af heyrnarlausum og heyrandi. Þau eru nauðsynleg fyrir félagslega samþættingu, menntun og almenna líðan fólks. Þrátt fyrir augljóst mikilvægi sitt þurfa þau sem nota táknmál oft að takast á við hindranir, svo sem mismunun, skort á aðgengi að almennri þjónustu og atvinnu. Þessar hindranir geta verið mismunandi eftir getu einstaklingsins en þau sem tala táknmál upplifa þessar hindranir yfirleitt innan heilbrigðis- og menntastofnana. Í tengslum við átakið Gulan september og sjálfsvígsforvarnir höfum við í seinni tíð tekið eftir því að sjálfsvígum innan samfélaga heyrnarlausra hefur smám saman fjölgað. Nýlega tók sitt eigi líf karlmaður frá Bandaríkjunum en hann var einn af vinum mínum. Hann framdi sjálfsmorð eftir að hafa birt síðasta innlegg sitt á Facebook þar sem hann sagðist ætla að taka pásu frá Facebook og Instagram. Þýðing á íslensku er undir myndinni. Kæru öll, Veruleikinn er ég og þú, en ekki „við.“ Ég er margt, þó svo þetta sé líf mitt. Ég hef leitað til fólks, en ég skil samt ekki hvernig ég get fundið hamingju. Ef ég trúi á Jesú Krist, mun Guð færa mér gleði? Svarið er nei... Ég trúi einfaldlega ekki lengur á trúarbrögð. Ég á skilið að trúa meira á sjálfan mig. Ást á náttúrunni og alheiminum er óþekkt ferðalag allt til enda. Fjölskylda mín og ættingjar lærðu aldrei bandaríska táknmál (ASL), sem hefur verið „skaðlegt.“ Það er staðreynd og það er skammarlegt af ykkur. Aðeins ég trúi á að leita að hinum raunverulega sannleika og anda laganna í mínu hjarta. Hvers vegna er orðið „skaðlegt“ notað? Vegna þess að ég upplifi djúpa skömm vegna lélegrar hegðunar minnar. Ég hlýði ekki ströngum kröfum fjölskyldu minnar og ættingja vegna þess að ég er að kljást við miklar tilfinningar, sérstaklega vegna þess að það er ekkert ASL. Samskipti eru verðmæt fyrir líf okkar. Tungumál eru merki ástarinnar. Uppáhalds umræðuefnin mín eru ævintýraferðir, áform og tilviljanir; sem virðast að einhverju leyti tengd því ég er búinn að lesa bókina! Ég hlakka til að meta sjálfur líf mitt og vöxt. Nú er þörf fyrir skilning og þakklæti og það að hunsa fjölskyldu og ættingja gæti verið mér nauðsynleg hvatning! Mín mesta heppni er að ég er að læra í skóla og vinna að því að ná markmiðum mínum. Ég verð einhvern tíma aftur á Instagram ! Bíðið eftir mér. Ég óska sjálfum mér alls hins besta. Gleðilega alþjóðlega viku heyrnarlausra og alþjóðlegan dag táknmáls! Við skulum halda áfram að berjast fyrir réttindum okkar allra til þess að tala táknmál! Höfundur er verkefnastjóri Félags heyrnarlausra.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar