Sýknaðir af alvarlegustu ákærunum vegna dauða Nichols Samúel Karl Ólason skrifar 4. október 2024 10:07 Ben Crump, lögmaður fjölskyldu Nichols við hlið RowVaughn Wells, móður hans, og Rodney Wells, tengdaföður. AP/George Walker IV Þrír fyrrverandi lögregluþjónar í Memphis í Bandaríkjunum voru sýknaðir af alvarlegustu ákærunum vegna dauða Tyre Nichols. Þeir voru þó sakfelldir fyrir að hafa áhrif á vitni í málinu og einn þeirra var sakfelldur fyrir að brjóta á réttindum Nichols. Réttarhöldin höfðu staðið yfir í um þrjár vikur og tók það kviðdómendur sex klukkustundir að komast að niðurstöðu. Dómsuppkvaðning á að fara fram á næsta ári en mennirnir standa frammi fyrir allt að tuttugu ára fangelsisvist vegna sakfellingarinnar fyrir að hafa áhrif á vitni. Fimm fyrrverandi lögregluþjónar voru ákærðir fyrir að valda dauða Tyre Nichols, sem var 29 ára gamall, eftir að þeir stöðvuðu hann í umferðinni þann 7. janúar í fyrra. Hann átti að hafa brotið umferðarlög en lögregluþjónar drógu hann út úr bílnum. Minnst einn þeirra hélt á byssu og annar skaut Nichols með rafmagnsbyssu. Þá reyndi hann að hlaupa heim til móður sinnar sem bjó í ekki hundrað metra fjarlægð. Nichols var stöðvaður og lögregluþjónarnir kýldu og spörkuðu ítrekað í hann á meðan hann lá í jörðinni og kallaði eftir aðstoð. Í kjölfar þess gerðu lögregluþjónarnir ekkert til að huga að Nichols einn þeirra tók myndir af honum. Hann var ekki fluttur á sjúkrahús fyrr en 27 mínútum eftir að sjúkraflutningamenn bar að garði. Nichols lést þremur dögum síðar á sjúkrahúsi. Mennirnir þrír, og tveir aðrir sem hafa játað sekt sína, standa enn frammi fyrir vægari ákærum, samkvæmt frétt New York Times. Sjá einnig: Lögregluþjónarnir lýsa yfir sakleysi NYT hefur eftir RowVaughn Wells, móður Nichols, að hún og fjölskylda hennar séu ánægð með að mennirnir hafi verið sakfelldir og þeir eigi skilið að fara í fangelsi. Wall Street Journal segir fjölskylduna hafa höfðað mál gegn Memphis og krefst hún 500 milljóna dala. Lögregluþjónarnir fimm tilheyrðu allir sérstöku teymi innan lögreglunnar í Memphis þar sem mikil áhersla var lögð á fjölda handtaka og haldlagninu á fíkniefnum. Réttarhöldin þykja hafa varpað ljósi á ofbeldismenningu innan lögreglunnar í Memphis, þar sem lögregluþjónar hafi hjálpað hvorum öðrum að hylma yfir ofbeldi þeirra. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Sjá meira
Réttarhöldin höfðu staðið yfir í um þrjár vikur og tók það kviðdómendur sex klukkustundir að komast að niðurstöðu. Dómsuppkvaðning á að fara fram á næsta ári en mennirnir standa frammi fyrir allt að tuttugu ára fangelsisvist vegna sakfellingarinnar fyrir að hafa áhrif á vitni. Fimm fyrrverandi lögregluþjónar voru ákærðir fyrir að valda dauða Tyre Nichols, sem var 29 ára gamall, eftir að þeir stöðvuðu hann í umferðinni þann 7. janúar í fyrra. Hann átti að hafa brotið umferðarlög en lögregluþjónar drógu hann út úr bílnum. Minnst einn þeirra hélt á byssu og annar skaut Nichols með rafmagnsbyssu. Þá reyndi hann að hlaupa heim til móður sinnar sem bjó í ekki hundrað metra fjarlægð. Nichols var stöðvaður og lögregluþjónarnir kýldu og spörkuðu ítrekað í hann á meðan hann lá í jörðinni og kallaði eftir aðstoð. Í kjölfar þess gerðu lögregluþjónarnir ekkert til að huga að Nichols einn þeirra tók myndir af honum. Hann var ekki fluttur á sjúkrahús fyrr en 27 mínútum eftir að sjúkraflutningamenn bar að garði. Nichols lést þremur dögum síðar á sjúkrahúsi. Mennirnir þrír, og tveir aðrir sem hafa játað sekt sína, standa enn frammi fyrir vægari ákærum, samkvæmt frétt New York Times. Sjá einnig: Lögregluþjónarnir lýsa yfir sakleysi NYT hefur eftir RowVaughn Wells, móður Nichols, að hún og fjölskylda hennar séu ánægð með að mennirnir hafi verið sakfelldir og þeir eigi skilið að fara í fangelsi. Wall Street Journal segir fjölskylduna hafa höfðað mál gegn Memphis og krefst hún 500 milljóna dala. Lögregluþjónarnir fimm tilheyrðu allir sérstöku teymi innan lögreglunnar í Memphis þar sem mikil áhersla var lögð á fjölda handtaka og haldlagninu á fíkniefnum. Réttarhöldin þykja hafa varpað ljósi á ofbeldismenningu innan lögreglunnar í Memphis, þar sem lögregluþjónar hafi hjálpað hvorum öðrum að hylma yfir ofbeldi þeirra.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Sjá meira