Ný tegund svika Heiðrún Jónsdóttir skrifar 3. október 2024 08:01 Glæpahringir sem herja á fólk til að komast yfir aðgangsorð að heimabanka og kortaupplýsingum verða sífellt tæknilegri og aðferðir þeirra trúverðugri. Því gildir það sama um varnaðarorð og góða vísu – þau verða aldrei of oft kveðin. Borið hefur á því að undanförnu að svikarar hringi í fólk og hafi af þeim fé með ýmis konar blekkingum. Það nýjasta er að hringt er úr, að því virðist, íslenskum símanúmerum en svikararnir eru þó enskumælandi. Tilboð þeirra hljóma ansi oft of góð til að vera sönn, og þá er það einmitt málið, þau eru ekki sönn heldur svik. Algengt er að í símtölunum bjóði hinir enskumælandi fjársvikarar upp á fjárfestingatækifæri í rafmynt, eða tilkynni að sá eða sú sem hringt er í, eigi eignir í rafmynt. Þá er fólki boðið að fá greitt fyrir að vera milliliðir í fjárfestingum í rafmynt. Í einhverjum tilvikum hafa svikararnir fengið fólk til að hlaða niður forritum á borð AnyDesk, TeamViewer eða Iperius Remote á tækin sín sem veita svikurunum í kjölfarið fullan aðgang að tækjum viðkomandi. Fólki er því eindregið ráðið gegn því að verða við beiðnum um að sækja þessi forrit eða önnur fyrir snjallsíma eða tölvur. Þá hefur fólk verið platað til að gefa upp leyninúmer rafrænna skilríkja og þannig komast svikahrapparnir inn á heimabanka og geta tæmt reikninga og misnotað kreditkort. Svikarar hafa einnig notað greiðslukortaupplýsingar til að kaupa rafmynt í rafmyntakauphöllum. Með þessu eru fjármunir tapaðir og fólk situr uppi með sárt ennið. Hér eru nokkur varnaðarorð sem eiga við nú sem endranær: Aldrei gefa upp lykilorð inn á rafræn skilríki né staðfesta eitthvað nema vera þess fullviss um hvað er verið að samþykkja. Aldrei samþykkja innskráningar eða aðgerðir í netbanka/appi s.s. millifærslur og kortafærslur nema vera þess fullviss að þú sért raunverulega að framkvæma þessar aðgerðir. Aldrei samþykkja að hlaða niður forritum eða fara inn á síður sem þið þekkið ekki. Það getur verið að þú sért að veita utanaðkomandi svikara fullan aðgang að símanum þínum. Aldrei gefa upp leyniorð eða kortaupplýsingar. Aldrei samþykkja að verða milliliðir í einhverjum fjármálagerningum sem þið þekkið ekki, jafnvel gegn greiðslu. Aldrei falla fyrir gylliboðum sem eru einfaldlega of góð til að vera sönn. Það eru allar líkur á því að það séu svik. Ef þú færð símtal sem er tortryggilegt, slíttu því hið snarasta. Heiðarleg tortryggni getur borgað sig. Svikarar geta verið afar sannfærandi. Hafðu strax samband við bankann þinn og lögreglu ef þú telur að þú hafir orðið fyrir svikum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Jónsdóttir Fjármál heimilisins Netöryggi Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Sjá meira
Glæpahringir sem herja á fólk til að komast yfir aðgangsorð að heimabanka og kortaupplýsingum verða sífellt tæknilegri og aðferðir þeirra trúverðugri. Því gildir það sama um varnaðarorð og góða vísu – þau verða aldrei of oft kveðin. Borið hefur á því að undanförnu að svikarar hringi í fólk og hafi af þeim fé með ýmis konar blekkingum. Það nýjasta er að hringt er úr, að því virðist, íslenskum símanúmerum en svikararnir eru þó enskumælandi. Tilboð þeirra hljóma ansi oft of góð til að vera sönn, og þá er það einmitt málið, þau eru ekki sönn heldur svik. Algengt er að í símtölunum bjóði hinir enskumælandi fjársvikarar upp á fjárfestingatækifæri í rafmynt, eða tilkynni að sá eða sú sem hringt er í, eigi eignir í rafmynt. Þá er fólki boðið að fá greitt fyrir að vera milliliðir í fjárfestingum í rafmynt. Í einhverjum tilvikum hafa svikararnir fengið fólk til að hlaða niður forritum á borð AnyDesk, TeamViewer eða Iperius Remote á tækin sín sem veita svikurunum í kjölfarið fullan aðgang að tækjum viðkomandi. Fólki er því eindregið ráðið gegn því að verða við beiðnum um að sækja þessi forrit eða önnur fyrir snjallsíma eða tölvur. Þá hefur fólk verið platað til að gefa upp leyninúmer rafrænna skilríkja og þannig komast svikahrapparnir inn á heimabanka og geta tæmt reikninga og misnotað kreditkort. Svikarar hafa einnig notað greiðslukortaupplýsingar til að kaupa rafmynt í rafmyntakauphöllum. Með þessu eru fjármunir tapaðir og fólk situr uppi með sárt ennið. Hér eru nokkur varnaðarorð sem eiga við nú sem endranær: Aldrei gefa upp lykilorð inn á rafræn skilríki né staðfesta eitthvað nema vera þess fullviss um hvað er verið að samþykkja. Aldrei samþykkja innskráningar eða aðgerðir í netbanka/appi s.s. millifærslur og kortafærslur nema vera þess fullviss að þú sért raunverulega að framkvæma þessar aðgerðir. Aldrei samþykkja að hlaða niður forritum eða fara inn á síður sem þið þekkið ekki. Það getur verið að þú sért að veita utanaðkomandi svikara fullan aðgang að símanum þínum. Aldrei gefa upp leyniorð eða kortaupplýsingar. Aldrei samþykkja að verða milliliðir í einhverjum fjármálagerningum sem þið þekkið ekki, jafnvel gegn greiðslu. Aldrei falla fyrir gylliboðum sem eru einfaldlega of góð til að vera sönn. Það eru allar líkur á því að það séu svik. Ef þú færð símtal sem er tortryggilegt, slíttu því hið snarasta. Heiðarleg tortryggni getur borgað sig. Svikarar geta verið afar sannfærandi. Hafðu strax samband við bankann þinn og lögreglu ef þú telur að þú hafir orðið fyrir svikum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun