Væntingar til New York-liðsins hafa sjaldan verið meiri en félagið fór í aðra umferð úrslitakeppninnar þar sem það tapaði fyrir Indiana Pacers í sjö leikjum. Julius Randle var ekki með liðinu í úrslitakeppninni eftir að þurfa aðgerð á öxl.
Developing story at @TheAthletic with @JonKrawczynski on Timberwolves and Knicks blockbuster deal sending Karl-Anthony Towns to New York for Julius Randle, Donte DiVincenzo and a first-round pick: https://t.co/BEP7B1UCwD
— Shams Charania (@ShamsCharania) September 28, 2024
Randle lék með Lakers áður en hann gekk í raðir Knicks og hefur hann opinberlega talað um hvað honum líður vel í New York. Það verður áhugavert að sjá hvernig hann bregst við því að vera mættur til Minnesota sem er talsvert minna lið sögulega séð þó það sé með betri liðum í NBA-deildinni um þessar myndir.
Hvað Donte DiVincenzo varðar þá gekk hann í raðir New York frá Golden State Warriors fyrir síðustu leiktíð og naut sín vel í Stóra eplinu. Hann hefur nú verið sendur til Minnesota sem komst alla leið í úrslit vesturhluta NBA-deildarinnar í vor.
Hinn 28 ára gamli Towns hefur allan sinn feril spilað með Timberwolves og virðist - ef marka má færslu hans á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter - ekkert sérstaklega sáttur.
…
— Karl-Anthony Towns (@KarlTowns) September 28, 2024
Towns hefur spilað 573 leiki í NBA-dieldinni og er með 23 stig, 11 fráköst og þrjár stoðsendingar að meðaltali í leik.