Páll skipstjóri hvergi nærri hættur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. október 2024 10:49 Páll Steingrímsson skipstjóri hjá Samherja hefur sakað blaðamenn um græsku. Málið var fellt niður í síðasta mánuði en hann undirbýr kæru til ríkissaksóknara. Vísir Eva Hauksdóttir, lögmaður Páls Steingrímssonar fyrrverandi skipstjóra hjá Samherja, er að leggja lokahönd á kæru á niðurfellingu rannsóknar lögreglunnar á Norðurlandi eystra á meintri byrlun til ríkissaksóknara. Þetta segir Eva í samtali við fréttastofu. Lögreglan tilkynnti 26. september síðastliðinn á Facebook-síðu sinni að rannsóknin hafi verið felld niður. Um er að ræða rannsókn sem staðið hefur yfir í rúm þrjú ár á meintri byrlun Páls, afritun upplýsinga af síma hans og dreifingu á kynferðislegu myndefni sem á símanum var. Málsaðilar hafa mánuð til að kæra niðurfellinguna til ríkissaksóknara. Sjö höfðu réttarstöðu sakbornings í málinu: Fyrrverandi eiginkona Páls og sex blaðamenn. Fram kom í Facebook-færslunni að fyrrverandi eiginkonan hafi játað að hafa byrlað Páli, stolið síma hans og afhent blaðamönnum. Málið væri hins vegar ekki líklegt til sakfellingar og því ákveðið að fella það niður. Þá segir í færslunni að framburður konunnar hafi verið stöðugur allan tímann um að hún hafi afhent fjölmiðlum símann. Skipaður lögmaður hennar, Hólmgeir Elías Flosason, sagði í samtali við Heimildina fyrr í þessum mánuði að þetta sé alrangt og han hafi upplýsingar undir höndum sem sýni að lögregla fari með ósannindi í færslunni. Eins vísar lögregla til þess ítrekað að rannsóknin hafi dregist á langinn vegna veikinda konunnar. Hólmgeir segir þetta tvískinnung, enda hafi hún í tvígang verið dregin fyrir dóm í aðalmeðferð af lögreglu. Um sé að ræða eftiráskýringar þar sem lögregla reyni að breiða yfir eigin klúður. „Lögreglan er að reyna að fegra sinn hlut og reyna að skýra þennan drátt með vísan til hennar veikinda,“ sagði hann. Byrlunar- og símastuldarmálið Lögreglumál Fjölmiðlar Samherjaskjölin Lögreglan Tengdar fréttir Lögmaður eiginkonunnar fyrrverandi segir lögreglu ljúga Lögmaður fyrrverandi eiginkonu Páls Steingrímssonar skipstjóra, sem var til rannsóknar grunuð um að hafa byrlað Páli, afritað upplýsingar á síma hans og dreift kynferðislegu efni, segir lögreglu hreinlega ljúga í Facebook-færslu um málið. Hann kallar eftir opinberri rannsókn á vinnubrögðum lögreglu í málinu. 3. október 2024 22:57 Afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu sé lokið Sigurður G. Guðjónsson lögmaður segir afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu svokallaða sé lokið en embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra greindi frá því í síðustu viku að ákveðið hefði verið að hætta rannsókn málsins. 3. október 2024 06:52 Samherjaskipstjórinn segir málinu ekki lokið Skipstjóri hjá Samherja segir að síðasta orðið hafi ekki verið sagt í máli sem varðar byrlun og stuldi á síma hans þrátt fyrir að lögreglan hafi fellt rannsókn á því niður. Hann sakar blaðamenn um blekkingar og að afvegaleiða rannsóknina. 26. september 2024 21:15 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Sjá meira
Þetta segir Eva í samtali við fréttastofu. Lögreglan tilkynnti 26. september síðastliðinn á Facebook-síðu sinni að rannsóknin hafi verið felld niður. Um er að ræða rannsókn sem staðið hefur yfir í rúm þrjú ár á meintri byrlun Páls, afritun upplýsinga af síma hans og dreifingu á kynferðislegu myndefni sem á símanum var. Málsaðilar hafa mánuð til að kæra niðurfellinguna til ríkissaksóknara. Sjö höfðu réttarstöðu sakbornings í málinu: Fyrrverandi eiginkona Páls og sex blaðamenn. Fram kom í Facebook-færslunni að fyrrverandi eiginkonan hafi játað að hafa byrlað Páli, stolið síma hans og afhent blaðamönnum. Málið væri hins vegar ekki líklegt til sakfellingar og því ákveðið að fella það niður. Þá segir í færslunni að framburður konunnar hafi verið stöðugur allan tímann um að hún hafi afhent fjölmiðlum símann. Skipaður lögmaður hennar, Hólmgeir Elías Flosason, sagði í samtali við Heimildina fyrr í þessum mánuði að þetta sé alrangt og han hafi upplýsingar undir höndum sem sýni að lögregla fari með ósannindi í færslunni. Eins vísar lögregla til þess ítrekað að rannsóknin hafi dregist á langinn vegna veikinda konunnar. Hólmgeir segir þetta tvískinnung, enda hafi hún í tvígang verið dregin fyrir dóm í aðalmeðferð af lögreglu. Um sé að ræða eftiráskýringar þar sem lögregla reyni að breiða yfir eigin klúður. „Lögreglan er að reyna að fegra sinn hlut og reyna að skýra þennan drátt með vísan til hennar veikinda,“ sagði hann.
Byrlunar- og símastuldarmálið Lögreglumál Fjölmiðlar Samherjaskjölin Lögreglan Tengdar fréttir Lögmaður eiginkonunnar fyrrverandi segir lögreglu ljúga Lögmaður fyrrverandi eiginkonu Páls Steingrímssonar skipstjóra, sem var til rannsóknar grunuð um að hafa byrlað Páli, afritað upplýsingar á síma hans og dreift kynferðislegu efni, segir lögreglu hreinlega ljúga í Facebook-færslu um málið. Hann kallar eftir opinberri rannsókn á vinnubrögðum lögreglu í málinu. 3. október 2024 22:57 Afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu sé lokið Sigurður G. Guðjónsson lögmaður segir afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu svokallaða sé lokið en embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra greindi frá því í síðustu viku að ákveðið hefði verið að hætta rannsókn málsins. 3. október 2024 06:52 Samherjaskipstjórinn segir málinu ekki lokið Skipstjóri hjá Samherja segir að síðasta orðið hafi ekki verið sagt í máli sem varðar byrlun og stuldi á síma hans þrátt fyrir að lögreglan hafi fellt rannsókn á því niður. Hann sakar blaðamenn um blekkingar og að afvegaleiða rannsóknina. 26. september 2024 21:15 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Sjá meira
Lögmaður eiginkonunnar fyrrverandi segir lögreglu ljúga Lögmaður fyrrverandi eiginkonu Páls Steingrímssonar skipstjóra, sem var til rannsóknar grunuð um að hafa byrlað Páli, afritað upplýsingar á síma hans og dreift kynferðislegu efni, segir lögreglu hreinlega ljúga í Facebook-færslu um málið. Hann kallar eftir opinberri rannsókn á vinnubrögðum lögreglu í málinu. 3. október 2024 22:57
Afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu sé lokið Sigurður G. Guðjónsson lögmaður segir afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu svokallaða sé lokið en embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra greindi frá því í síðustu viku að ákveðið hefði verið að hætta rannsókn málsins. 3. október 2024 06:52
Samherjaskipstjórinn segir málinu ekki lokið Skipstjóri hjá Samherja segir að síðasta orðið hafi ekki verið sagt í máli sem varðar byrlun og stuldi á síma hans þrátt fyrir að lögreglan hafi fellt rannsókn á því niður. Hann sakar blaðamenn um blekkingar og að afvegaleiða rannsóknina. 26. september 2024 21:15
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent