Engu um að kenna nema „handónýtu kerfi“ Atli Ísleifsson skrifar 8. október 2024 07:41 Hin tíu ára Kolfinna Eldey Sigurðardóttir var jarðsungin frá Grafarvogskirkju í gær. Vísir/Vilhelm Inga Dagný Ingadóttir, móðir hinnar tíu ára Kolfinnu Eldeyjar sem ráðinn var bani í síðasta mánuði, segir um að ræða hörmulegan og ófyrirsjáanlegan atburð sem ekki sé hægt að kenna neinu öðru um en „handónýtu kerfi“. „Kerfi sem kemur fram við fólk eins og það hafi ekki vit á því sjálft hvernig því líður, kerfi sem lítillækkar fólk sem leitar sér hjálpar og sendir það jafnvel fárveikt heim, þar sem það skaðar sjálft sig eða aðra.“ Hún segir að efla þurfi geðheilbrigðisþjónustu margfalt og tryggja að dauði Kolfinnu Eldeyjar verði ekki til einskis. Þetta er meðal þess sem Arna Ýrr Sigurðardóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju, hafði eftir Ingu Dagnýju í minningarorðum um Kolfinnu Eldey við útför hennar frá Grafarvogskirkju í gær. Arna Ýrr birti færslu á Facebook í gærkvöldi þar sem hún segir frá orðum móðurinnar. Kolfinna Eldey fannst látin skammt frá Krýsuvíkurvegi að kvöldi 15. september síðastliðinn og er faðir hennar í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa ráðið henni bana. Orð sem eiga erindi við alla Arna Ýrr segir í færslu sinni að dauði Kolfinnu Eldeyjar sé öllum harmdauði. „Við sem samfélag syrgjum og finnum til með öllum ástvinum hennar og við veltum fyrir okkur hvað við getum gert til að búa öllum börnum á Íslandi öruggt skjól,“ segir Arna Ýrr. Hún segir að Ingu Dagnýju, móður Kolfinnu, hafi fundist hluti minningarorðanna eiga erindi við þjóðina og að vonast sé til að þessi hörmulegi atburður verði til þess að vekja okkur öll sem samfélag til meðvitundar um að þurfi til að efla geðheilbrigðisþjónustu margfalt. Arna Ýrr Sigurðardóttir tók til starfa í Grafarvogskirkju í sumar.Þjóðkirkjan Dauði Kolfinnu verði ekki til einskis Arna Ýrr segir að nú bíði fjölskyldu Kolfinnu það verkefni að fóta sig í nýjum veruleika. Verkefni íslensks samfélags sé að læra af reynslunni og gera betur. Þar beri stjórnvöld mikla ábyrgð og skorar hún á að láta dauða Kolfinnu „ekki verða til einskis“. Presturinn vísar svo beint í minningarorðin um Kolfinnu. „Dauði Kolfinnu kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Kringumstæðurnar eru okkur algjörlega óskiljanlegar og munu líklega alltaf vera það, því það er sennilega mesta ráðgáta lífsins þegar foreldri sem elskar barnið sitt getur samt ekki verndað það fyrir sjálfu sér. Ég spurði Ingu Dagnýju, mömmu Kolfinnu, hvað hún myndi vilja að ég segði um þennan atburð. Hún sagði: Þetta var hörmulegur og ófyrirsjáanlegur atburður sem ekki er hægt að kenna neinu um nema handónýtu kerfi. Kerfi sem kemur fram við fólk eins og það hafi ekki vit á því sjálft hvernig því líður, kerfi sem lítillækkar fólk sem leitar sér hjálpar og sendir það jafnvel fárveikt heim, þar sem það skaðar sjálft sig eða aðra,“ segir Arna Ýrr. Kenndi öllum um hvað ást og kærleikur snýst Presturinn sagði það því miður allt of oft raunin, að fólk sem þarfnist aðstoðar komi að lokuðum dyrum. Við horfum upp á það æ oftar að fólk fái ekki þá aðstoð sem það þurfi, sérstaklega ekki fólk sem leiti aðstoðar hjá geðheilbrigðiskerfinu. „Við þurfum að fara að horfast í augu við það að geðsjúkdómar draga fólk til dauða alveg eins og krabbamein og hjartasjúkdómar, og við þurfum að aflétta skömminni sem liggur eins og mara yfir fólki með þessa sjúkdóma, og ekki síður eins og mara yfir aðstandendum. Og ef við viljum koma í veg fyrir fleiri voðaverk, þar sem saklaus börn láta lífið, eins og hefur nú gerst þrisvar á þessu eina ári, þá þurfum við sem samfélag að spýta í lófana, þrýsta á stjórnvöld um að efla verulega alla geðheilbrigðisþjónustu, sem og þjónustu við börn sem glíma við erfiðan vanda í skólakerfinu. Við hljótum öll að vera sammála um að þarna þarf að forgangsraða upp á nýtt, því að hvert mannslíf sem glatast vegna skorts á fjármagni og mannúð í geðheilbrigðiskerfinu er einu mannslífi of mikið. Kolfinna Eldey varð aðeins 10 ára gömul. Það er ekki löng ævi, en ef við mælum okkur við eilífðina, þá verður sá tími sem við fáum hér í heimi afstæður. Og það er hægt að lifa í stuttan tíma og hafa þannig áhrif á heiminn í kringum sig að hann verði betri en áður. Og það gerði Kolfinna. Hún kenndi öllum um hvað ást og kærleikur snýst. Hún var sólargeisli fjölskyldunnar, engillinn sem þau fengu að hafa í 10 ár,“ segir Arna Ýrr í færslu sinni á Facebook í gærkvöldi. Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Þjóðkirkjan Geðheilbrigði Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Fylgdu eftir ábendingum um aðkomu undirheimanna Lögregla fylgdi eftir ábendingum um að menn úr undirheimum hafi komið að andláti tíu ára stúlku sem fannst látin við Krýsuvíkurveg þann 15. september. Ekki er talið að nokkuð bendi til aðkomu annarra en föður stúlkunnar, sem grunaður er um að hafa ráðið henni bana. 7. október 2024 11:40 Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Konan er fundin Innlent Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Sjá meira
„Kerfi sem kemur fram við fólk eins og það hafi ekki vit á því sjálft hvernig því líður, kerfi sem lítillækkar fólk sem leitar sér hjálpar og sendir það jafnvel fárveikt heim, þar sem það skaðar sjálft sig eða aðra.“ Hún segir að efla þurfi geðheilbrigðisþjónustu margfalt og tryggja að dauði Kolfinnu Eldeyjar verði ekki til einskis. Þetta er meðal þess sem Arna Ýrr Sigurðardóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju, hafði eftir Ingu Dagnýju í minningarorðum um Kolfinnu Eldey við útför hennar frá Grafarvogskirkju í gær. Arna Ýrr birti færslu á Facebook í gærkvöldi þar sem hún segir frá orðum móðurinnar. Kolfinna Eldey fannst látin skammt frá Krýsuvíkurvegi að kvöldi 15. september síðastliðinn og er faðir hennar í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa ráðið henni bana. Orð sem eiga erindi við alla Arna Ýrr segir í færslu sinni að dauði Kolfinnu Eldeyjar sé öllum harmdauði. „Við sem samfélag syrgjum og finnum til með öllum ástvinum hennar og við veltum fyrir okkur hvað við getum gert til að búa öllum börnum á Íslandi öruggt skjól,“ segir Arna Ýrr. Hún segir að Ingu Dagnýju, móður Kolfinnu, hafi fundist hluti minningarorðanna eiga erindi við þjóðina og að vonast sé til að þessi hörmulegi atburður verði til þess að vekja okkur öll sem samfélag til meðvitundar um að þurfi til að efla geðheilbrigðisþjónustu margfalt. Arna Ýrr Sigurðardóttir tók til starfa í Grafarvogskirkju í sumar.Þjóðkirkjan Dauði Kolfinnu verði ekki til einskis Arna Ýrr segir að nú bíði fjölskyldu Kolfinnu það verkefni að fóta sig í nýjum veruleika. Verkefni íslensks samfélags sé að læra af reynslunni og gera betur. Þar beri stjórnvöld mikla ábyrgð og skorar hún á að láta dauða Kolfinnu „ekki verða til einskis“. Presturinn vísar svo beint í minningarorðin um Kolfinnu. „Dauði Kolfinnu kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Kringumstæðurnar eru okkur algjörlega óskiljanlegar og munu líklega alltaf vera það, því það er sennilega mesta ráðgáta lífsins þegar foreldri sem elskar barnið sitt getur samt ekki verndað það fyrir sjálfu sér. Ég spurði Ingu Dagnýju, mömmu Kolfinnu, hvað hún myndi vilja að ég segði um þennan atburð. Hún sagði: Þetta var hörmulegur og ófyrirsjáanlegur atburður sem ekki er hægt að kenna neinu um nema handónýtu kerfi. Kerfi sem kemur fram við fólk eins og það hafi ekki vit á því sjálft hvernig því líður, kerfi sem lítillækkar fólk sem leitar sér hjálpar og sendir það jafnvel fárveikt heim, þar sem það skaðar sjálft sig eða aðra,“ segir Arna Ýrr. Kenndi öllum um hvað ást og kærleikur snýst Presturinn sagði það því miður allt of oft raunin, að fólk sem þarfnist aðstoðar komi að lokuðum dyrum. Við horfum upp á það æ oftar að fólk fái ekki þá aðstoð sem það þurfi, sérstaklega ekki fólk sem leiti aðstoðar hjá geðheilbrigðiskerfinu. „Við þurfum að fara að horfast í augu við það að geðsjúkdómar draga fólk til dauða alveg eins og krabbamein og hjartasjúkdómar, og við þurfum að aflétta skömminni sem liggur eins og mara yfir fólki með þessa sjúkdóma, og ekki síður eins og mara yfir aðstandendum. Og ef við viljum koma í veg fyrir fleiri voðaverk, þar sem saklaus börn láta lífið, eins og hefur nú gerst þrisvar á þessu eina ári, þá þurfum við sem samfélag að spýta í lófana, þrýsta á stjórnvöld um að efla verulega alla geðheilbrigðisþjónustu, sem og þjónustu við börn sem glíma við erfiðan vanda í skólakerfinu. Við hljótum öll að vera sammála um að þarna þarf að forgangsraða upp á nýtt, því að hvert mannslíf sem glatast vegna skorts á fjármagni og mannúð í geðheilbrigðiskerfinu er einu mannslífi of mikið. Kolfinna Eldey varð aðeins 10 ára gömul. Það er ekki löng ævi, en ef við mælum okkur við eilífðina, þá verður sá tími sem við fáum hér í heimi afstæður. Og það er hægt að lifa í stuttan tíma og hafa þannig áhrif á heiminn í kringum sig að hann verði betri en áður. Og það gerði Kolfinna. Hún kenndi öllum um hvað ást og kærleikur snýst. Hún var sólargeisli fjölskyldunnar, engillinn sem þau fengu að hafa í 10 ár,“ segir Arna Ýrr í færslu sinni á Facebook í gærkvöldi.
Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Þjóðkirkjan Geðheilbrigði Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Fylgdu eftir ábendingum um aðkomu undirheimanna Lögregla fylgdi eftir ábendingum um að menn úr undirheimum hafi komið að andláti tíu ára stúlku sem fannst látin við Krýsuvíkurveg þann 15. september. Ekki er talið að nokkuð bendi til aðkomu annarra en föður stúlkunnar, sem grunaður er um að hafa ráðið henni bana. 7. október 2024 11:40 Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Konan er fundin Innlent Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Sjá meira
Fylgdu eftir ábendingum um aðkomu undirheimanna Lögregla fylgdi eftir ábendingum um að menn úr undirheimum hafi komið að andláti tíu ára stúlku sem fannst látin við Krýsuvíkurveg þann 15. september. Ekki er talið að nokkuð bendi til aðkomu annarra en föður stúlkunnar, sem grunaður er um að hafa ráðið henni bana. 7. október 2024 11:40