Jöfn tækifæri til menntunar Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar 8. október 2024 16:02 Menntun er einn af hornsteinum samfélagsins og okkar hlutverk er meðal annars að jafna stöðu einstaklinga til náms óháð búsetu. Þannig styrkjum við enn frekar tækifæri, velferð og lífsgæði fólks í heimabyggð og tækifæri til áframhaldandi búsetu. Það er óásættanlegt að árið 2024 séu landsmenn ekki í sömu stöðu þegar kemur að því að sækja sér háskólanám. Við Íslendingar búum í dreifðu landi þar sem fjarlægðir geta verið miklar og veðurskilyrði stundum erfið. Það skiptir miklu máli að menntakerfið sé í stakk búið að taka tillit til námsmanna, enda er tækni og þekking á slíkum aðstæðum til staðar. Því vil ég vekja athygli á þörfinni fyrir brýnar breytingar á fyrirkomulagi inntökuprófa til háskóla. Slíkar breyting eru ekki aðeins réttlætismál, heldur einnig lykill að því að tryggja jöfn tækifæri fyrir alla nemendur, óháð búsetu. Þarf próftaka einungis að vera í Reykjavík? Núverandi fyrirkomulag inntökuprófa til grunnnáms í læknisfræði, sjúkraþjálfunarfræði og tannlæknisfræði krefst þess að allir próftakar mæti til Reykjavíkur. Þetta getur sett þá nemendur sem búa utan höfuðborgarsvæðisins í flókna stöðu. Ferðakostnaður, gisting og annar tilfallandi kostnaður getur haft áhrif á nemendur og fjölskyldur þeirra. Þessi kostnaður er ekki aðeins fjárhagslegur heldur er þetta einnig spurning um jafnræði kynjanna, skuldbindingar og hvernig við verjum tíma okkar. En kostnaðurinn einn skapar ekki allar hindranirnar. Íslenskt veðurfar getur verið óútreiknanlegt og ferðalög á milli landshluta geta fallið niður sökum ófærðar. Eins og dæmi frá síðasta vori sýna þegar nemendur komust ekki að Austan þar sem flug var fellt niður vegna óveðurs. Mikil óvissa og óöryggi skapaðist hjá nemendum í tengslum við aflýsingu flugsins til Reykjavíkur. Þetta er ekki í fyrsta skiptið né það síðasta sem slíkar ófyrirséðar aðstæður koma upp. Það er óásættanlegt að nemendur verði af tækifærinu til próftöku vegna ófærðar í landi þar sem allra veðra er von, þegar lausnin eru til staðar svo að nemendur geti tekið þessi inntökupróf, í heimabyggð eða nálægt heimili. Tryggjum aðgengi Rafrænt prófakerfi, eins og Inspera, hefur m.a. verið tekið í notkun hjá Háskóla Íslands og og Háskólanum á Akureyri sem gerir mögulegt að bjóða próftöku á fleiri stöðum á landinu. Aðrar menntastofnanir hafa einnig lokið að innleiða sérstök kerfi sem bjóða upp á rafræna próftöku. Með slíkum tækifærum getum við skapað betra aðgengi að menntun fyrir nemendur um allt land. Það er bæði réttlætismál og samfélagslega hagkvæmt að nýta þessar tæknilausnir til að gera menntun aðgengilegri fyrir alla. Lausnirnar eru til. Við getum boðið upp á inntökupróf í grunnnámi læknisfræði, sjúkraþjálfunarfræði og tannlæknisfræði á fleiri stöðum en aðeins í Reykjavík. Staðir eins og m.a. Ísafjörður, Akureyri, Egilsstaðir og Hornafjörður hafa þegar reynslu af því að veita háskólaþjónustu og sjá um prófaumsýslu í samstarfi við Háskóla Íslands og aðrar háskólastofnanir. Með góðum undirbúningi og samvinnu við staðbundin þekkingarsetur sem uppfylla gæðakröfur, er hægt að tryggja að próftaka á þessum stöðum verði jöfn og örugg. Jöfn tækifæri eru arðbær fjárfesting Reikna má með að aukinn kostnaður fylgi því að bjóða upp á próftöku á fleiri stöðum, en sá kostnaður er nauðsynleg fjárfesting í jafnrétti til náms. Huga þarf að ýmsum þáttum eins og undirbúningi prófstaða, þjálfun starfsfólks til að sinna tækniaðstoð, og tryggja að búnaður og aðstaða sé til staðar. Þetta eru verkefni sem krefjast aukins kostnaðar og vinnu, en það er mikilvægt að við gerum það sem þarf til að tryggja að allir hafi jöfn tækifæri til að sækja háskólanám. Það er skylda okkar sem samfélag að tryggja jöfn tækifæri til menntunar fyrir alla, óháð búsetu. Með því að nýta tæknina og bjóða próftöku í heimabyggð stuðlum við ekki aðeins að jafnrétti heldur einnig að betri frammistöðu nemenda. Menntun er lykillinn að framtíðinni og það er á okkar ábyrgð að tryggja að allir hafi aðgang að þeim lykli, óháð því hvar þeir búa. Undirrituð er þingflokksformaður Framsóknar og fyrsti þingmaður Norðausturkjördæmis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Framsóknarflokkurinn Skóla- og menntamál Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Menntun er einn af hornsteinum samfélagsins og okkar hlutverk er meðal annars að jafna stöðu einstaklinga til náms óháð búsetu. Þannig styrkjum við enn frekar tækifæri, velferð og lífsgæði fólks í heimabyggð og tækifæri til áframhaldandi búsetu. Það er óásættanlegt að árið 2024 séu landsmenn ekki í sömu stöðu þegar kemur að því að sækja sér háskólanám. Við Íslendingar búum í dreifðu landi þar sem fjarlægðir geta verið miklar og veðurskilyrði stundum erfið. Það skiptir miklu máli að menntakerfið sé í stakk búið að taka tillit til námsmanna, enda er tækni og þekking á slíkum aðstæðum til staðar. Því vil ég vekja athygli á þörfinni fyrir brýnar breytingar á fyrirkomulagi inntökuprófa til háskóla. Slíkar breyting eru ekki aðeins réttlætismál, heldur einnig lykill að því að tryggja jöfn tækifæri fyrir alla nemendur, óháð búsetu. Þarf próftaka einungis að vera í Reykjavík? Núverandi fyrirkomulag inntökuprófa til grunnnáms í læknisfræði, sjúkraþjálfunarfræði og tannlæknisfræði krefst þess að allir próftakar mæti til Reykjavíkur. Þetta getur sett þá nemendur sem búa utan höfuðborgarsvæðisins í flókna stöðu. Ferðakostnaður, gisting og annar tilfallandi kostnaður getur haft áhrif á nemendur og fjölskyldur þeirra. Þessi kostnaður er ekki aðeins fjárhagslegur heldur er þetta einnig spurning um jafnræði kynjanna, skuldbindingar og hvernig við verjum tíma okkar. En kostnaðurinn einn skapar ekki allar hindranirnar. Íslenskt veðurfar getur verið óútreiknanlegt og ferðalög á milli landshluta geta fallið niður sökum ófærðar. Eins og dæmi frá síðasta vori sýna þegar nemendur komust ekki að Austan þar sem flug var fellt niður vegna óveðurs. Mikil óvissa og óöryggi skapaðist hjá nemendum í tengslum við aflýsingu flugsins til Reykjavíkur. Þetta er ekki í fyrsta skiptið né það síðasta sem slíkar ófyrirséðar aðstæður koma upp. Það er óásættanlegt að nemendur verði af tækifærinu til próftöku vegna ófærðar í landi þar sem allra veðra er von, þegar lausnin eru til staðar svo að nemendur geti tekið þessi inntökupróf, í heimabyggð eða nálægt heimili. Tryggjum aðgengi Rafrænt prófakerfi, eins og Inspera, hefur m.a. verið tekið í notkun hjá Háskóla Íslands og og Háskólanum á Akureyri sem gerir mögulegt að bjóða próftöku á fleiri stöðum á landinu. Aðrar menntastofnanir hafa einnig lokið að innleiða sérstök kerfi sem bjóða upp á rafræna próftöku. Með slíkum tækifærum getum við skapað betra aðgengi að menntun fyrir nemendur um allt land. Það er bæði réttlætismál og samfélagslega hagkvæmt að nýta þessar tæknilausnir til að gera menntun aðgengilegri fyrir alla. Lausnirnar eru til. Við getum boðið upp á inntökupróf í grunnnámi læknisfræði, sjúkraþjálfunarfræði og tannlæknisfræði á fleiri stöðum en aðeins í Reykjavík. Staðir eins og m.a. Ísafjörður, Akureyri, Egilsstaðir og Hornafjörður hafa þegar reynslu af því að veita háskólaþjónustu og sjá um prófaumsýslu í samstarfi við Háskóla Íslands og aðrar háskólastofnanir. Með góðum undirbúningi og samvinnu við staðbundin þekkingarsetur sem uppfylla gæðakröfur, er hægt að tryggja að próftaka á þessum stöðum verði jöfn og örugg. Jöfn tækifæri eru arðbær fjárfesting Reikna má með að aukinn kostnaður fylgi því að bjóða upp á próftöku á fleiri stöðum, en sá kostnaður er nauðsynleg fjárfesting í jafnrétti til náms. Huga þarf að ýmsum þáttum eins og undirbúningi prófstaða, þjálfun starfsfólks til að sinna tækniaðstoð, og tryggja að búnaður og aðstaða sé til staðar. Þetta eru verkefni sem krefjast aukins kostnaðar og vinnu, en það er mikilvægt að við gerum það sem þarf til að tryggja að allir hafi jöfn tækifæri til að sækja háskólanám. Það er skylda okkar sem samfélag að tryggja jöfn tækifæri til menntunar fyrir alla, óháð búsetu. Með því að nýta tæknina og bjóða próftöku í heimabyggð stuðlum við ekki aðeins að jafnrétti heldur einnig að betri frammistöðu nemenda. Menntun er lykillinn að framtíðinni og það er á okkar ábyrgð að tryggja að allir hafi aðgang að þeim lykli, óháð því hvar þeir búa. Undirrituð er þingflokksformaður Framsóknar og fyrsti þingmaður Norðausturkjördæmis
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun