Lægsta raforkuverð heimila í Evrópu Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar 1. október 2024 10:01 Raforkukostnaður heimila á Íslandi árið 2023 var sá lægsti í Evrópu að teknu tilliti til verðlags. Til þess að aukin samkeppni um raforku hafi þau áhrif að raforkuverð heimila fjórfaldist, líkt og varpað hefur verið fram í umræðu hér á landi, þyrfti raforkuverð í smásölu að ellefufaldast. Íslensk heimili, sem búa við lokað, 100% endurnýjanlegt raforkukerfi, njóta verndar frá skammtímasveiflum í raforkuverði, sem hafa valdið t.d. frændum okkar á hinum Norðurlöndunum vandræðum. Skipulagður viðskiptavettvangur raforku tók til starfa á vormánuðum 2024 og hafa niðurstöður markaðsviðskipta með raforku á Íslandi nú verið opinberar öllum í um hálft ár. Það er mikið framfaraskref að allir geti nú séð verð á raforku í heildsölu. Áhyggjur hafa vaknað um að raforkumarkaðir leiði til mikillar hækkunar á raforkuverði til heimila á Íslandi. Það eru eðlilegar áhyggjur, bæði út frá reynslu nágrannaþjóða og vegna þess að ekkert regluverk er í gildi sem verndar heimili frá verðsamkeppni við stórnotendur raforku. Því er möguleiki að samkeppni um raforku, sérstaklega þar sem nýtt framboð raforku er nú takmarkað, leiði til þess að raforkuverð hækki. Raforkan sjálf 30% af reikningnum Mikilvægt er þó að slíkar hækkanir séu skoðaðar í samhengi og að haft sé í huga að kostnaður heimila við raforku skiptist í þrjá flokka: Í fyrsta lagi er það kostnaður við raforkuna sjálfa, í öðru lagi kostnaður við flutning og dreifingu og í þriðja lagi eru það opinber gjöld. Samkvæmt samantekt Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, er kostnaður við raforkuna sjálfa um 30% af heildarreikningi heimila á Íslandi, kostnaður við flutning og dreifingu um 50% og opinber gjöld um 20%. Því ráðast einungis 30% af raforkuverði heimila af lögmálum framboðs og eftirspurnar á markaði. En hefur rafmagnsreikningurinn hækkað verulega á sl. árum? Meðal heimili á Íslandi greiddi um 2.700 kr. á mánuði fyrir rafmagnið sjálft í fyrra, um 4.400 kr. fyrir dreifingu og flutning og um 1.900 kr. í opinber gjöld. Milli áranna 2017 og 2023 lækkaði dreifingarkostnaður um 12% að raunvirði skv. greiningu EFLU á þróun raforkuverðs og lægsta verð sem heimilum bauðst að kaupa rafmagnið á lækkaði um 26% að raunvirði. Íslensk heimili búa við lægsta raforkukostnað heimila í Evrópu að teknu tilliti til verðlags. Dreifingarkostnaður er sá 5. lægsti meðal þeirra 35 ríkja sem gögn Eurostat ná til og skattar og opinber gjöld 8. lægst. Fyrirsjáanleikinn verndar heimilin Því hefur verið haldið fram að aukin samkeppni um raforku geti leitt til þess að raforkuverð til íslenskra heimila fjórfaldist. Til að það gerðist þyrfti verð á raforkunni sjálfri að ellefufaldast frá núverandi gildi. Öðrum kostnaðarliðum heimila við raforku, sem eru 70% af heildarreikningnum, er alfarið stjórnað af hinu opinbera í gegnum opinber gjöld og tekjumörk dreifiveitna og flutningsfyrirtækis. Stærstur hluti raforkuviðskipta á Íslandi er í formi framvirkra viðskipta þar sem raforkuverð fyrir heimili er tryggt mánuði og ár fram í tímann. Slíkur fyrirsjáanleiki er mikilvægur fyrir rekstur í lokuðu, 100% endurnýjanlegu raforkukerfi. Það hefur jafnframt þann kost að heimili á Íslandi eru vernduð frá skammtímasveiflum í raforkuverði. Þau búa við annan veruleika en t.d. heimili á Norðurlöndum þar sem verðsveiflur á gasi valda reglulega sveiflum á raforkuverði. Tilkoma raforkumarkaðar er framfaraskref og eykur gagnsæi í verðmyndun. Raforkuverð til heimila á Íslandi er lágt og stöðugt í alþjóðlegum samanburði og við höfum allar forsendur til að tryggja að svo verði áfram. Höfundur er sérfræðingur í viðskiptagreiningu og þróun markaða hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Raforkukostnaður heimila á Íslandi árið 2023 var sá lægsti í Evrópu að teknu tilliti til verðlags. Til þess að aukin samkeppni um raforku hafi þau áhrif að raforkuverð heimila fjórfaldist, líkt og varpað hefur verið fram í umræðu hér á landi, þyrfti raforkuverð í smásölu að ellefufaldast. Íslensk heimili, sem búa við lokað, 100% endurnýjanlegt raforkukerfi, njóta verndar frá skammtímasveiflum í raforkuverði, sem hafa valdið t.d. frændum okkar á hinum Norðurlöndunum vandræðum. Skipulagður viðskiptavettvangur raforku tók til starfa á vormánuðum 2024 og hafa niðurstöður markaðsviðskipta með raforku á Íslandi nú verið opinberar öllum í um hálft ár. Það er mikið framfaraskref að allir geti nú séð verð á raforku í heildsölu. Áhyggjur hafa vaknað um að raforkumarkaðir leiði til mikillar hækkunar á raforkuverði til heimila á Íslandi. Það eru eðlilegar áhyggjur, bæði út frá reynslu nágrannaþjóða og vegna þess að ekkert regluverk er í gildi sem verndar heimili frá verðsamkeppni við stórnotendur raforku. Því er möguleiki að samkeppni um raforku, sérstaklega þar sem nýtt framboð raforku er nú takmarkað, leiði til þess að raforkuverð hækki. Raforkan sjálf 30% af reikningnum Mikilvægt er þó að slíkar hækkanir séu skoðaðar í samhengi og að haft sé í huga að kostnaður heimila við raforku skiptist í þrjá flokka: Í fyrsta lagi er það kostnaður við raforkuna sjálfa, í öðru lagi kostnaður við flutning og dreifingu og í þriðja lagi eru það opinber gjöld. Samkvæmt samantekt Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, er kostnaður við raforkuna sjálfa um 30% af heildarreikningi heimila á Íslandi, kostnaður við flutning og dreifingu um 50% og opinber gjöld um 20%. Því ráðast einungis 30% af raforkuverði heimila af lögmálum framboðs og eftirspurnar á markaði. En hefur rafmagnsreikningurinn hækkað verulega á sl. árum? Meðal heimili á Íslandi greiddi um 2.700 kr. á mánuði fyrir rafmagnið sjálft í fyrra, um 4.400 kr. fyrir dreifingu og flutning og um 1.900 kr. í opinber gjöld. Milli áranna 2017 og 2023 lækkaði dreifingarkostnaður um 12% að raunvirði skv. greiningu EFLU á þróun raforkuverðs og lægsta verð sem heimilum bauðst að kaupa rafmagnið á lækkaði um 26% að raunvirði. Íslensk heimili búa við lægsta raforkukostnað heimila í Evrópu að teknu tilliti til verðlags. Dreifingarkostnaður er sá 5. lægsti meðal þeirra 35 ríkja sem gögn Eurostat ná til og skattar og opinber gjöld 8. lægst. Fyrirsjáanleikinn verndar heimilin Því hefur verið haldið fram að aukin samkeppni um raforku geti leitt til þess að raforkuverð til íslenskra heimila fjórfaldist. Til að það gerðist þyrfti verð á raforkunni sjálfri að ellefufaldast frá núverandi gildi. Öðrum kostnaðarliðum heimila við raforku, sem eru 70% af heildarreikningnum, er alfarið stjórnað af hinu opinbera í gegnum opinber gjöld og tekjumörk dreifiveitna og flutningsfyrirtækis. Stærstur hluti raforkuviðskipta á Íslandi er í formi framvirkra viðskipta þar sem raforkuverð fyrir heimili er tryggt mánuði og ár fram í tímann. Slíkur fyrirsjáanleiki er mikilvægur fyrir rekstur í lokuðu, 100% endurnýjanlegu raforkukerfi. Það hefur jafnframt þann kost að heimili á Íslandi eru vernduð frá skammtímasveiflum í raforkuverði. Þau búa við annan veruleika en t.d. heimili á Norðurlöndum þar sem verðsveiflur á gasi valda reglulega sveiflum á raforkuverði. Tilkoma raforkumarkaðar er framfaraskref og eykur gagnsæi í verðmyndun. Raforkuverð til heimila á Íslandi er lágt og stöðugt í alþjóðlegum samanburði og við höfum allar forsendur til að tryggja að svo verði áfram. Höfundur er sérfræðingur í viðskiptagreiningu og þróun markaða hjá Landsvirkjun.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar