Orkan á Vestfjörðum Þorsteinn Másson skrifar 4. október 2024 14:31 Síðustu ár hafa verið góð fyrir vestfirskt samfélag en uppbygging í tengslum við fiskeldi, vöxtur Kerecis og fjölgun ferðamanna hafa stóraukið verðmætasköpun í fjórðungnum. Gera má ráð fyrir áframhaldandi vexti og fjárfestingu hjá Kerecis, Kalkþörungafélaginu, fiskeldinu og í sjávarútvegi. Á sama tíma hefur aðgengi að raforku ekki batnað en þrátt fyrir að umræða um orkumál hverfist að miklu leyti um hægagang og orkuskort má ekki gleyma því sem vel hefur gengið. Við vestfirðingar duttum aldeilis í ,,heita-pottinn” þegar töluverður jarðhiti fannst á Ísafirði eftir margra ára leit en þrautseigja Orkubús Vestfjarða og mikilvægur stuðningur frá Umhverfis -, orku og loftslagsráðuneytinu skilaði á endanum þessari góðu niðurstöðu. Ef allt gengur að óskum gæti orkan í ísfirska jarðhitanum jafnast á við 6-8 MW virkjun en tekið skal fram að enn er óvissa með endanlega orku sem hægt er að ná úr þessum jarðhita. Á Patreksfirði fannst einnig jarðhiti sem gæti nýst til húshitunar og víðar á Vestfjörðum er verið að skoða tækifæri til að nýta jarðhita til verðmætasköpunar. Það er virkilega ánægjulegt að sjá aukin stuðning við jarðhitaleit á síðustu árum um allt land sem á eftir að skila sér margfalt til baka eins og sýnir sig á Ísafirði. Og þrátt fyrir áskoranir í raforkumálum hafa vestfirsk fyrirtæki fjárfest í orkuskiptaverkefnum fyrir hundruði milljóna króna á síðustu árum. Þannig hafa þau skipt út þúsundum lítra af olíu fyrir íslenska raforku með dyggum stuðning úr Orkusjóði. Stuðningur Orkusjóðs er skilvirkasta leiðin til að raungera orkuskiptaverkefni en framlög í sjóðinn hafa verið aukin á síðustu árum. Þessi viðleitni vestfirskra fyrirtækja til að minnka olíunotkun og auka notkun á raforku sýnir enn betur þörfina á meiri orkuöflun og bættu flutningskerfi. Nýlega var samþykkt á Alþingi, heimild til að auka afl núverandi virkjanna án þess að þurfa að fara í gegnum ferli rammaáætlunar sem vonandi skilar sér í auknu framboði af orku á næstu árum. Áframhaldandi verðmætasköpun á grunni sjálfbærra orku er ein besta leiðin til að viðhalda lífsgæðum og auka velsæld. Það eru góðar fréttir fyrir okkur vestfirðinga sem getum auðveldlega borað eftir meira af heitu vatni og beislað vatnsafl því það er nóg orka á Vestfjörðum. Höfundur er framkvæmdastjóri Bláma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Ísafjarðarbær Jarðhiti Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Nýtt upphaf! Guðmundur Árni Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Síðustu ár hafa verið góð fyrir vestfirskt samfélag en uppbygging í tengslum við fiskeldi, vöxtur Kerecis og fjölgun ferðamanna hafa stóraukið verðmætasköpun í fjórðungnum. Gera má ráð fyrir áframhaldandi vexti og fjárfestingu hjá Kerecis, Kalkþörungafélaginu, fiskeldinu og í sjávarútvegi. Á sama tíma hefur aðgengi að raforku ekki batnað en þrátt fyrir að umræða um orkumál hverfist að miklu leyti um hægagang og orkuskort má ekki gleyma því sem vel hefur gengið. Við vestfirðingar duttum aldeilis í ,,heita-pottinn” þegar töluverður jarðhiti fannst á Ísafirði eftir margra ára leit en þrautseigja Orkubús Vestfjarða og mikilvægur stuðningur frá Umhverfis -, orku og loftslagsráðuneytinu skilaði á endanum þessari góðu niðurstöðu. Ef allt gengur að óskum gæti orkan í ísfirska jarðhitanum jafnast á við 6-8 MW virkjun en tekið skal fram að enn er óvissa með endanlega orku sem hægt er að ná úr þessum jarðhita. Á Patreksfirði fannst einnig jarðhiti sem gæti nýst til húshitunar og víðar á Vestfjörðum er verið að skoða tækifæri til að nýta jarðhita til verðmætasköpunar. Það er virkilega ánægjulegt að sjá aukin stuðning við jarðhitaleit á síðustu árum um allt land sem á eftir að skila sér margfalt til baka eins og sýnir sig á Ísafirði. Og þrátt fyrir áskoranir í raforkumálum hafa vestfirsk fyrirtæki fjárfest í orkuskiptaverkefnum fyrir hundruði milljóna króna á síðustu árum. Þannig hafa þau skipt út þúsundum lítra af olíu fyrir íslenska raforku með dyggum stuðning úr Orkusjóði. Stuðningur Orkusjóðs er skilvirkasta leiðin til að raungera orkuskiptaverkefni en framlög í sjóðinn hafa verið aukin á síðustu árum. Þessi viðleitni vestfirskra fyrirtækja til að minnka olíunotkun og auka notkun á raforku sýnir enn betur þörfina á meiri orkuöflun og bættu flutningskerfi. Nýlega var samþykkt á Alþingi, heimild til að auka afl núverandi virkjanna án þess að þurfa að fara í gegnum ferli rammaáætlunar sem vonandi skilar sér í auknu framboði af orku á næstu árum. Áframhaldandi verðmætasköpun á grunni sjálfbærra orku er ein besta leiðin til að viðhalda lífsgæðum og auka velsæld. Það eru góðar fréttir fyrir okkur vestfirðinga sem getum auðveldlega borað eftir meira af heitu vatni og beislað vatnsafl því það er nóg orka á Vestfjörðum. Höfundur er framkvæmdastjóri Bláma.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun