Hefur ekki enn þorað út í morgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. október 2024 12:14 Aníta Björk Káradóttir og fjölskylda hennar í Tampa sluppu mun betur frá Milton en á horfðist. Hún kveðst þó eiga eftir að mana sig í að fara út, þar sem væntanlega muni talsverð eyðilegging blasa við. Aníta Björk Káradóttir Milljónir búa við rafmagnsleysi og nokkrir eru látnir eftir að fellibylurinn Milton gekk yfir Flórídaríki í nótt. Enn er varað við vonskuveðri og miklum flóðum í kjölfar hans. Íslendingur í Tampa slapp betur en á horfðist en hefur ekki enn þorað að fara út og líta yfir eyðilegginguna. Stefna Miltons breyttist líttilega og mestu hamfarirnar urðu talsvert sunnar á vesturströnd ríkisins en útlit var fyrir. Borgin Tampa slapp þannig betur en reiknað var með. Meira en þrjár milljónir eru nú án rafmagns víðsvegar um ríkið. Borgin Sarasota fór einna verst úti, þaðan berast myndir af gríðarlegu tjóni, og þá eru íbúar borgarinnar St. Petersburg suður af Tampa án neysluvatns. Þá hefur sjaldan eða aldrei rignt jafnmikið í St. Petersburg og Tampa. Þar mældist rigningin yfir 45 sentímetrar, næstum hálfur metri. Ekki hafa verið gefnar nákvæmar tölur um mannfall en ljóst er að minnsta kosti tveir létust í Spanish lakes á austursröndinni. Sluppu betur en á horfðist Íslendingurinn Aníta Björk Káradóttir er í mánaðarlöngu fríi í Tampa ásamt fjölskyldu sinni. Hún ræddi stöðuna á svæðinu og undirbúninginn fyrir fellibylinn í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Við náðum aftur tali af henni rétt fyrir hádegisfréttir, um klukkan hálf átta að staðartíma í Flórída. Voruð þið hrædd þegar mestu lætin voru? „Sko maður, var ekkert rólegur sitjandi inni. En þetta var, það voru mikil læti og svo voru ljósin mikið flöktandi og netið að detta út og sjónvarpið að detta út. Maður var ekkert alltof rólegur en maður var samt búinn að sjá, þegar nær dró, þá sá maður hvert hann var nákvæmlega að stefna og maður róaðist smá,“ segir Aníta. Ertu eitthvað búin að fara út núna í morgun? „Nei, og ég mun líklegast ekki fara út alveg strax. Ég mun örugglega mana mig út í að kíkja út, sjá hvernig þetta lítur allt út.“ Milton var þriðja stigs fellibylur þegar hann gekk á land en flokkast nú sem fyrsta stigs fellibylur. Auga Miltons er komið á haf út. Áfram veldur veðrið þó tjóni, til dæmis í Orlando, og varað er við miklum flóðum sem komið gætu í kjölfar óveðursins. Náttúruhamfarir Fellibylurinn Milton Bandaríkin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Enn varað við ofsaveðri en hreinsunarstörf hafin Fellibylurinn Milton er nú á leið út á Atlantshaf þar sem smám saman mun draga úr styrk hans. Hann gekk á land í Flórída í nótt sem þriðja stigs fellibylur og hefur valdið að minnsta kosti nokkrum dauðsföllum og miklu tjóni. 10. október 2024 11:30 Patrik sýnir frá lífinu í Flórída á meðan stormurinn gengur yfir Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, einnig þekktur sem Prettyboitjokko, er í Flórída þar sem fellibylurinn Milton hefur gengið yfir. Þar er hann í glæsihýsi ásamt stórfjölskyldunni, þar á meðal er afi hans Helgi Vilhjálmsson, oftast kenndur við Góu. 10. október 2024 08:08 Þak leikvangsins rifnaði í tætlur Leikvangur hafnaboltaliðsins Tampa Bay Rays varð fellibylnum Milton að bráð í nótt og á fjölda myndbanda má sjá hve sundurtætt þak leikvangsins er orðið. 10. október 2024 06:55 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
Stefna Miltons breyttist líttilega og mestu hamfarirnar urðu talsvert sunnar á vesturströnd ríkisins en útlit var fyrir. Borgin Tampa slapp þannig betur en reiknað var með. Meira en þrjár milljónir eru nú án rafmagns víðsvegar um ríkið. Borgin Sarasota fór einna verst úti, þaðan berast myndir af gríðarlegu tjóni, og þá eru íbúar borgarinnar St. Petersburg suður af Tampa án neysluvatns. Þá hefur sjaldan eða aldrei rignt jafnmikið í St. Petersburg og Tampa. Þar mældist rigningin yfir 45 sentímetrar, næstum hálfur metri. Ekki hafa verið gefnar nákvæmar tölur um mannfall en ljóst er að minnsta kosti tveir létust í Spanish lakes á austursröndinni. Sluppu betur en á horfðist Íslendingurinn Aníta Björk Káradóttir er í mánaðarlöngu fríi í Tampa ásamt fjölskyldu sinni. Hún ræddi stöðuna á svæðinu og undirbúninginn fyrir fellibylinn í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Við náðum aftur tali af henni rétt fyrir hádegisfréttir, um klukkan hálf átta að staðartíma í Flórída. Voruð þið hrædd þegar mestu lætin voru? „Sko maður, var ekkert rólegur sitjandi inni. En þetta var, það voru mikil læti og svo voru ljósin mikið flöktandi og netið að detta út og sjónvarpið að detta út. Maður var ekkert alltof rólegur en maður var samt búinn að sjá, þegar nær dró, þá sá maður hvert hann var nákvæmlega að stefna og maður róaðist smá,“ segir Aníta. Ertu eitthvað búin að fara út núna í morgun? „Nei, og ég mun líklegast ekki fara út alveg strax. Ég mun örugglega mana mig út í að kíkja út, sjá hvernig þetta lítur allt út.“ Milton var þriðja stigs fellibylur þegar hann gekk á land en flokkast nú sem fyrsta stigs fellibylur. Auga Miltons er komið á haf út. Áfram veldur veðrið þó tjóni, til dæmis í Orlando, og varað er við miklum flóðum sem komið gætu í kjölfar óveðursins.
Náttúruhamfarir Fellibylurinn Milton Bandaríkin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Enn varað við ofsaveðri en hreinsunarstörf hafin Fellibylurinn Milton er nú á leið út á Atlantshaf þar sem smám saman mun draga úr styrk hans. Hann gekk á land í Flórída í nótt sem þriðja stigs fellibylur og hefur valdið að minnsta kosti nokkrum dauðsföllum og miklu tjóni. 10. október 2024 11:30 Patrik sýnir frá lífinu í Flórída á meðan stormurinn gengur yfir Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, einnig þekktur sem Prettyboitjokko, er í Flórída þar sem fellibylurinn Milton hefur gengið yfir. Þar er hann í glæsihýsi ásamt stórfjölskyldunni, þar á meðal er afi hans Helgi Vilhjálmsson, oftast kenndur við Góu. 10. október 2024 08:08 Þak leikvangsins rifnaði í tætlur Leikvangur hafnaboltaliðsins Tampa Bay Rays varð fellibylnum Milton að bráð í nótt og á fjölda myndbanda má sjá hve sundurtætt þak leikvangsins er orðið. 10. október 2024 06:55 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
Enn varað við ofsaveðri en hreinsunarstörf hafin Fellibylurinn Milton er nú á leið út á Atlantshaf þar sem smám saman mun draga úr styrk hans. Hann gekk á land í Flórída í nótt sem þriðja stigs fellibylur og hefur valdið að minnsta kosti nokkrum dauðsföllum og miklu tjóni. 10. október 2024 11:30
Patrik sýnir frá lífinu í Flórída á meðan stormurinn gengur yfir Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, einnig þekktur sem Prettyboitjokko, er í Flórída þar sem fellibylurinn Milton hefur gengið yfir. Þar er hann í glæsihýsi ásamt stórfjölskyldunni, þar á meðal er afi hans Helgi Vilhjálmsson, oftast kenndur við Góu. 10. október 2024 08:08
Þak leikvangsins rifnaði í tætlur Leikvangur hafnaboltaliðsins Tampa Bay Rays varð fellibylnum Milton að bráð í nótt og á fjölda myndbanda má sjá hve sundurtætt þak leikvangsins er orðið. 10. október 2024 06:55