Þreytt dæmi Fjóla Blandon skrifar 1. október 2024 23:02 Ísland er gífurlega vinsæll ferðamannastaður og hefur verið lengi. Skiljanlega hafa landsmenn og stjórnvöld reynt að hamra það járn meðan heitt er. Ferðamennskan býður upp á fjöldann allan af tækifærum og fátt er skemmtilegra en að fá að deila fallega landinu okkar og menningu með öðrum þjóðum. Þó er aldrei svo djúpur brunnur að ei verði upp ausinn og er ferðamannastraumurinn orðinn fullmikill. Því miður er staðan í dag algjörlega komin út fyrir sæmileg mörk og finnst mér stjórnvöld og stórrisar í ferðamennsku hafa gleymt sér í græðginni. Það verður að viðurkennast að staðan hér á landi með óheftum ágangi ferðamanna er ansi lýjandi. Fylgir hér því þreytandi listi sem tengist áhrifum ferðamannaiðnaðarins eins og hann er í dag: Ég er þreytt á að víla fyrir mér að ferðast um landið mitt því Hringvegurinn er ókeyrandi vegna brjálaðrar umferðar. Ég verð þreytt við tilhugsunina um vörubílstjóra, þar sem vinnudagurinn hefur lengst um 1-2 tíma vegna umferðar, eða hreinlega færst yfir á óguðlegan, ófjölskylduvænan tíma til að sleppa undan téðri umferð. Ég er þreytt á að nauðhemla á þjóðveginum af því að ferðamaður lagði á miðjum vegi til að taka myndir af hestum eða norðurljósum. Ég verð þreytt við tilhugsunina um vegavinnumenn, sem hafa ekki undan við að gera við vegi landsins sem eru undir gífurlegu álagi vegna tíðra rútuferða og bílaleigubíla. Ég verð þreytt við tilhugsunina um heilbrigðisstarfsfólk, sem ætlast er til að hlaupi hraðar og lifi á þakklætinu þegar kemur að auknu álagi á kerfið með sístækkandi straumi ferðamanna. Ég verð þreytt við tilhugsunina um björgunarsveitarfólk, sem fær alloft beiðnir um að bjarga ferðafólki sem er vanbúið fyrir íslenskar aðstæður. Ég er þreytt á að sjá ekki náttúruperlurnar mínar fyrir litskrúðugum úlpum, löngum röðum og fjöldanum öllum af rútum. Ég er þreytt á að sjá ásýnd heilu þéttbýlanna hverfa vegna ferkantaðra, stórra hótela. Ég er þreytt á að geta ekki keyrt í gegnum sveitir landsins án þess að keyra fram hjá ferðamannagistingu af einhverju tagi á 2km fresti. Ég er þreytt á því að stjórnvöld loki augunum fyrir tækifærum til að auka sjálfbærni Íslands með meiri stuðningi við starfsgreinar sem tengjast ekki ferðamennsku. Ég er þreytt á að hagnaðurinn sem hlýst af ferðamönnum fer í vasann á nokkrum vel völdum, frekar en að hann sé nýttur í bættar, umhverfisvænni samgöngur og betra heilbrigðiskerfi. Ég er þreytt á að stjórnvöld ætlist til að allir taki þátt í ferðamannaiðnaðinum með beinum eða óbeinum hætti. Ég er þreytt á að sjá ungt fólk ströggla á fasteignamarkaði þar sem verðið er stjarnfræðilega hátt vegna ferðamannaleiguíbúða. Ég er þreytt á að sjá stjórnvöld tala um mikilvægi þess að hlúa að íslenskri tungu en kippa sér svo ekkert við skilti, matseðla, vörumerki og auglýsingar íslenskra fyrirtækja á ensku. Ég er þreytt á að sjá íslenskum heitum á vörumerkjum breytt í erlend til að auðvelda ferðamönnum að versla. Ég er þreytt á að upplýsingaskilti séu á ensku fyrst og íslensku síðast (ef íslenskan er höfð með yfir höfuð). Ég er þreytt á að þurfa að biðja um matseðil á íslensku. Ég er þreytt á að litið sé á sveitir landsins sem ferðamannastað, frekar en vinnustað fólksins sem þar býr. Ég er þreytt á að viðhorf mitt til ferðamanna, sem áður var jákvætt sé orðið að mestu neikvætt. Rót ferðamennsku felst í því að heimsækja staði sem þú dáist að eða hefur áhuga á, og ég er almennt stolt af því að Ísland sé slíkur staður. Ég er þreytt á að búa í landi sem er áfangastaður ferðamanna fyrst, og heimili þjóðar síðast. Höfundur tekur lýsi, D-vítamín og sefur að meðaltali 8 klukkutíma á hverri nóttu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland er gífurlega vinsæll ferðamannastaður og hefur verið lengi. Skiljanlega hafa landsmenn og stjórnvöld reynt að hamra það járn meðan heitt er. Ferðamennskan býður upp á fjöldann allan af tækifærum og fátt er skemmtilegra en að fá að deila fallega landinu okkar og menningu með öðrum þjóðum. Þó er aldrei svo djúpur brunnur að ei verði upp ausinn og er ferðamannastraumurinn orðinn fullmikill. Því miður er staðan í dag algjörlega komin út fyrir sæmileg mörk og finnst mér stjórnvöld og stórrisar í ferðamennsku hafa gleymt sér í græðginni. Það verður að viðurkennast að staðan hér á landi með óheftum ágangi ferðamanna er ansi lýjandi. Fylgir hér því þreytandi listi sem tengist áhrifum ferðamannaiðnaðarins eins og hann er í dag: Ég er þreytt á að víla fyrir mér að ferðast um landið mitt því Hringvegurinn er ókeyrandi vegna brjálaðrar umferðar. Ég verð þreytt við tilhugsunina um vörubílstjóra, þar sem vinnudagurinn hefur lengst um 1-2 tíma vegna umferðar, eða hreinlega færst yfir á óguðlegan, ófjölskylduvænan tíma til að sleppa undan téðri umferð. Ég er þreytt á að nauðhemla á þjóðveginum af því að ferðamaður lagði á miðjum vegi til að taka myndir af hestum eða norðurljósum. Ég verð þreytt við tilhugsunina um vegavinnumenn, sem hafa ekki undan við að gera við vegi landsins sem eru undir gífurlegu álagi vegna tíðra rútuferða og bílaleigubíla. Ég verð þreytt við tilhugsunina um heilbrigðisstarfsfólk, sem ætlast er til að hlaupi hraðar og lifi á þakklætinu þegar kemur að auknu álagi á kerfið með sístækkandi straumi ferðamanna. Ég verð þreytt við tilhugsunina um björgunarsveitarfólk, sem fær alloft beiðnir um að bjarga ferðafólki sem er vanbúið fyrir íslenskar aðstæður. Ég er þreytt á að sjá ekki náttúruperlurnar mínar fyrir litskrúðugum úlpum, löngum röðum og fjöldanum öllum af rútum. Ég er þreytt á að sjá ásýnd heilu þéttbýlanna hverfa vegna ferkantaðra, stórra hótela. Ég er þreytt á að geta ekki keyrt í gegnum sveitir landsins án þess að keyra fram hjá ferðamannagistingu af einhverju tagi á 2km fresti. Ég er þreytt á því að stjórnvöld loki augunum fyrir tækifærum til að auka sjálfbærni Íslands með meiri stuðningi við starfsgreinar sem tengjast ekki ferðamennsku. Ég er þreytt á að hagnaðurinn sem hlýst af ferðamönnum fer í vasann á nokkrum vel völdum, frekar en að hann sé nýttur í bættar, umhverfisvænni samgöngur og betra heilbrigðiskerfi. Ég er þreytt á að stjórnvöld ætlist til að allir taki þátt í ferðamannaiðnaðinum með beinum eða óbeinum hætti. Ég er þreytt á að sjá ungt fólk ströggla á fasteignamarkaði þar sem verðið er stjarnfræðilega hátt vegna ferðamannaleiguíbúða. Ég er þreytt á að sjá stjórnvöld tala um mikilvægi þess að hlúa að íslenskri tungu en kippa sér svo ekkert við skilti, matseðla, vörumerki og auglýsingar íslenskra fyrirtækja á ensku. Ég er þreytt á að sjá íslenskum heitum á vörumerkjum breytt í erlend til að auðvelda ferðamönnum að versla. Ég er þreytt á að upplýsingaskilti séu á ensku fyrst og íslensku síðast (ef íslenskan er höfð með yfir höfuð). Ég er þreytt á að þurfa að biðja um matseðil á íslensku. Ég er þreytt á að litið sé á sveitir landsins sem ferðamannastað, frekar en vinnustað fólksins sem þar býr. Ég er þreytt á að viðhorf mitt til ferðamanna, sem áður var jákvætt sé orðið að mestu neikvætt. Rót ferðamennsku felst í því að heimsækja staði sem þú dáist að eða hefur áhuga á, og ég er almennt stolt af því að Ísland sé slíkur staður. Ég er þreytt á að búa í landi sem er áfangastaður ferðamanna fyrst, og heimili þjóðar síðast. Höfundur tekur lýsi, D-vítamín og sefur að meðaltali 8 klukkutíma á hverri nóttu
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun