Sund og kvíði Davíð Már Sigurðsson skrifar 10. október 2024 11:01 Sundkennsla barna er eitthvað sem hefur verið bitbein í pólitísku umhverfi samtímans og oftar en ekki notuð til að skora einhver rokkstig á gamla Twitter. Nú eða næla sér í auðveld atkvæði rétt fyrir kosningar, eins og gerðist til að mynda síðast 2022. Umræðan byggist þá oft á reynslu foreldra sem upplifðu sundkennslu óbreytta í öll þau tíu ár sem þau gengu í skóla. Ég þekki það sjálfur að sund snerist að mörgu leyti um að synda fram og til baka þangað til kennslustundinni lauk. Kannski kíkja í pottinn síðustu mínúturnar ef maður náði að klára allt sem sett var fyrir. Og til að bæta gráu ofan á svart, að vera með kennara sem var hörkutól af gamla skólanum, sem hélt að það væri algjör snilld að öskra mann áfram. Auðvitað er líklegt að þú, sem foreldri, hafir neikvæða ímynd af sundkennslu ef þetta var raunin. Staðan í dag er hins vegar allt önnur. Sundkennarar nútímans, sem og síðustu ára, hafa breytt nálgun sinni gífurlega. Nú á dögum er leikjafræði, leikfimi í vatni, björgun og jákvæð upplifun af hreyfingu í fyrirrúmi. Sundkennsla, og leikfimi/skólaíþróttir ef út í það er farið, byggja á því að skila nemendum út í lífið sem heilsteyptari einstaklingum heldur en þegar þau hófu nám. Sem einstaklingum sem kunna að takast á við verkefni og leysa vandamál sem verða á vegi þeirra. Einn samstarfsfélagi benti mér á að starfið snúist ekki bara um að kenna færni, heldur á nemandi að geta nýtt sér sundlaugarnar þurfi hann á því að halda, til dæmis við endurhæfingu eftir slys. Eða, hvort er hann líklegri til að nýta sér sundlaugina ef hann hafði neikvæða eða jákvæða upplifun í skólanum? Svarið liggur í augum uppi. Og bara svo það sé á hreinu, þá er enginn sundkennari nú til dags að láta nemendur standa eða falla með framkvæmd á flugsundi. Það má þó alveg reka það ofan í mig og benda mér á slík tilfelli ef einhver eru. Að sund sé kvíðavaldandi er annar angi af umræðunni. Við því segi ég einfaldlega: Ef eitthvað veldur þér kvíða, er forðun vænlegust til ávinnings? Líkleg til þess að draga úr kvíðanum? Sumir hafa bent á að erfitt sé fyrir nemendur að þurfa að fara í sturtu og að þeir séu þar berskjaldaðir. Gott og vel, þetta er samt einn af örfáum stöðum þar sem hægt er að sjá allt rófið af líkamstýpum, öfugt við einsleitu glansmyndina sem samfélagsmiðlar mála upp, og börn hafa aðgang að nánast öllum stundum sólarhringsins. Ég tel að það hafi verið stigið feilspor þegar dregið var úr sundkennslu barna. Það eitt að kunna að synda getur skilið á milli lífs og dauða. Það eru fáir hlutir í skólakerfinu sem geta haft eins afdrifarík áhrif. Að lokum vil ég árétta að sundkennsla er ekki bara SUND. Við sem íþróttakennarar erum ekki bara að kenna rétt fótatök í bringu- eða skriðsundi. Við erum að skapa jákvæða upplifun að hreyfingu til frambúðar. Höfundur er sund- og leikfimikennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Már Sigurðsson Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Sundkennsla barna er eitthvað sem hefur verið bitbein í pólitísku umhverfi samtímans og oftar en ekki notuð til að skora einhver rokkstig á gamla Twitter. Nú eða næla sér í auðveld atkvæði rétt fyrir kosningar, eins og gerðist til að mynda síðast 2022. Umræðan byggist þá oft á reynslu foreldra sem upplifðu sundkennslu óbreytta í öll þau tíu ár sem þau gengu í skóla. Ég þekki það sjálfur að sund snerist að mörgu leyti um að synda fram og til baka þangað til kennslustundinni lauk. Kannski kíkja í pottinn síðustu mínúturnar ef maður náði að klára allt sem sett var fyrir. Og til að bæta gráu ofan á svart, að vera með kennara sem var hörkutól af gamla skólanum, sem hélt að það væri algjör snilld að öskra mann áfram. Auðvitað er líklegt að þú, sem foreldri, hafir neikvæða ímynd af sundkennslu ef þetta var raunin. Staðan í dag er hins vegar allt önnur. Sundkennarar nútímans, sem og síðustu ára, hafa breytt nálgun sinni gífurlega. Nú á dögum er leikjafræði, leikfimi í vatni, björgun og jákvæð upplifun af hreyfingu í fyrirrúmi. Sundkennsla, og leikfimi/skólaíþróttir ef út í það er farið, byggja á því að skila nemendum út í lífið sem heilsteyptari einstaklingum heldur en þegar þau hófu nám. Sem einstaklingum sem kunna að takast á við verkefni og leysa vandamál sem verða á vegi þeirra. Einn samstarfsfélagi benti mér á að starfið snúist ekki bara um að kenna færni, heldur á nemandi að geta nýtt sér sundlaugarnar þurfi hann á því að halda, til dæmis við endurhæfingu eftir slys. Eða, hvort er hann líklegri til að nýta sér sundlaugina ef hann hafði neikvæða eða jákvæða upplifun í skólanum? Svarið liggur í augum uppi. Og bara svo það sé á hreinu, þá er enginn sundkennari nú til dags að láta nemendur standa eða falla með framkvæmd á flugsundi. Það má þó alveg reka það ofan í mig og benda mér á slík tilfelli ef einhver eru. Að sund sé kvíðavaldandi er annar angi af umræðunni. Við því segi ég einfaldlega: Ef eitthvað veldur þér kvíða, er forðun vænlegust til ávinnings? Líkleg til þess að draga úr kvíðanum? Sumir hafa bent á að erfitt sé fyrir nemendur að þurfa að fara í sturtu og að þeir séu þar berskjaldaðir. Gott og vel, þetta er samt einn af örfáum stöðum þar sem hægt er að sjá allt rófið af líkamstýpum, öfugt við einsleitu glansmyndina sem samfélagsmiðlar mála upp, og börn hafa aðgang að nánast öllum stundum sólarhringsins. Ég tel að það hafi verið stigið feilspor þegar dregið var úr sundkennslu barna. Það eitt að kunna að synda getur skilið á milli lífs og dauða. Það eru fáir hlutir í skólakerfinu sem geta haft eins afdrifarík áhrif. Að lokum vil ég árétta að sundkennsla er ekki bara SUND. Við sem íþróttakennarar erum ekki bara að kenna rétt fótatök í bringu- eða skriðsundi. Við erum að skapa jákvæða upplifun að hreyfingu til frambúðar. Höfundur er sund- og leikfimikennari.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun