Óvenjulegt ef forseti féllist ekki á ósk um þingrof Kjartan Kjartansson skrifar 14. október 2024 09:22 Bjarni Benediktsson ræði við fréttamenn fyrir utan Bessastaði áður en hann fór inn á fund Höllu Tómasdóttur forseta. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, gerir ráð fyrir að Halla Tómasdóttir, forseti, verði við bón hans um þingrof og að það væri afar óvenjulegt ef hún gerði það ekki. Það hversu fljótt þing verði rofið hafi áhrif á kjördag. Þegar Bjarni ræddi við blaðamenn fyrir utan Bessastaði á leið sinni á fund með forseta sagðist hann ætla að biðja um leyfi til þessa að rjúfa þing. Hann hefði átt samtal við forseta um það. Halla hefði sagt honum að hún vildi fá að meta stöðuna og hann gerði ekki athugasemd við það. Það hvort að því formsatriði að fá heimild til að rjúfa þing lyki á morgun eða á miðvikudaginn hefði áhrif á hvort kosið yrði 23. nóvember eða 30. nóvember. Sagðist Bjarni telja margt mæla með því að heldur yrði stefnt að kosningum 30. nóvember til þess að skapa svigrúm til þess að ljúka fjárlögum og fjárlagatengdum málum á þinginu. Spurður að því hvort að hann teldi að hann fengi leyfið til þingrofs sagði Bjarni að hann teldi öll rök hníga að því. „Það væri afar óvenjulegt ef það gengi ekki eftir.“ Eðlilegt að stjórnin sitji fram að kosningum Bjarni sagðist ekki hafa fundað með hinum stjórnarflokkunum eftir að hann tilkynnti í gær að hann ætlaði að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu. Hann gerði ráð fyrir að ræða við fulltrúa þeirra. „Mér finnst það eðlilegt að þar sem við erum í raun og veru að stytta kjörtímabilið mjög hressilega og ganga til kosninga fyrr en áður var áætlað, að ríkisstjórnin starfi fram að kosningum finnst mér bara sjálfsagt og eðlilegt. Við bara aðlögum okkur að þeim aðstæðum,“ sagði Bjarni. Ef samstarfsflokkarnir kysu að gera það ekki bæðist Bjarni lausnar og þá tæki væntanlega starfsstjórn við fram að kosningum. „Ég sé ekkert sérstakt unnið með því í neinu samhengi, hvorki fyrir þingið né stjórnarflokkana,“ sagði Bjarni um mögulega starfsstjórn. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sjá meira
Þegar Bjarni ræddi við blaðamenn fyrir utan Bessastaði á leið sinni á fund með forseta sagðist hann ætla að biðja um leyfi til þessa að rjúfa þing. Hann hefði átt samtal við forseta um það. Halla hefði sagt honum að hún vildi fá að meta stöðuna og hann gerði ekki athugasemd við það. Það hvort að því formsatriði að fá heimild til að rjúfa þing lyki á morgun eða á miðvikudaginn hefði áhrif á hvort kosið yrði 23. nóvember eða 30. nóvember. Sagðist Bjarni telja margt mæla með því að heldur yrði stefnt að kosningum 30. nóvember til þess að skapa svigrúm til þess að ljúka fjárlögum og fjárlagatengdum málum á þinginu. Spurður að því hvort að hann teldi að hann fengi leyfið til þingrofs sagði Bjarni að hann teldi öll rök hníga að því. „Það væri afar óvenjulegt ef það gengi ekki eftir.“ Eðlilegt að stjórnin sitji fram að kosningum Bjarni sagðist ekki hafa fundað með hinum stjórnarflokkunum eftir að hann tilkynnti í gær að hann ætlaði að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu. Hann gerði ráð fyrir að ræða við fulltrúa þeirra. „Mér finnst það eðlilegt að þar sem við erum í raun og veru að stytta kjörtímabilið mjög hressilega og ganga til kosninga fyrr en áður var áætlað, að ríkisstjórnin starfi fram að kosningum finnst mér bara sjálfsagt og eðlilegt. Við bara aðlögum okkur að þeim aðstæðum,“ sagði Bjarni. Ef samstarfsflokkarnir kysu að gera það ekki bæðist Bjarni lausnar og þá tæki væntanlega starfsstjórn við fram að kosningum. „Ég sé ekkert sérstakt unnið með því í neinu samhengi, hvorki fyrir þingið né stjórnarflokkana,“ sagði Bjarni um mögulega starfsstjórn.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sjá meira