Jöfn tækifæri til menntunar Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar 8. október 2024 16:02 Menntun er einn af hornsteinum samfélagsins og okkar hlutverk er meðal annars að jafna stöðu einstaklinga til náms óháð búsetu. Þannig styrkjum við enn frekar tækifæri, velferð og lífsgæði fólks í heimabyggð og tækifæri til áframhaldandi búsetu. Það er óásættanlegt að árið 2024 séu landsmenn ekki í sömu stöðu þegar kemur að því að sækja sér háskólanám. Við Íslendingar búum í dreifðu landi þar sem fjarlægðir geta verið miklar og veðurskilyrði stundum erfið. Það skiptir miklu máli að menntakerfið sé í stakk búið að taka tillit til námsmanna, enda er tækni og þekking á slíkum aðstæðum til staðar. Því vil ég vekja athygli á þörfinni fyrir brýnar breytingar á fyrirkomulagi inntökuprófa til háskóla. Slíkar breyting eru ekki aðeins réttlætismál, heldur einnig lykill að því að tryggja jöfn tækifæri fyrir alla nemendur, óháð búsetu. Þarf próftaka einungis að vera í Reykjavík? Núverandi fyrirkomulag inntökuprófa til grunnnáms í læknisfræði, sjúkraþjálfunarfræði og tannlæknisfræði krefst þess að allir próftakar mæti til Reykjavíkur. Þetta getur sett þá nemendur sem búa utan höfuðborgarsvæðisins í flókna stöðu. Ferðakostnaður, gisting og annar tilfallandi kostnaður getur haft áhrif á nemendur og fjölskyldur þeirra. Þessi kostnaður er ekki aðeins fjárhagslegur heldur er þetta einnig spurning um jafnræði kynjanna, skuldbindingar og hvernig við verjum tíma okkar. En kostnaðurinn einn skapar ekki allar hindranirnar. Íslenskt veðurfar getur verið óútreiknanlegt og ferðalög á milli landshluta geta fallið niður sökum ófærðar. Eins og dæmi frá síðasta vori sýna þegar nemendur komust ekki að Austan þar sem flug var fellt niður vegna óveðurs. Mikil óvissa og óöryggi skapaðist hjá nemendum í tengslum við aflýsingu flugsins til Reykjavíkur. Þetta er ekki í fyrsta skiptið né það síðasta sem slíkar ófyrirséðar aðstæður koma upp. Það er óásættanlegt að nemendur verði af tækifærinu til próftöku vegna ófærðar í landi þar sem allra veðra er von, þegar lausnin eru til staðar svo að nemendur geti tekið þessi inntökupróf, í heimabyggð eða nálægt heimili. Tryggjum aðgengi Rafrænt prófakerfi, eins og Inspera, hefur m.a. verið tekið í notkun hjá Háskóla Íslands og og Háskólanum á Akureyri sem gerir mögulegt að bjóða próftöku á fleiri stöðum á landinu. Aðrar menntastofnanir hafa einnig lokið að innleiða sérstök kerfi sem bjóða upp á rafræna próftöku. Með slíkum tækifærum getum við skapað betra aðgengi að menntun fyrir nemendur um allt land. Það er bæði réttlætismál og samfélagslega hagkvæmt að nýta þessar tæknilausnir til að gera menntun aðgengilegri fyrir alla. Lausnirnar eru til. Við getum boðið upp á inntökupróf í grunnnámi læknisfræði, sjúkraþjálfunarfræði og tannlæknisfræði á fleiri stöðum en aðeins í Reykjavík. Staðir eins og m.a. Ísafjörður, Akureyri, Egilsstaðir og Hornafjörður hafa þegar reynslu af því að veita háskólaþjónustu og sjá um prófaumsýslu í samstarfi við Háskóla Íslands og aðrar háskólastofnanir. Með góðum undirbúningi og samvinnu við staðbundin þekkingarsetur sem uppfylla gæðakröfur, er hægt að tryggja að próftaka á þessum stöðum verði jöfn og örugg. Jöfn tækifæri eru arðbær fjárfesting Reikna má með að aukinn kostnaður fylgi því að bjóða upp á próftöku á fleiri stöðum, en sá kostnaður er nauðsynleg fjárfesting í jafnrétti til náms. Huga þarf að ýmsum þáttum eins og undirbúningi prófstaða, þjálfun starfsfólks til að sinna tækniaðstoð, og tryggja að búnaður og aðstaða sé til staðar. Þetta eru verkefni sem krefjast aukins kostnaðar og vinnu, en það er mikilvægt að við gerum það sem þarf til að tryggja að allir hafi jöfn tækifæri til að sækja háskólanám. Það er skylda okkar sem samfélag að tryggja jöfn tækifæri til menntunar fyrir alla, óháð búsetu. Með því að nýta tæknina og bjóða próftöku í heimabyggð stuðlum við ekki aðeins að jafnrétti heldur einnig að betri frammistöðu nemenda. Menntun er lykillinn að framtíðinni og það er á okkar ábyrgð að tryggja að allir hafi aðgang að þeim lykli, óháð því hvar þeir búa. Undirrituð er þingflokksformaður Framsóknar og fyrsti þingmaður Norðausturkjördæmis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Framsóknarflokkurinn Skóla- og menntamál Mest lesið Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Menntun er einn af hornsteinum samfélagsins og okkar hlutverk er meðal annars að jafna stöðu einstaklinga til náms óháð búsetu. Þannig styrkjum við enn frekar tækifæri, velferð og lífsgæði fólks í heimabyggð og tækifæri til áframhaldandi búsetu. Það er óásættanlegt að árið 2024 séu landsmenn ekki í sömu stöðu þegar kemur að því að sækja sér háskólanám. Við Íslendingar búum í dreifðu landi þar sem fjarlægðir geta verið miklar og veðurskilyrði stundum erfið. Það skiptir miklu máli að menntakerfið sé í stakk búið að taka tillit til námsmanna, enda er tækni og þekking á slíkum aðstæðum til staðar. Því vil ég vekja athygli á þörfinni fyrir brýnar breytingar á fyrirkomulagi inntökuprófa til háskóla. Slíkar breyting eru ekki aðeins réttlætismál, heldur einnig lykill að því að tryggja jöfn tækifæri fyrir alla nemendur, óháð búsetu. Þarf próftaka einungis að vera í Reykjavík? Núverandi fyrirkomulag inntökuprófa til grunnnáms í læknisfræði, sjúkraþjálfunarfræði og tannlæknisfræði krefst þess að allir próftakar mæti til Reykjavíkur. Þetta getur sett þá nemendur sem búa utan höfuðborgarsvæðisins í flókna stöðu. Ferðakostnaður, gisting og annar tilfallandi kostnaður getur haft áhrif á nemendur og fjölskyldur þeirra. Þessi kostnaður er ekki aðeins fjárhagslegur heldur er þetta einnig spurning um jafnræði kynjanna, skuldbindingar og hvernig við verjum tíma okkar. En kostnaðurinn einn skapar ekki allar hindranirnar. Íslenskt veðurfar getur verið óútreiknanlegt og ferðalög á milli landshluta geta fallið niður sökum ófærðar. Eins og dæmi frá síðasta vori sýna þegar nemendur komust ekki að Austan þar sem flug var fellt niður vegna óveðurs. Mikil óvissa og óöryggi skapaðist hjá nemendum í tengslum við aflýsingu flugsins til Reykjavíkur. Þetta er ekki í fyrsta skiptið né það síðasta sem slíkar ófyrirséðar aðstæður koma upp. Það er óásættanlegt að nemendur verði af tækifærinu til próftöku vegna ófærðar í landi þar sem allra veðra er von, þegar lausnin eru til staðar svo að nemendur geti tekið þessi inntökupróf, í heimabyggð eða nálægt heimili. Tryggjum aðgengi Rafrænt prófakerfi, eins og Inspera, hefur m.a. verið tekið í notkun hjá Háskóla Íslands og og Háskólanum á Akureyri sem gerir mögulegt að bjóða próftöku á fleiri stöðum á landinu. Aðrar menntastofnanir hafa einnig lokið að innleiða sérstök kerfi sem bjóða upp á rafræna próftöku. Með slíkum tækifærum getum við skapað betra aðgengi að menntun fyrir nemendur um allt land. Það er bæði réttlætismál og samfélagslega hagkvæmt að nýta þessar tæknilausnir til að gera menntun aðgengilegri fyrir alla. Lausnirnar eru til. Við getum boðið upp á inntökupróf í grunnnámi læknisfræði, sjúkraþjálfunarfræði og tannlæknisfræði á fleiri stöðum en aðeins í Reykjavík. Staðir eins og m.a. Ísafjörður, Akureyri, Egilsstaðir og Hornafjörður hafa þegar reynslu af því að veita háskólaþjónustu og sjá um prófaumsýslu í samstarfi við Háskóla Íslands og aðrar háskólastofnanir. Með góðum undirbúningi og samvinnu við staðbundin þekkingarsetur sem uppfylla gæðakröfur, er hægt að tryggja að próftaka á þessum stöðum verði jöfn og örugg. Jöfn tækifæri eru arðbær fjárfesting Reikna má með að aukinn kostnaður fylgi því að bjóða upp á próftöku á fleiri stöðum, en sá kostnaður er nauðsynleg fjárfesting í jafnrétti til náms. Huga þarf að ýmsum þáttum eins og undirbúningi prófstaða, þjálfun starfsfólks til að sinna tækniaðstoð, og tryggja að búnaður og aðstaða sé til staðar. Þetta eru verkefni sem krefjast aukins kostnaðar og vinnu, en það er mikilvægt að við gerum það sem þarf til að tryggja að allir hafi jöfn tækifæri til að sækja háskólanám. Það er skylda okkar sem samfélag að tryggja jöfn tækifæri til menntunar fyrir alla, óháð búsetu. Með því að nýta tæknina og bjóða próftöku í heimabyggð stuðlum við ekki aðeins að jafnrétti heldur einnig að betri frammistöðu nemenda. Menntun er lykillinn að framtíðinni og það er á okkar ábyrgð að tryggja að allir hafi aðgang að þeim lykli, óháð því hvar þeir búa. Undirrituð er þingflokksformaður Framsóknar og fyrsti þingmaður Norðausturkjördæmis
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun