Segir nákvæmlega ekkert að óttast við atkvæðagreiðsluna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. október 2024 16:39 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir talar fyrir því að íslensku krónunni verði lagt og allir spili eftir sömu leikreglum hér á landi, með evruna. Vísir/Vilhelm Formaður Viðreisnar segir þjóðina skulda unga fólkinu í landinu að fá tækifæri til að ákveða í þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði haldið áfram. Hún horfi til þess þegar Bretland yfirgaf Evrópusambandið í andstöðu við vilja ungs fólks í því samhengi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var viðmælandi Heimis Más Péturssonar í Samtalinu á Vísi. Þar bar Evrópusambandið á góma en flokkurinn vill að þjóðin fái tækifæri til að greiða atkvæði um hvort halda eigi áfram aðildarviðræðum. „Það sem við í Viðreisn höfum sagt ítrekað og það er ekki stórt skref er að við treystum þjóðinni, ekki þinginu, að þjóðin fái tækifæri til að kjósa um hvort við eigum að halda áfram,“ sagði Þorgerður Katrín. Verði niðurstaðan já þá fái þjóðin annað tækifæri til að greiða atkvæði um sambandsaðild. „Við myndum vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort við eigum að halda áfram.“ Horfir til Brexit Saga Íslands og aðildarviðræðna spannar hálfan annan áratug. Aðildarviðræður hófust í júlí 2010 í framhaldi af umsókn ári fyrr. Umsóknin var dregin til baka í mars 2015. Tilkynningin um endalok aðildarviðræðanna var ekki lögð í þjóðaratkvæðagreiðslu né var hún afgreidd af Alþingi. „Það eru alls konar einstaklingar, aðilar og sérhagsmunaðilar sem eru að segja okkur hvað fæst út úr aðildarviðræðunum. Við erum alltaf að rífast um bók sem aldrei hefur verið skrifuð. Fáum hana á hreint. Lefyum þjóðinni að ákveða,“ sagði Þorgerður Katrín. Þáttinn í heild má sjá að neðan. Hún segist horfa til þjóðaratkvæðisgreiðslunnar í Bretlandi um útgöngu úr Evrópusambandinu, Brexit. „Þar sem var með naumindum fellt að vera áfram í Evrópusambandinu. Unga fólkið 25 ára og yngri, 75 prósent þeirra sem greiddu atkvæði vildu vera áfram í Evrópusambandinu,“ sagði Þorgerður Katrín. Það væri hvorki hennar né annarra að taka ákvörðun um valfrelsi unga fólksins um eigin framtíð. Helst þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir kosningar „Mér finnst að við skuldum unga fólkinu ekki síst að fá þetta tækifæri, að sjá hvað býðst,“ sagði Þorgerður Katrín. Vísaði hún til þess að þjóðin myndi á endanum kjósa aftur um aðild að Evrópusambandinu miðað við þann samning sem væri í boði. „Leyfa fyrst að fara í þessa atkvæðagreiðslu, það á enginn að vera hræddur við hana, spyrja hvort við eigum að halda áfram.“ Hún vildi helst fara í slíka atkvæðagreiðslu fyrir næstu kosningar því niðurstaðan muni skipta miklu máli fyrir næstu ríkisstjórn. Í hvaða umhverfi hún starfi. Hún sé þó meðvituð að það séu nokkrir draumórar að af því verði. „Þetta er hjartans mál fyrir okkur að þjóðin fái að velja og ekki síst að unga fólkið fái að hafa um það að segja hvernig þeirra framtíð á að vera.“ Samtalið Viðreisn Alþingi Evrópusambandið Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var viðmælandi Heimis Más Péturssonar í Samtalinu á Vísi. Þar bar Evrópusambandið á góma en flokkurinn vill að þjóðin fái tækifæri til að greiða atkvæði um hvort halda eigi áfram aðildarviðræðum. „Það sem við í Viðreisn höfum sagt ítrekað og það er ekki stórt skref er að við treystum þjóðinni, ekki þinginu, að þjóðin fái tækifæri til að kjósa um hvort við eigum að halda áfram,“ sagði Þorgerður Katrín. Verði niðurstaðan já þá fái þjóðin annað tækifæri til að greiða atkvæði um sambandsaðild. „Við myndum vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort við eigum að halda áfram.“ Horfir til Brexit Saga Íslands og aðildarviðræðna spannar hálfan annan áratug. Aðildarviðræður hófust í júlí 2010 í framhaldi af umsókn ári fyrr. Umsóknin var dregin til baka í mars 2015. Tilkynningin um endalok aðildarviðræðanna var ekki lögð í þjóðaratkvæðagreiðslu né var hún afgreidd af Alþingi. „Það eru alls konar einstaklingar, aðilar og sérhagsmunaðilar sem eru að segja okkur hvað fæst út úr aðildarviðræðunum. Við erum alltaf að rífast um bók sem aldrei hefur verið skrifuð. Fáum hana á hreint. Lefyum þjóðinni að ákveða,“ sagði Þorgerður Katrín. Þáttinn í heild má sjá að neðan. Hún segist horfa til þjóðaratkvæðisgreiðslunnar í Bretlandi um útgöngu úr Evrópusambandinu, Brexit. „Þar sem var með naumindum fellt að vera áfram í Evrópusambandinu. Unga fólkið 25 ára og yngri, 75 prósent þeirra sem greiddu atkvæði vildu vera áfram í Evrópusambandinu,“ sagði Þorgerður Katrín. Það væri hvorki hennar né annarra að taka ákvörðun um valfrelsi unga fólksins um eigin framtíð. Helst þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir kosningar „Mér finnst að við skuldum unga fólkinu ekki síst að fá þetta tækifæri, að sjá hvað býðst,“ sagði Þorgerður Katrín. Vísaði hún til þess að þjóðin myndi á endanum kjósa aftur um aðild að Evrópusambandinu miðað við þann samning sem væri í boði. „Leyfa fyrst að fara í þessa atkvæðagreiðslu, það á enginn að vera hræddur við hana, spyrja hvort við eigum að halda áfram.“ Hún vildi helst fara í slíka atkvæðagreiðslu fyrir næstu kosningar því niðurstaðan muni skipta miklu máli fyrir næstu ríkisstjórn. Í hvaða umhverfi hún starfi. Hún sé þó meðvituð að það séu nokkrir draumórar að af því verði. „Þetta er hjartans mál fyrir okkur að þjóðin fái að velja og ekki síst að unga fólkið fái að hafa um það að segja hvernig þeirra framtíð á að vera.“
Samtalið Viðreisn Alþingi Evrópusambandið Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira