Ný Selfossbrú yfir Ölfusá – bruðl eða skynsemi? Tómas Ellert Tómasson skrifar 6. október 2024 16:02 Undanfarið hefur ný Selfossbrú yfir Ölfusá verið fréttaefni, ekki eingöngu vegna tafa, veggjalda eða vöntunar á ríkisábyrgð heldur vegna byggingarkostnaðar hennar. Fyrrum samgönguráðaherra ásamt samflokksmanni sínum, þingmanni Suðurkjördæmis riðu á vaðið með sameiginlegri grein í Morgunblaðinu í haustbyrjun sem bar yfirskriftina „Samgöngumál í ógöngum“ þar sem félagarnir fullyrða að bygging nýrrar brúar yfir Ölfusá sé dæmi um óráðsíu, bruðl og óþarfa flottheit. Þeir segja svo stagbrúnna sem ætlað er að reisa kosta a.m.k. 10 milljarða og að vel hægt sé að brúa ánna á þessum stað fyrir mun minna fé eða 3 til 3,5 milljarða króna og vísa til reynslumikla aðila máli sínu til stuðnings. Ölfusá, hættulegasta flóðá landsins Meðalrennsli Ölfusár er 384 m3/sek og reglulega koma flóð í þessa vatnsmestu og hættulegustu flóðaá landsins sem ná allt um eða yfir 2000 m3/sek rennsli. Mesta mælt rennsli í ánni mældist 2620 m3/sek, þann 29. febrúar 1968. Þegar flóð eru stærri en 1500 m3/sek flæðir áin yfir bakka sína. Mynd 1- Reiknuð og mæld hæstu flóð við vatnshæðarmæli 064 við Selfoss Vatnshæð við vatnshæðarmæli 064 við Selfoss neðan gömlu Ölfusárbrúar er við meðalrennsli 10 m.y.s. en við 1400 m3/sek rennsli er vatnshæðin 12,5 m.y.s., í báðum tilvikum helst áin í farvegi sínum. Í flóðinu 1968 þegar áin flæddi yfir bakka sína er áætlað að vatnshæð við mælinn hafi verið 13,74 m.y.s eða tæpum 4 metrum hærri en við meðalrennsli. Hve há vatnsstaðan verður við 3000 m3/sek ofsaflóð er ekki til nein spá sem ég veit um en ekki er ólíklegt að hún verði á bilinu 13,8-14,0 m.y.s við mælinn. Mögulegar brúartegundir Aðstæður til brúargerðar yfir Efri Laugardælaeyju eru um margt sérstakar. Hvítá/Ölfusá er hættulegasta flóðaá landsins með eða án jakaburðar, grundunaraðstæður eru mismunandi á vestri og eystri bakka hennar og hún er staðsett á virku jarðskjálftasvæði og líklegt þykir að hún þveri jarðskjálftasprungu. Brúin þarf því að standa hátt í landinu og standast jarðskjálfta stærri en Mw6,5. Heildarlengd brúarinnar er 330m og það er mögulegt að brúa ánna með einni eða tveim brúm vegna eyjunnar sem er mitt á milli bakkanna. Ýmsar mögulegar brúartegundir eru þekktar til að brúa slík höf sem um ræðir í tilviki nýrrar Selfossbrúar yfir Ölfusá, byggðar upp með steypu eða stáli. Þar má helst nefna hengibrýr, stagbrýr, bogabrýr, bitabrýr og grindarbrýr. Brýr með undirstöðum í árfarveginum koma lítt eða ekki til greina s.s. stöplabrýr með eða án jarðvegsfyllinga líkt og Borgarfjarðarbrú þar sem slík lausn myndi auka líkur á krapastíflum og einnig eru slíkar brýr ekki hentugar á jarðskjálftasvæðum. Samanburður á raunkostnaði mismunandi brúartegunda Árið 2013 kom fram rannsókn sem byggð var á reynslutölum kostnaðar fyrir mismunandi brúargerðir. Í rannsókninni voru teknar saman raunkostnaðartölur 300 brúa og þær bornar saman mtt. haflengda. Auk þess voru settar upp empíriskar jöfnur sem nota mætti til að auðvelda ákvarðanatöku um hvers konar brúargerð væri hagkvæmast að byggja eftir því hverjar haflengdir þeirra væru. Samkvæmt rannsóknarniðurstöðunum er hagkvæmasta tegund brúar með sömu haflengd og nýja Selfossbrúin yfir Ölfusá, stagbrú. Áætlaður kostnaður við gerð 330m stagbrúar liggur á bilinu 7-8 milljarðar króna að sögn Vegagerðarinnar. Ef við gerum ráð fyrir því að kostnaðurinn við stagbrúnna verði 8 milljarðar að þá má gera ráð fyrir því að tvær bogabrýr sem spanna hvor um sig (til einföldunar) 165m sé 10,6 milljarðar króna eða 33% dýrari lausn en ein 330m stagbrú. Val Vegagerðarinnar á stagbrú yfir Efri Laugardælaeyju er því eins og sjá má ekki byggð á óráðsíu og bruðli heldur skynsemi. Allt tal um montbrú, minnisvarða eða óþarfa flottheit eru því úr lausu lofti gripnar. Hér er eingöngu um að ræða skynsamlega og hagkvæma lausn sem vill bara svo til að verður stórglæsilegt kennileiti fyrir Selfossbæ og nágrenni um ókomna tíð. Tafla til glöggvunar: Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrv. bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Ölfus Ný Ölfusárbrú Árborg Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur ný Selfossbrú yfir Ölfusá verið fréttaefni, ekki eingöngu vegna tafa, veggjalda eða vöntunar á ríkisábyrgð heldur vegna byggingarkostnaðar hennar. Fyrrum samgönguráðaherra ásamt samflokksmanni sínum, þingmanni Suðurkjördæmis riðu á vaðið með sameiginlegri grein í Morgunblaðinu í haustbyrjun sem bar yfirskriftina „Samgöngumál í ógöngum“ þar sem félagarnir fullyrða að bygging nýrrar brúar yfir Ölfusá sé dæmi um óráðsíu, bruðl og óþarfa flottheit. Þeir segja svo stagbrúnna sem ætlað er að reisa kosta a.m.k. 10 milljarða og að vel hægt sé að brúa ánna á þessum stað fyrir mun minna fé eða 3 til 3,5 milljarða króna og vísa til reynslumikla aðila máli sínu til stuðnings. Ölfusá, hættulegasta flóðá landsins Meðalrennsli Ölfusár er 384 m3/sek og reglulega koma flóð í þessa vatnsmestu og hættulegustu flóðaá landsins sem ná allt um eða yfir 2000 m3/sek rennsli. Mesta mælt rennsli í ánni mældist 2620 m3/sek, þann 29. febrúar 1968. Þegar flóð eru stærri en 1500 m3/sek flæðir áin yfir bakka sína. Mynd 1- Reiknuð og mæld hæstu flóð við vatnshæðarmæli 064 við Selfoss Vatnshæð við vatnshæðarmæli 064 við Selfoss neðan gömlu Ölfusárbrúar er við meðalrennsli 10 m.y.s. en við 1400 m3/sek rennsli er vatnshæðin 12,5 m.y.s., í báðum tilvikum helst áin í farvegi sínum. Í flóðinu 1968 þegar áin flæddi yfir bakka sína er áætlað að vatnshæð við mælinn hafi verið 13,74 m.y.s eða tæpum 4 metrum hærri en við meðalrennsli. Hve há vatnsstaðan verður við 3000 m3/sek ofsaflóð er ekki til nein spá sem ég veit um en ekki er ólíklegt að hún verði á bilinu 13,8-14,0 m.y.s við mælinn. Mögulegar brúartegundir Aðstæður til brúargerðar yfir Efri Laugardælaeyju eru um margt sérstakar. Hvítá/Ölfusá er hættulegasta flóðaá landsins með eða án jakaburðar, grundunaraðstæður eru mismunandi á vestri og eystri bakka hennar og hún er staðsett á virku jarðskjálftasvæði og líklegt þykir að hún þveri jarðskjálftasprungu. Brúin þarf því að standa hátt í landinu og standast jarðskjálfta stærri en Mw6,5. Heildarlengd brúarinnar er 330m og það er mögulegt að brúa ánna með einni eða tveim brúm vegna eyjunnar sem er mitt á milli bakkanna. Ýmsar mögulegar brúartegundir eru þekktar til að brúa slík höf sem um ræðir í tilviki nýrrar Selfossbrúar yfir Ölfusá, byggðar upp með steypu eða stáli. Þar má helst nefna hengibrýr, stagbrýr, bogabrýr, bitabrýr og grindarbrýr. Brýr með undirstöðum í árfarveginum koma lítt eða ekki til greina s.s. stöplabrýr með eða án jarðvegsfyllinga líkt og Borgarfjarðarbrú þar sem slík lausn myndi auka líkur á krapastíflum og einnig eru slíkar brýr ekki hentugar á jarðskjálftasvæðum. Samanburður á raunkostnaði mismunandi brúartegunda Árið 2013 kom fram rannsókn sem byggð var á reynslutölum kostnaðar fyrir mismunandi brúargerðir. Í rannsókninni voru teknar saman raunkostnaðartölur 300 brúa og þær bornar saman mtt. haflengda. Auk þess voru settar upp empíriskar jöfnur sem nota mætti til að auðvelda ákvarðanatöku um hvers konar brúargerð væri hagkvæmast að byggja eftir því hverjar haflengdir þeirra væru. Samkvæmt rannsóknarniðurstöðunum er hagkvæmasta tegund brúar með sömu haflengd og nýja Selfossbrúin yfir Ölfusá, stagbrú. Áætlaður kostnaður við gerð 330m stagbrúar liggur á bilinu 7-8 milljarðar króna að sögn Vegagerðarinnar. Ef við gerum ráð fyrir því að kostnaðurinn við stagbrúnna verði 8 milljarðar að þá má gera ráð fyrir því að tvær bogabrýr sem spanna hvor um sig (til einföldunar) 165m sé 10,6 milljarðar króna eða 33% dýrari lausn en ein 330m stagbrú. Val Vegagerðarinnar á stagbrú yfir Efri Laugardælaeyju er því eins og sjá má ekki byggð á óráðsíu og bruðli heldur skynsemi. Allt tal um montbrú, minnisvarða eða óþarfa flottheit eru því úr lausu lofti gripnar. Hér er eingöngu um að ræða skynsamlega og hagkvæma lausn sem vill bara svo til að verður stórglæsilegt kennileiti fyrir Selfossbæ og nágrenni um ókomna tíð. Tafla til glöggvunar: Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrv. bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun