Starfsfólk farið að þjást af „laxaastma“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. október 2024 07:00 Læknar í Noregi eru áhyggjufullir yfir stöðunni. Vísir/Vilhelm Dæmi eru um að alvarlegir öndunarfærasjúkdómar hafi gert vart við sig hjá starfsfólki sem vinnur við slátrun og pökkun á eldislaxi í Noregi. Fyrirbrigðið hefur hlotið viðurnefnið „laxaastmi“ og hlýst af því þegar andað er að sér vatnsúða sem inniheldur örsmáar agnir af laxaholdi, bakteríum og aðra vessa úr laxinum. Framkvæmdastjóri eldisins segir astma tengdan vinnu þekkt vandamál í fleiri geirum. Þetta kemur fram í úttekt norska ríkisútvarpsins þar sem fjallað er um doktorsverkefni Carl Fredrik Fagernæs, læknanema við St. Olavs sjúkrahúsið í Þrándheimi. Segir í umfjölluninni að komu sjúklinga með öndunarfærasýkingu á spítalann sem starfi í eldisiðnaði hafi fjölgað undanfarin ár svo eftir hafi verið tekið. NRK hefur eftir Fagernæs að læknar séu áhyggjufullir vegna þessarar þróunar. Þá einna helst vegna þess að veikindin hafi hingað til vakið litla athygli í Noregi og vegna þess að líklega sé töluverður fjöldi starfsfólks haldinn sýkingu án þess að gera sér grein fyrir því. Farin að flauta á næturna Í umfjöllun norska ríkismiðilsins er rætt við Kamilu Strus, pólskan innflytjenda sem starfar við slátrun og pökkun fyrir Leyro Midt í Hitra, skammt frá Þrándheimi í norðurhluta Noregs. Hún var færð á sjúkrahús í maí 2020 vegna einkenna sinna. Kamila segir að hún hafi haldið að hún myndi deyja, það hafi verið líkt og einhver sæti ofan á bringu hennar. Haft er eftir Kamilu að hún hafi ekki átt við nein heilsufarsvandamál að stríða þegar hún hóf störf í iðnaðinum. Ekki heldur hafi verið dæmi um astma í fjölskyldunni hennar. Í umfjöllun norska ríkisútvarpsins lýsir Kamila því hvernig einkennin fóru að gera vart við sig. Hún hafi gjarnan talið sig vera með flensu og að lokum hafi hún verið farin að hljóma eins og flauta á næturnar þannig hún vaknaði. Fagernæs hefur áhyggjur af því að starfsfólk átti sig ekki á því að það sé með sýkingu.Vísir/Vilhelm „Ef ég var frá í einhvern tíma átti ég auðveldara með að anda. Eftir tvo, þrjá tíma í vinnslunni gerðu vandamálin aftur vart við sig. Ég var svo þreytt eftir, hafði enga orku. Samt tengdi ég aldrei heilsufarið við vinnuna,“ segir Kamila. Hún er hætt störfum fyrir fyrirtækið og ber því ekki slæma sögu. Hún hefur náð fyrri heilsu en lýsir því í NRK að hún sé enn atvinnulaus og hafi áhyggjur af eigin stöðu. Úðinn sé meginorsök Fagernæs segir við NRK að flestir sjúklinga sem hafi komið við sögu í rannsókn hans á sýkingunni hafi verið af austur-evrópskum uppruna, frá Litháen og Póllandi en einnig nokkrir Norðmenn. Rannsóknin hefur staðið yfir í fimm ár, frá árinu 2019. Fylgst hefur verið með 36 manna hópi, sem öll eiga það sameiginlegt að eiga erfitt með öndun. Að sögn Fagernæs er starfsfólkið flest á fertugs og fimmtugsaldri. Öll hafa þau neyðst til þess að hætta störfum í iðnaðinum vegna þessa. Frá vinnslu á eldislaxi.EPA-EFE/IDA MARIE ODGAARD Fagernæs segir vatnsúðann vera meginorsakavaldinn. Vélar sem notaðar séu til að skera laxinn noti til þess vatnsbunur, auk þess sem vatn sé notað í ríkum mæli á færibandið. Vatn sé notað til þrifa á gólfum og úti á veggjum. Læknirinn segir vatnsúðann hafa verið greindan af yfirvöldum. Í honum sé að finna fiskroð, bein, blóð og aðra líkamsvessa úr laxinum. Einnig sé þar að finna svepp og bakteríur. Fólk myndi með sér astma þegar það andi þessum úða að sér auk þess sem kalt er í vinnslustöðvunum. Fagernæs lýsir þessu í umfjöllun NRK sem laxaastma. Ókleyft að halda áfram vinnu Fram kemur í umfjöllun NRK að norskir læknar hafi tekið á móti sjúklingum með einkenni vegna starfa sinna við eldislaxiðnaðinn sem séu verri en hjá Kamilu. Sumir hafi þurft að leggjast inn á gjörgæslu í töluverðan tíma. Að sögn Fagernæs eru 27 manns af 36 í hópnum með einkenni laxaastma. Meirihlutinn hafi ekki áður þurft að kljást við vandamál í öndunarvegi. Fram kemur í umfjölluninni að flest starfsfólk veigri sér við að vekja athygli á einkennum sínum, af ótta við að missa vinnuna. Hann segist hafa mælt með því við sína sjúklinga að þeir hætti alfarið störfum í geiranum. Segjast hafa gert ráðstafanir NRK heftur eftir Harald Larssen framkvæmdastjóra vinnslustöðvarinnar Leroy Midt að fyrirtækið tjái sig ekki um starfsmannamál. Hann bendir á að astmi tengdur vinnu sé víðtækt vandamál í fleiri geirum og bendir hann á bakarí og hárgreiðslustofur sem dæmi. Hann segir fyrirtækið hafa gert margt til þess að bæta skilyrðin í eldislaxavinnslu sinni í Hitra, meðal annars með nýju loftæstikerfi. Þá segja forsvarsmenn annarra norskra eldislaxafyrirtækja líkt og SalMar og MOWI að velferð starfsfólks sé þeim efst í huga, gripið hafi verið til ráðstafana sem sporna eigi við slíkum öndunarfærasýkingum í nýjum húsakynnum. NRK hefur eftir lækninum Fagernæs að hann sé óviss um að staða starfsfólks sé betri. Hann segir fjölda tilvika vera þann sama í dag og hann var fyrir fjórum, fimm árum. Lax Noregur Fiskeldi Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Sjá meira
Þetta kemur fram í úttekt norska ríkisútvarpsins þar sem fjallað er um doktorsverkefni Carl Fredrik Fagernæs, læknanema við St. Olavs sjúkrahúsið í Þrándheimi. Segir í umfjölluninni að komu sjúklinga með öndunarfærasýkingu á spítalann sem starfi í eldisiðnaði hafi fjölgað undanfarin ár svo eftir hafi verið tekið. NRK hefur eftir Fagernæs að læknar séu áhyggjufullir vegna þessarar þróunar. Þá einna helst vegna þess að veikindin hafi hingað til vakið litla athygli í Noregi og vegna þess að líklega sé töluverður fjöldi starfsfólks haldinn sýkingu án þess að gera sér grein fyrir því. Farin að flauta á næturna Í umfjöllun norska ríkismiðilsins er rætt við Kamilu Strus, pólskan innflytjenda sem starfar við slátrun og pökkun fyrir Leyro Midt í Hitra, skammt frá Þrándheimi í norðurhluta Noregs. Hún var færð á sjúkrahús í maí 2020 vegna einkenna sinna. Kamila segir að hún hafi haldið að hún myndi deyja, það hafi verið líkt og einhver sæti ofan á bringu hennar. Haft er eftir Kamilu að hún hafi ekki átt við nein heilsufarsvandamál að stríða þegar hún hóf störf í iðnaðinum. Ekki heldur hafi verið dæmi um astma í fjölskyldunni hennar. Í umfjöllun norska ríkisútvarpsins lýsir Kamila því hvernig einkennin fóru að gera vart við sig. Hún hafi gjarnan talið sig vera með flensu og að lokum hafi hún verið farin að hljóma eins og flauta á næturnar þannig hún vaknaði. Fagernæs hefur áhyggjur af því að starfsfólk átti sig ekki á því að það sé með sýkingu.Vísir/Vilhelm „Ef ég var frá í einhvern tíma átti ég auðveldara með að anda. Eftir tvo, þrjá tíma í vinnslunni gerðu vandamálin aftur vart við sig. Ég var svo þreytt eftir, hafði enga orku. Samt tengdi ég aldrei heilsufarið við vinnuna,“ segir Kamila. Hún er hætt störfum fyrir fyrirtækið og ber því ekki slæma sögu. Hún hefur náð fyrri heilsu en lýsir því í NRK að hún sé enn atvinnulaus og hafi áhyggjur af eigin stöðu. Úðinn sé meginorsök Fagernæs segir við NRK að flestir sjúklinga sem hafi komið við sögu í rannsókn hans á sýkingunni hafi verið af austur-evrópskum uppruna, frá Litháen og Póllandi en einnig nokkrir Norðmenn. Rannsóknin hefur staðið yfir í fimm ár, frá árinu 2019. Fylgst hefur verið með 36 manna hópi, sem öll eiga það sameiginlegt að eiga erfitt með öndun. Að sögn Fagernæs er starfsfólkið flest á fertugs og fimmtugsaldri. Öll hafa þau neyðst til þess að hætta störfum í iðnaðinum vegna þessa. Frá vinnslu á eldislaxi.EPA-EFE/IDA MARIE ODGAARD Fagernæs segir vatnsúðann vera meginorsakavaldinn. Vélar sem notaðar séu til að skera laxinn noti til þess vatnsbunur, auk þess sem vatn sé notað í ríkum mæli á færibandið. Vatn sé notað til þrifa á gólfum og úti á veggjum. Læknirinn segir vatnsúðann hafa verið greindan af yfirvöldum. Í honum sé að finna fiskroð, bein, blóð og aðra líkamsvessa úr laxinum. Einnig sé þar að finna svepp og bakteríur. Fólk myndi með sér astma þegar það andi þessum úða að sér auk þess sem kalt er í vinnslustöðvunum. Fagernæs lýsir þessu í umfjöllun NRK sem laxaastma. Ókleyft að halda áfram vinnu Fram kemur í umfjöllun NRK að norskir læknar hafi tekið á móti sjúklingum með einkenni vegna starfa sinna við eldislaxiðnaðinn sem séu verri en hjá Kamilu. Sumir hafi þurft að leggjast inn á gjörgæslu í töluverðan tíma. Að sögn Fagernæs eru 27 manns af 36 í hópnum með einkenni laxaastma. Meirihlutinn hafi ekki áður þurft að kljást við vandamál í öndunarvegi. Fram kemur í umfjölluninni að flest starfsfólk veigri sér við að vekja athygli á einkennum sínum, af ótta við að missa vinnuna. Hann segist hafa mælt með því við sína sjúklinga að þeir hætti alfarið störfum í geiranum. Segjast hafa gert ráðstafanir NRK heftur eftir Harald Larssen framkvæmdastjóra vinnslustöðvarinnar Leroy Midt að fyrirtækið tjái sig ekki um starfsmannamál. Hann bendir á að astmi tengdur vinnu sé víðtækt vandamál í fleiri geirum og bendir hann á bakarí og hárgreiðslustofur sem dæmi. Hann segir fyrirtækið hafa gert margt til þess að bæta skilyrðin í eldislaxavinnslu sinni í Hitra, meðal annars með nýju loftæstikerfi. Þá segja forsvarsmenn annarra norskra eldislaxafyrirtækja líkt og SalMar og MOWI að velferð starfsfólks sé þeim efst í huga, gripið hafi verið til ráðstafana sem sporna eigi við slíkum öndunarfærasýkingum í nýjum húsakynnum. NRK hefur eftir lækninum Fagernæs að hann sé óviss um að staða starfsfólks sé betri. Hann segir fjölda tilvika vera þann sama í dag og hann var fyrir fjórum, fimm árum.
Lax Noregur Fiskeldi Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent