Hægt að hafa vinnufrið „ef engin er vinnan“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. október 2024 12:22 Hildur Sverrisdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir flokkinn ekki geta horft framhjá yfirlýsingu Vinstri grænna um að ákveðin mál stjórnarsáttmálans muni ekki klárast. Það sé vissulega hægt að hafa vinnufrið á meðan vinnan sé engin. Þetta segir Hildur um ákall Sigurðar Inga Jóhannssyni formanni Framsóknarflokksins eftir vinnufriði innan ríkisstjórnarinnar. Sigurður Ingi gaf samstarfsflokkunum Vinstri grænum og Sjálfsræðisflokki nokkurra sólarhringa frest til að sættast um áframhaldandi samstarf. Mikil óvissa ríkir því um framtíð ríkisstjórnarinnar. Eftir fund þingflokks Sjálfstæðisflokksins á föstudag hafa þingmenn flokksins lítið sem ekkert viljað tjá sig við fjölmiðla. Hildur segir nýjustu vendingar, yfirlýsingar Vinstri grænna um að ekki verði gengið lengra í útlendinga- og orkumálum, gefa flokknum enn ríkari ástæðu til að hafa áhyggjur af samstarfinu. „Ég var aðeins hugsi yfir þessu með þennan vinnufrið. Það er vissulega hægt að hafa mjög mikinn frið ef engin er vinnan. Í mínum huga kristallast þetta í áherslumun flokkanna og við Sjálfstæðismenn erum mjög skýr með þá ábyrgð okkar að þetta snúist um að klára mál, segir Hildur Sverrisdóttir sem ræddi málið á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Grundvallarágreiningur hefur verið á milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks í útlendingamálum og orkumálum. Hildur segir yfirlýsingar VG gefa flokknum tilefni til að endurmeta stöðuna. „Stíga inn og gera það öllum ljóst að við munum ekki sitja á þessum stólum til að sitjá þessum stólum í friði og ró.“ „Það sem er nýtt í þessari stöðu núna er að það sé álitið sem ábyrgðarhluti hjá okkur að það megi ekki horfa framhjá því, þegar það er búið að setja það í orð. Að ákveðin mál, sem við teljum mikilvæg fyrir samfélagið, muni ekki klárast,“ segir Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Hlusta má á viðtalið við hana á Sprengisandi í spilaranum hér að ofan. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Ríkisstjórnin á hengiflugi Formenn stjórnarflokkanna munu að öllum líkindum nota dagana fram að reglulegum ríkisstjórnarfundi á þriðjudag til að ræða óróleikann í stjórnarsamstarfinu. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði eftir skyndifund þingflokks Sjálfstæðisflokksins í Valhöll í gær að afstaða Vinstri grænna til frekari breytinga á útlendingalögum væri „vandamál.“ 12. október 2024 11:10 Of vandræðalegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að halda áfram Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins gerir ráð fyrir því að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hafi óskað eftir umboði flokks síns til þess að slíta samstarfi ríkisstjórnarinnar á fundi þingflokksins í Valhöll í gær. Í ljósi yfirlýsinga innan úr VG væri of vandræðalegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að halda áfram samstarfinu. 12. október 2024 15:01 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Sjá meira
Þetta segir Hildur um ákall Sigurðar Inga Jóhannssyni formanni Framsóknarflokksins eftir vinnufriði innan ríkisstjórnarinnar. Sigurður Ingi gaf samstarfsflokkunum Vinstri grænum og Sjálfsræðisflokki nokkurra sólarhringa frest til að sættast um áframhaldandi samstarf. Mikil óvissa ríkir því um framtíð ríkisstjórnarinnar. Eftir fund þingflokks Sjálfstæðisflokksins á föstudag hafa þingmenn flokksins lítið sem ekkert viljað tjá sig við fjölmiðla. Hildur segir nýjustu vendingar, yfirlýsingar Vinstri grænna um að ekki verði gengið lengra í útlendinga- og orkumálum, gefa flokknum enn ríkari ástæðu til að hafa áhyggjur af samstarfinu. „Ég var aðeins hugsi yfir þessu með þennan vinnufrið. Það er vissulega hægt að hafa mjög mikinn frið ef engin er vinnan. Í mínum huga kristallast þetta í áherslumun flokkanna og við Sjálfstæðismenn erum mjög skýr með þá ábyrgð okkar að þetta snúist um að klára mál, segir Hildur Sverrisdóttir sem ræddi málið á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Grundvallarágreiningur hefur verið á milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks í útlendingamálum og orkumálum. Hildur segir yfirlýsingar VG gefa flokknum tilefni til að endurmeta stöðuna. „Stíga inn og gera það öllum ljóst að við munum ekki sitja á þessum stólum til að sitjá þessum stólum í friði og ró.“ „Það sem er nýtt í þessari stöðu núna er að það sé álitið sem ábyrgðarhluti hjá okkur að það megi ekki horfa framhjá því, þegar það er búið að setja það í orð. Að ákveðin mál, sem við teljum mikilvæg fyrir samfélagið, muni ekki klárast,“ segir Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Hlusta má á viðtalið við hana á Sprengisandi í spilaranum hér að ofan.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Ríkisstjórnin á hengiflugi Formenn stjórnarflokkanna munu að öllum líkindum nota dagana fram að reglulegum ríkisstjórnarfundi á þriðjudag til að ræða óróleikann í stjórnarsamstarfinu. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði eftir skyndifund þingflokks Sjálfstæðisflokksins í Valhöll í gær að afstaða Vinstri grænna til frekari breytinga á útlendingalögum væri „vandamál.“ 12. október 2024 11:10 Of vandræðalegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að halda áfram Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins gerir ráð fyrir því að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hafi óskað eftir umboði flokks síns til þess að slíta samstarfi ríkisstjórnarinnar á fundi þingflokksins í Valhöll í gær. Í ljósi yfirlýsinga innan úr VG væri of vandræðalegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að halda áfram samstarfinu. 12. október 2024 15:01 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Sjá meira
Ríkisstjórnin á hengiflugi Formenn stjórnarflokkanna munu að öllum líkindum nota dagana fram að reglulegum ríkisstjórnarfundi á þriðjudag til að ræða óróleikann í stjórnarsamstarfinu. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði eftir skyndifund þingflokks Sjálfstæðisflokksins í Valhöll í gær að afstaða Vinstri grænna til frekari breytinga á útlendingalögum væri „vandamál.“ 12. október 2024 11:10
Of vandræðalegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að halda áfram Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins gerir ráð fyrir því að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hafi óskað eftir umboði flokks síns til þess að slíta samstarfi ríkisstjórnarinnar á fundi þingflokksins í Valhöll í gær. Í ljósi yfirlýsinga innan úr VG væri of vandræðalegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að halda áfram samstarfinu. 12. október 2024 15:01