Úmbarassa-sa Sævar Helgi Lárusson skrifar 7. október 2024 08:33 Nú er úti norðanvindur nú er hvítur Esjutindur ef ég þyrfti út í bíltúr þá er umferdin.is vefurinn elsku besti vinurinn Jæja góðir landsmenn, þá er vetur konungur handan hornsins. Þá veður verða válynd. Sumir myndu nú kannski halda því fram að hann hafi aldrei almennilega vikið fyrir sumrinu síðastliðið vor, en látum það liggja milli hluta. Við hjá Vegagerðinni erum á fullu þessa dagana að skipuleggja komandi vetrarþjónustuvertíð, festa snjóruðningstennur á vörubílana og hífa saltkassana á. Þetta eru tæki, sem vegfarendur ættu að sýna óttablandna virðingu. Þau geta verið illvíg í áflogum, og ljóst hver tapar ef til áreksturs kemur. Gefum þeim gott pláss til að athafna sig. Dólum bara á eftir tækinu á nýruddum veginum frekar en að reyna áhættusaman framúrakstur. Munum bara að hafa gott bil. Stjórnun þessara vetrarþjónustækja er bæði flókin og útsýnið oft takmarkað, bæði vegna stærðar tækjanna og snjókófs sem oft myndast þegar verið er að ryðja vegina. Það vill líka svo til, að þegar þau fara á stjá, eru akstursaðstæður yfirleitt slæmar eða við það að verða slæmar. Við sem hér á landi búum og dveljum þurfum að lifa með því veðri sem almættið velur fyrir okkur, og það skiptir ört um skoðun. Mig langar að minna á nokkur góð atriði sem mikilvægt er að hafa í huga þegar ferðast er um vegi landsins að vetri til. Fylgjumst vel með veðurspá og veðurathugunum. Búum okkur vel, verum á góðum dekkjum sem henta aðstæðum hverju sinni. Hægjum á okkur. Veitum snjóruðningstækjum svigrúm til athafna. Betra er að fresta för einu sinni of oft en að vaða út í vondar aðstæður. Síðast en ekki síst leitið upplýsinga á umferdin.is eða í síma 1777 áður en lagt er í hann. Eflaust má lengi bæta þennan lista, en það er von mín að allir setji öryggið á oddinn í vetur og við sem sinnum vetrarþjónustu komumst klakklaust frá verki. Því miður eru óhöpp og slys nokkuð tíð í tengslum við þessa þjónustu enda vandasamt verk að halda vegum opnum og öruggum í stormasömu landi. Góð samvinna allra vegfarenda er forsenda öruggra samgangna. Ljúkum þessu á ljúfum línum skáldsins og raulum með. Þarna sé ég hálkublettÞá vetrardekkin undir setAnnars get ég bílinn klesstog runnið milli akreinaSkilurðu hvað ég meina? Höfundur er öryggisstjóri Vegagerðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umferð Samgöngur Vegagerð Veður Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
Nú er úti norðanvindur nú er hvítur Esjutindur ef ég þyrfti út í bíltúr þá er umferdin.is vefurinn elsku besti vinurinn Jæja góðir landsmenn, þá er vetur konungur handan hornsins. Þá veður verða válynd. Sumir myndu nú kannski halda því fram að hann hafi aldrei almennilega vikið fyrir sumrinu síðastliðið vor, en látum það liggja milli hluta. Við hjá Vegagerðinni erum á fullu þessa dagana að skipuleggja komandi vetrarþjónustuvertíð, festa snjóruðningstennur á vörubílana og hífa saltkassana á. Þetta eru tæki, sem vegfarendur ættu að sýna óttablandna virðingu. Þau geta verið illvíg í áflogum, og ljóst hver tapar ef til áreksturs kemur. Gefum þeim gott pláss til að athafna sig. Dólum bara á eftir tækinu á nýruddum veginum frekar en að reyna áhættusaman framúrakstur. Munum bara að hafa gott bil. Stjórnun þessara vetrarþjónustækja er bæði flókin og útsýnið oft takmarkað, bæði vegna stærðar tækjanna og snjókófs sem oft myndast þegar verið er að ryðja vegina. Það vill líka svo til, að þegar þau fara á stjá, eru akstursaðstæður yfirleitt slæmar eða við það að verða slæmar. Við sem hér á landi búum og dveljum þurfum að lifa með því veðri sem almættið velur fyrir okkur, og það skiptir ört um skoðun. Mig langar að minna á nokkur góð atriði sem mikilvægt er að hafa í huga þegar ferðast er um vegi landsins að vetri til. Fylgjumst vel með veðurspá og veðurathugunum. Búum okkur vel, verum á góðum dekkjum sem henta aðstæðum hverju sinni. Hægjum á okkur. Veitum snjóruðningstækjum svigrúm til athafna. Betra er að fresta för einu sinni of oft en að vaða út í vondar aðstæður. Síðast en ekki síst leitið upplýsinga á umferdin.is eða í síma 1777 áður en lagt er í hann. Eflaust má lengi bæta þennan lista, en það er von mín að allir setji öryggið á oddinn í vetur og við sem sinnum vetrarþjónustu komumst klakklaust frá verki. Því miður eru óhöpp og slys nokkuð tíð í tengslum við þessa þjónustu enda vandasamt verk að halda vegum opnum og öruggum í stormasömu landi. Góð samvinna allra vegfarenda er forsenda öruggra samgangna. Ljúkum þessu á ljúfum línum skáldsins og raulum með. Þarna sé ég hálkublettÞá vetrardekkin undir setAnnars get ég bílinn klesstog runnið milli akreinaSkilurðu hvað ég meina? Höfundur er öryggisstjóri Vegagerðarinnar.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun