Lið Hildar yfir gegn meisturunum í hálfleik en töpuðu með sjö Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. október 2024 17:15 Hildur (til vinstri í efri röðinni) getur huggað sig við það að án hennar fékk liðið á sig fimm mörk á aðeins tuttugu mínútum. Madríd CFF Hildur Antonsdóttir og stöllur í Madríd CFF voru 1-0 yfir gegn Evrópu- og Spánarmeisturum Barcelona þegar flautað var til hálfleiks í leik liðanna í efstu deild kvenna í knattspyrnu fyrr í dag. Börsungar skoruðu átta mörk í síðari hálfleik. Íslenska landsliðskonan samdi við Madríd Club de Fútbol Femenino fyrir tímabilið og var í byrjunarliðinu þegar ógnarsterkt lið Barcelona kom í heimsókn. Allegra Poljak skoraði eina mark fyrri hálfleiks og voru heimakonur gríðarlega óvænt 1-0 yfir þegar síðari hálfleikur var flautaður á. ALLEGRAAAA ⚽😍🇷🇸#LigaF | #VamosMiMadrid 🤍🩷 https://t.co/9JsQEypf4C pic.twitter.com/QDath89vf2— Madrid CFF (@MadridCFF) October 5, 2024 Eftir það lá leiðin niður á við en Keira Walsh jafnaði metin á 49. mínútu. Tíu mínútum síðar hafði Ewa Pajor komið gestunum yfir eftir sendingu frá Wals og tveimur mínútum síðar var staðan orðin 1-3, hin 18 ára gamla Vicky López með markið. Hildur var svo tekin af velli þegar rétt rúmar tuttugu mínútur lifðu leiks en við það virtist allur botn falla úr leik heimaliðsins. Aðeins mínútu eftir að Hildur fékk sér sæti á bekknum kom Alexia Putellas gestunum 4-1 yfir. Walsh bætti svo við öðru marki sínu áður en Ingrid Syrstad Engen, Ona Batlle og Jana Fernández skoruðu allar, lokatölur 1-8. WOW 🤩 #MadridCFFBarça pic.twitter.com/GZLLarebQR— FC Barcelona Femení (@FCBfemeni) October 5, 2024 Þegar fimm umferðum er lokið í La Liga kvenna á Spáni er Barcelona með fullt hús stiga ásamt Real og Atlético Madríd. Lið Hildar situr í 9. sæti með sex stig eftir tvo sigra og þrjú töp. Í efstu deild Noregs skoraði Stefán Ingi Sigurðarson eina mark Sandefjord í 2-1 tapi gegn Kristiansund. Stefán Ingi og félagar eru því áfram í fallsæti, stigi á eftir Haugesund þegar 24 umferðir eru búnar. Í Sádi-Arabíu fékk Jóhann Berg Guðmundsson að kenna á Cristiano Ronaldo og Sadio Mané þegar lið hans Al Orubah tapaði 3-0 fyrir Al Nassr. Ronaldo skoraði fyrsta markið úr vítaspyrnu áður en hann lagði upp annað mark leiksins sem Mané skoraði. Senegalinn kláraði svo leikinn endanlega á 71. mínútu þegar hann bætti þriðja marki leiksins við. Jóhann Berg spilaði allan leikinn á miðju Al Orubah sem átti lítinn möguleika gegn stórstjörnum Al Nassr. Eftir tapið er Al Orubah enn með sjö stig, nú í 11. sæti. Fótbolti Spænski boltinn Norski boltinn Sádiarabíski boltinn Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti Fleiri fréttir Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Sjá meira
Íslenska landsliðskonan samdi við Madríd Club de Fútbol Femenino fyrir tímabilið og var í byrjunarliðinu þegar ógnarsterkt lið Barcelona kom í heimsókn. Allegra Poljak skoraði eina mark fyrri hálfleiks og voru heimakonur gríðarlega óvænt 1-0 yfir þegar síðari hálfleikur var flautaður á. ALLEGRAAAA ⚽😍🇷🇸#LigaF | #VamosMiMadrid 🤍🩷 https://t.co/9JsQEypf4C pic.twitter.com/QDath89vf2— Madrid CFF (@MadridCFF) October 5, 2024 Eftir það lá leiðin niður á við en Keira Walsh jafnaði metin á 49. mínútu. Tíu mínútum síðar hafði Ewa Pajor komið gestunum yfir eftir sendingu frá Wals og tveimur mínútum síðar var staðan orðin 1-3, hin 18 ára gamla Vicky López með markið. Hildur var svo tekin af velli þegar rétt rúmar tuttugu mínútur lifðu leiks en við það virtist allur botn falla úr leik heimaliðsins. Aðeins mínútu eftir að Hildur fékk sér sæti á bekknum kom Alexia Putellas gestunum 4-1 yfir. Walsh bætti svo við öðru marki sínu áður en Ingrid Syrstad Engen, Ona Batlle og Jana Fernández skoruðu allar, lokatölur 1-8. WOW 🤩 #MadridCFFBarça pic.twitter.com/GZLLarebQR— FC Barcelona Femení (@FCBfemeni) October 5, 2024 Þegar fimm umferðum er lokið í La Liga kvenna á Spáni er Barcelona með fullt hús stiga ásamt Real og Atlético Madríd. Lið Hildar situr í 9. sæti með sex stig eftir tvo sigra og þrjú töp. Í efstu deild Noregs skoraði Stefán Ingi Sigurðarson eina mark Sandefjord í 2-1 tapi gegn Kristiansund. Stefán Ingi og félagar eru því áfram í fallsæti, stigi á eftir Haugesund þegar 24 umferðir eru búnar. Í Sádi-Arabíu fékk Jóhann Berg Guðmundsson að kenna á Cristiano Ronaldo og Sadio Mané þegar lið hans Al Orubah tapaði 3-0 fyrir Al Nassr. Ronaldo skoraði fyrsta markið úr vítaspyrnu áður en hann lagði upp annað mark leiksins sem Mané skoraði. Senegalinn kláraði svo leikinn endanlega á 71. mínútu þegar hann bætti þriðja marki leiksins við. Jóhann Berg spilaði allan leikinn á miðju Al Orubah sem átti lítinn möguleika gegn stórstjörnum Al Nassr. Eftir tapið er Al Orubah enn með sjö stig, nú í 11. sæti.
Fótbolti Spænski boltinn Norski boltinn Sádiarabíski boltinn Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti Fleiri fréttir Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó