Vilja Grafarvogsbúar þéttingu meirihlutans í Reykjavík? Diljá Mist Einarsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson skrifa 7. október 2024 08:01 Meirihlutinn í Reykjavíkurborg hefur kynnt áform um þéttingu byggðar í Grafarvogi. Áformin fela í sér að 500 íbúðir muni rísa þar á næstu árum, en fyrirvari er þó gerður um íbúasamráð og athugasemdir frá nærumhverfi. Fjölmargir íbúar Grafarvogs hafa lýst miklum áhyggjum af þessum áformum og hafa hrundið af stað undirskriftasöfnun. Meðal áhyggja íbúa eru að þéttingin muni skerða aðgang að útivistarsvæðum og þrengi að starfsemi skóla í hverfinu. Þá hafa íbúar lýst áhyggjum af aukinni umferð og áformin falli ekki að byggð sem þegar er til staðar í hverfinu. Skilningsleysi meirihlutans gagnvart úthverfum borgarinnar hefur einkennt stjórnarfar hans. Það getur skaðað lífsgæði íbúanna verulega þegar ákvarðanatakan er í höndum fólks sem þekkir þessi samfélög ekki. Mikilvægt er að virkt samtal og samráð verði við Grafarvogsbúa um byggingaráformin í þessu rótgróna hverfi sem hefur svipaðan íbúafjölda og Akureyrarbær. Undirrituð hafa búið í Grafarvogi í áratugi og þekkja því hverfið mjög vel. Þótt þétting byggðar, þetta aðalstefnumál meirihlutans, geti átt rétt á sér við ákveðnar aðstæður, er mikilvægt að hún eigi sér ekki stað nema í fullu samráði og sátt við íbúana hverfanna sem um ræðir. Áhyggjur okkar snúa að því að þeir sem stýri borginni skilji ekki að fólk búi í Grafarvogi sem flutti þangað einmitt vegna gerðar og gæða hverfisins. Tæplega var það nálægðin við miðbæinn sem heillaði, en grænu svæðin í Grafarvogi spila á hinn bóginn klárlega stórt hlutverk. Við þurfum að standa vörð um græn svæði borgarinnar og þau mega ekki víkja fyrir yfirgengilegum þéttingaráformum um alla borg. En víða í borginni rísa nú gróðurlitlir steinsteypuskógar. Hver verður dómur framtíðarinnar um þá? Sömu sögu má segja um byggingaráform á Keldum. Þar vill meirihlutinn í borgarstjórn reisa byggð í hróplegu ósamræmi við Grafarvogshverfið sem myndi nær tvöfalda íbúafjöldann á mjög litlu svæði ef áformin ganga eftir. Þar á sömuleiðis að ganga freklega á græn svæði og náttúruminjar sem þar eru fyrir. Við höfum viðrað þessar áhyggjur Grafarvogsbúa við borgaryfirvöld og á vettvangi þingsins og munum halda áfram að gæta hagsmuna hverfisins okkar. Við stjórnmálamenn og hugmyndir okkar erum nefnilega til fyrir fólkið og íbúana, ekki öfugt. Höfundar eru báðir íbúar í Grafarvogi, annar er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og hinn er orku- og loftslagsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skipulag Sveitarstjórnarmál Diljá Mist Einarsdóttir Guðlaugur Þór Þórðarson Borgarstjórn Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Meirihlutinn í Reykjavíkurborg hefur kynnt áform um þéttingu byggðar í Grafarvogi. Áformin fela í sér að 500 íbúðir muni rísa þar á næstu árum, en fyrirvari er þó gerður um íbúasamráð og athugasemdir frá nærumhverfi. Fjölmargir íbúar Grafarvogs hafa lýst miklum áhyggjum af þessum áformum og hafa hrundið af stað undirskriftasöfnun. Meðal áhyggja íbúa eru að þéttingin muni skerða aðgang að útivistarsvæðum og þrengi að starfsemi skóla í hverfinu. Þá hafa íbúar lýst áhyggjum af aukinni umferð og áformin falli ekki að byggð sem þegar er til staðar í hverfinu. Skilningsleysi meirihlutans gagnvart úthverfum borgarinnar hefur einkennt stjórnarfar hans. Það getur skaðað lífsgæði íbúanna verulega þegar ákvarðanatakan er í höndum fólks sem þekkir þessi samfélög ekki. Mikilvægt er að virkt samtal og samráð verði við Grafarvogsbúa um byggingaráformin í þessu rótgróna hverfi sem hefur svipaðan íbúafjölda og Akureyrarbær. Undirrituð hafa búið í Grafarvogi í áratugi og þekkja því hverfið mjög vel. Þótt þétting byggðar, þetta aðalstefnumál meirihlutans, geti átt rétt á sér við ákveðnar aðstæður, er mikilvægt að hún eigi sér ekki stað nema í fullu samráði og sátt við íbúana hverfanna sem um ræðir. Áhyggjur okkar snúa að því að þeir sem stýri borginni skilji ekki að fólk búi í Grafarvogi sem flutti þangað einmitt vegna gerðar og gæða hverfisins. Tæplega var það nálægðin við miðbæinn sem heillaði, en grænu svæðin í Grafarvogi spila á hinn bóginn klárlega stórt hlutverk. Við þurfum að standa vörð um græn svæði borgarinnar og þau mega ekki víkja fyrir yfirgengilegum þéttingaráformum um alla borg. En víða í borginni rísa nú gróðurlitlir steinsteypuskógar. Hver verður dómur framtíðarinnar um þá? Sömu sögu má segja um byggingaráform á Keldum. Þar vill meirihlutinn í borgarstjórn reisa byggð í hróplegu ósamræmi við Grafarvogshverfið sem myndi nær tvöfalda íbúafjöldann á mjög litlu svæði ef áformin ganga eftir. Þar á sömuleiðis að ganga freklega á græn svæði og náttúruminjar sem þar eru fyrir. Við höfum viðrað þessar áhyggjur Grafarvogsbúa við borgaryfirvöld og á vettvangi þingsins og munum halda áfram að gæta hagsmuna hverfisins okkar. Við stjórnmálamenn og hugmyndir okkar erum nefnilega til fyrir fólkið og íbúana, ekki öfugt. Höfundar eru báðir íbúar í Grafarvogi, annar er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og hinn er orku- og loftslagsráðherra.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun