Sögulegt augnablik James feðga: „Mun aldrei gleyma þessu“ Aron Guðmundsson skrifar 7. október 2024 10:30 Lebron James setti upp hindrun fyrir son sinn Bronny sem hlóð í þrigga stiga tilraun gegn Phoenix Suns. Vísir/Getty LeBron James og Bronny James urðu fyrstir feðga til að spila saman í leik undir merkjum NBA deildarinnar þegar að þeir léku saman í fyrri hálfleik í leik Los Angeles Lakers og Phoenix Suns á undirbúningstímabilinu fyrir komandi tímabil í NBA deildinni. Feðgarnir spiluðu rúmlega fjórar mínútur saman í öðrum leikhluta en sá eldri er einn allra besti körfuboltamaðurinn sem hefur spilað í NBA deildinni frá upphafi á meðan að Bronny var valinn af Los Angeles Lakers í síðasta nýliðavali. „Það er mjög flott fyrir okkur báða, og sérstaklega fyrir fjölskylduna okkar,“ sagði LeBron í viðtali eftir leikinn. „Augnablik sem ég mun aldrei gleyma.“ Og eins og stundin hafi ekki verið nógu eftirminnnileg fyrir þá verður hún enn eftirminnilegri fyrir Bronny sem fagnaði 20 ára afmæli sínu á leikdeginum. Draumur að rætast. Draumur sem Bronny hefur hugsað lengi um. Bronny James kom inn á leikinn sem varamaður í öðrum leikhluta og hafði fengið að vita það frá þjálfara liðsins, JJ Redick áður en leikurinn byrjaði að hann myndi spila með föður sínum. „Ég var mjög spenntur fyrir þessu,“ sagði Bronny. LeBron James. Bronny James.The father-son duo share the court for the first time together! 👏 pic.twitter.com/93hC7k64gK— NBA (@NBA) October 7, 2024 Bronny er þó enn að læra hvernig henn eigi að haga sambandi sínu við föður sinn á vellinum. Lebron hefur brýnt það fyrir Bronny að kalla sig ekki „Pabba“ inn á vellinum. „Ég hugsa þó alltaf: ‚Þetta er pabbi minn!‘, því það er staðreynd,“ sagði Bronny. „En þegar ég er að spila, er hann bara liðsfélagi minn.“ Samspil feðganna í umræddum leik gegn Phoenix Suns bauð þó ekki upp á mikil tilþrif enda enn að spila sig saman. Bronny gerði tvö mistök á þessum fáu mínútum sínum inn á vellinum og LeBron sömuleiðis. Á einum tímapunkti fékk LeBron boltann og gaf hann á Bronny, setti síðan upp hindrun svo hann gæti hlaðið í þriggja stiga skot. Skot Bronny geigaði hins vegar. „Ég var virkilega að vona að þetta skot færi niður,“ sagði Redick, þjálfari Lakers eftir leik. „Það hefði verið flott augnablik. En ég er viss um að þeir munu eiga mörg augnablik saman.“ Bronny spilaði alls um níu mínútur í seinni hálfleiknum, en skoraði ekki í tapi Lakers, 118-114, gegn Suns. „Ég sagði bara við hann, ‚Haltu áfram að verða betri,‘“ sagði LeBron. „Hann er enn ungur. Vill halda áfram að þróast, og það er það eina sem skiptir máli. Svo í hverju augnabliki sem þú færð, haltu áfram að sækja til sigurs. Haltu áfram að læra af mistökum þínum og sæktu til sigurs.“ NBA Körfubolti Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Körfubolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Íslenski boltinn Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti Fleiri fréttir Óbærileg bið eftir kvöldinu Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Fyrsta tap Cavs síðan fjórða febrúar Martin stigahæstur í stórsigri Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Sjá meira
Feðgarnir spiluðu rúmlega fjórar mínútur saman í öðrum leikhluta en sá eldri er einn allra besti körfuboltamaðurinn sem hefur spilað í NBA deildinni frá upphafi á meðan að Bronny var valinn af Los Angeles Lakers í síðasta nýliðavali. „Það er mjög flott fyrir okkur báða, og sérstaklega fyrir fjölskylduna okkar,“ sagði LeBron í viðtali eftir leikinn. „Augnablik sem ég mun aldrei gleyma.“ Og eins og stundin hafi ekki verið nógu eftirminnnileg fyrir þá verður hún enn eftirminnilegri fyrir Bronny sem fagnaði 20 ára afmæli sínu á leikdeginum. Draumur að rætast. Draumur sem Bronny hefur hugsað lengi um. Bronny James kom inn á leikinn sem varamaður í öðrum leikhluta og hafði fengið að vita það frá þjálfara liðsins, JJ Redick áður en leikurinn byrjaði að hann myndi spila með föður sínum. „Ég var mjög spenntur fyrir þessu,“ sagði Bronny. LeBron James. Bronny James.The father-son duo share the court for the first time together! 👏 pic.twitter.com/93hC7k64gK— NBA (@NBA) October 7, 2024 Bronny er þó enn að læra hvernig henn eigi að haga sambandi sínu við föður sinn á vellinum. Lebron hefur brýnt það fyrir Bronny að kalla sig ekki „Pabba“ inn á vellinum. „Ég hugsa þó alltaf: ‚Þetta er pabbi minn!‘, því það er staðreynd,“ sagði Bronny. „En þegar ég er að spila, er hann bara liðsfélagi minn.“ Samspil feðganna í umræddum leik gegn Phoenix Suns bauð þó ekki upp á mikil tilþrif enda enn að spila sig saman. Bronny gerði tvö mistök á þessum fáu mínútum sínum inn á vellinum og LeBron sömuleiðis. Á einum tímapunkti fékk LeBron boltann og gaf hann á Bronny, setti síðan upp hindrun svo hann gæti hlaðið í þriggja stiga skot. Skot Bronny geigaði hins vegar. „Ég var virkilega að vona að þetta skot færi niður,“ sagði Redick, þjálfari Lakers eftir leik. „Það hefði verið flott augnablik. En ég er viss um að þeir munu eiga mörg augnablik saman.“ Bronny spilaði alls um níu mínútur í seinni hálfleiknum, en skoraði ekki í tapi Lakers, 118-114, gegn Suns. „Ég sagði bara við hann, ‚Haltu áfram að verða betri,‘“ sagði LeBron. „Hann er enn ungur. Vill halda áfram að þróast, og það er það eina sem skiptir máli. Svo í hverju augnabliki sem þú færð, haltu áfram að sækja til sigurs. Haltu áfram að læra af mistökum þínum og sæktu til sigurs.“
NBA Körfubolti Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Körfubolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Íslenski boltinn Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti Fleiri fréttir Óbærileg bið eftir kvöldinu Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Fyrsta tap Cavs síðan fjórða febrúar Martin stigahæstur í stórsigri Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Sjá meira