Forseti Alþingis telur eðlilegt að Bjarni leiði starfsstjórn Heimir Már Pétursson skrifar 15. október 2024 11:50 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra gekk á fund forseta Íslands í gær til að óska eftir þingrofi. Forsetinn tók sér tíma til að ræða við forystumenn allra flokka á Alþingi áður en hún tæki afstöðu til beiðninnar. Vísir/Vilhelm Forseti Alþingis telur eðlilegt að Bjarna Benediktssyni verði falið að leiða starfsstjórn eftir að hann biðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt á Bessastöðum síðar í dag. Óvissa ríki eðlilega um þingstörf þessa dagana en ekkert verði að þingfundi sem var á dagskrá Alþingis í dag. Ljóst var þegar Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna gekk á fund Höllu Tómasdóttur forseta Íslands upp úr klukkan sex í gær að ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar nyti ekki lengur meirihlut á Alþingi. Svandís Svavarsdóttir formaður VG segir ekki gefið að forseti Íslands feli formanni Sjálfstæðisflokksins að leiða starfsstjórn eftir að hann hefur beðist lausnar síðar í dag.Vísir/Vilhelm „Mér finnst mikilvægast akkúrat á þessum tímapunkti að forsætisráðherra biðjist lausnar. Ég tel að það liggi algerlega í hlutarins eðli að forsætisráðherra sem hefur gefist upp á verkefninu, treystir sér ekki til að ljúka því, eigi að biðjast lausnar,“ sagði Svandís á leið til fundar við forseta seinnipartinn í gær. Bjarni greindi síðan frá því í ríkissjónvarpinu í gærkvöldi að það ætlaði hann einmitt að gera. Reiknað er með að hann gangi á fund forseta Íslands í þeim erindagjörðum síðar í dag. Svandís telur ekki sjálfgefið að Bjarni leiði síðan starfsstjórn fram að kosningum sem fram fari hinn 30. nóvember eins og hann hefur lýst vilja sínum til. Hún geti vel séð Sigurð Inga Jóhannsson formann Framsóknarflokksins fyrir sér í sæti forsætisráðherra í starfsstjórn með Vinstri grænum. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins á fundi með Höllu Tómasdóttur forseta Íslands í gær.Vísir/Vilhelm „Mér finnst það alveg koma til greina. Mér finnst að við eigum ekki að taka slíka möguleika út af borðinu. - Þegar forsætisráðherra Bjarni Benediktsson í raun og veru slítur stjórnarsamstarfinu, og þar með samstarfi við flokkana, Framsókn og okkur í VG er það þannig að hann er ekki með öll spil á hendi eftir það," sagði Svandís í gær. Þetta skýrist allt þegar líða tekur á daginn. Forseti Íslands metur nú stöðu mála eftir að hafa rætt við oddvita allra flokka á Alþingi í gær. Í morgun kallaði hún síðan Birgi Ármannsson forseta Alþingis á sinn fund. Birgir Ármannsson átti fund með forseta Íslands í morgun til að fara yfir stöðu mála á Alþingi.Stöð 2/HMP „Forseti var auðvitað bara að afla sér upplýsinga um þingstörfin og hvers væri að vænta varðandi þau á næstunni. Það má auðvitað segja að við erum í ákveðnu óvissutímabili þannig að þingstörfin munu auðvitað taka mið af því,“ segir forseti Alþingis. Beiðni Bjarna um lausn fyrir hann og ráðuneyti hans feli ein og sér ekki í sér boðun um þingrof. Það væri sjálfstæð ákvörðun og þar með kjördagur. Birgir telur eðlilegt við þessar aðstæður að Bjarna verði falið að leiða starfsstjórn. „Þegar forsætisráðherra hefur beðist lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt er venjan sú að forseti biður hann að sitja áfram í starfsstjórn þangað til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. Þannig að það hefur í raun og veru ekki önnur áhrif en það og hefur ekki áhrif á þingstörfin sem slík,” sagði Birgir Ármannsson. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá viðtal við Svandísi Svavarsdóttur klukkan 18:15 í gærkvöldi í heild sinni: Forseti Íslands Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir „Við erum í ákveðnu óvissutímabili“ Það ríkir óvissuástand um framhald þingstarfa í ljósi þeirrar stöðu sem nú er uppi í íslenskum stjórnmálum. Þetta sagði Birgir Ármannsson forseti Alþingis að loknum fundi sínum með Höllu Tómasdóttur forseta Íslands í morgun. Það muni ráðast síðar í dag hvernig þingstörfum verður háttað í vikunni. Þess má vænta að forsætisráðherra muni síðar í dag biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. 15. október 2024 10:17 Píratar komnir í kosningaham Píratar eru komnir í kosningaham og hafa nokkrir þeirra þegar gefið út að þeir muni sækjast eftir sæti á lista. Þeirra á meðal eru þingmennirnir Björn Leví Gunnarsson og Gísli Rafn Ólafsson og Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir sem nýlega gekk til liðs við flokkinn. Öll hafa þau birt færslur á samfélagsmiðlum þar sem þau kalla eftir stuðningi. 15. október 2024 09:36 Enginn þingfundur í dag og óvissa um framhaldið Þingfundur verður ekki á Alþingi í dag eins og gert hafði verið ráð fyrir og segir Birgir Ármannsson forseti Alþingis að það sé eðlilegt miðað við þær aðstæður sem nú eru uppi. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur nú ákveðið að biðjast lausnar fyrir sig og sitt ráðuneyti. Samkvæmt starfsáætlun Alþingis hefði þingfundur átt að fara fram í dag. 15. október 2024 08:02 Varar við „hægriglundroða” Bjarna og Sigmundar og landsfundi frestað Formaður Samfylkingarinnar varar við mögulegum „hægriglundroða með flokksbrotum Bjarna og Sigmundar og fylgitunglum þeirra,“ að afstöðnum alþingiskosningum sem framundan eru. Þá hefur framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar ákveðið að fresta landsfundi flokksins sem átti að fara fram um miðjan nóvember. Er það mat framkvæmdastjórnarinnar að það sé best fyrir flokkinn og að öllum kröftum flokksins verði beint í kosningabaráttu. Þess í stað verði stefnt að landsfundi í mars eða apríl. 15. október 2024 07:31 Ekki einhugur meðal formanna flokkanna um framhaldið Ekki er einhugur um það meðal leiðtoga á Alþingi hvort forseti Íslands eigi að verða við ósk forsætisráðherra um þingrof, eða hvort honum beri að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Forsetinn ræddi við leiðtoga allra flokkanna í dag. Formaður Vinstri grænna lýsti því yfir snemma í kvöld að hún gæti vel séð fyrir sér minnihlutastjórn hennar flokks með Sigurð Inga Jóhannsson formann Framsóknarflokksins í embætti forsætisráðherra fram að kosningum. 14. október 2024 20:13 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Ljóst var þegar Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna gekk á fund Höllu Tómasdóttur forseta Íslands upp úr klukkan sex í gær að ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar nyti ekki lengur meirihlut á Alþingi. Svandís Svavarsdóttir formaður VG segir ekki gefið að forseti Íslands feli formanni Sjálfstæðisflokksins að leiða starfsstjórn eftir að hann hefur beðist lausnar síðar í dag.Vísir/Vilhelm „Mér finnst mikilvægast akkúrat á þessum tímapunkti að forsætisráðherra biðjist lausnar. Ég tel að það liggi algerlega í hlutarins eðli að forsætisráðherra sem hefur gefist upp á verkefninu, treystir sér ekki til að ljúka því, eigi að biðjast lausnar,“ sagði Svandís á leið til fundar við forseta seinnipartinn í gær. Bjarni greindi síðan frá því í ríkissjónvarpinu í gærkvöldi að það ætlaði hann einmitt að gera. Reiknað er með að hann gangi á fund forseta Íslands í þeim erindagjörðum síðar í dag. Svandís telur ekki sjálfgefið að Bjarni leiði síðan starfsstjórn fram að kosningum sem fram fari hinn 30. nóvember eins og hann hefur lýst vilja sínum til. Hún geti vel séð Sigurð Inga Jóhannsson formann Framsóknarflokksins fyrir sér í sæti forsætisráðherra í starfsstjórn með Vinstri grænum. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins á fundi með Höllu Tómasdóttur forseta Íslands í gær.Vísir/Vilhelm „Mér finnst það alveg koma til greina. Mér finnst að við eigum ekki að taka slíka möguleika út af borðinu. - Þegar forsætisráðherra Bjarni Benediktsson í raun og veru slítur stjórnarsamstarfinu, og þar með samstarfi við flokkana, Framsókn og okkur í VG er það þannig að hann er ekki með öll spil á hendi eftir það," sagði Svandís í gær. Þetta skýrist allt þegar líða tekur á daginn. Forseti Íslands metur nú stöðu mála eftir að hafa rætt við oddvita allra flokka á Alþingi í gær. Í morgun kallaði hún síðan Birgi Ármannsson forseta Alþingis á sinn fund. Birgir Ármannsson átti fund með forseta Íslands í morgun til að fara yfir stöðu mála á Alþingi.Stöð 2/HMP „Forseti var auðvitað bara að afla sér upplýsinga um þingstörfin og hvers væri að vænta varðandi þau á næstunni. Það má auðvitað segja að við erum í ákveðnu óvissutímabili þannig að þingstörfin munu auðvitað taka mið af því,“ segir forseti Alþingis. Beiðni Bjarna um lausn fyrir hann og ráðuneyti hans feli ein og sér ekki í sér boðun um þingrof. Það væri sjálfstæð ákvörðun og þar með kjördagur. Birgir telur eðlilegt við þessar aðstæður að Bjarna verði falið að leiða starfsstjórn. „Þegar forsætisráðherra hefur beðist lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt er venjan sú að forseti biður hann að sitja áfram í starfsstjórn þangað til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. Þannig að það hefur í raun og veru ekki önnur áhrif en það og hefur ekki áhrif á þingstörfin sem slík,” sagði Birgir Ármannsson. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá viðtal við Svandísi Svavarsdóttur klukkan 18:15 í gærkvöldi í heild sinni:
Forseti Íslands Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir „Við erum í ákveðnu óvissutímabili“ Það ríkir óvissuástand um framhald þingstarfa í ljósi þeirrar stöðu sem nú er uppi í íslenskum stjórnmálum. Þetta sagði Birgir Ármannsson forseti Alþingis að loknum fundi sínum með Höllu Tómasdóttur forseta Íslands í morgun. Það muni ráðast síðar í dag hvernig þingstörfum verður háttað í vikunni. Þess má vænta að forsætisráðherra muni síðar í dag biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. 15. október 2024 10:17 Píratar komnir í kosningaham Píratar eru komnir í kosningaham og hafa nokkrir þeirra þegar gefið út að þeir muni sækjast eftir sæti á lista. Þeirra á meðal eru þingmennirnir Björn Leví Gunnarsson og Gísli Rafn Ólafsson og Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir sem nýlega gekk til liðs við flokkinn. Öll hafa þau birt færslur á samfélagsmiðlum þar sem þau kalla eftir stuðningi. 15. október 2024 09:36 Enginn þingfundur í dag og óvissa um framhaldið Þingfundur verður ekki á Alþingi í dag eins og gert hafði verið ráð fyrir og segir Birgir Ármannsson forseti Alþingis að það sé eðlilegt miðað við þær aðstæður sem nú eru uppi. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur nú ákveðið að biðjast lausnar fyrir sig og sitt ráðuneyti. Samkvæmt starfsáætlun Alþingis hefði þingfundur átt að fara fram í dag. 15. október 2024 08:02 Varar við „hægriglundroða” Bjarna og Sigmundar og landsfundi frestað Formaður Samfylkingarinnar varar við mögulegum „hægriglundroða með flokksbrotum Bjarna og Sigmundar og fylgitunglum þeirra,“ að afstöðnum alþingiskosningum sem framundan eru. Þá hefur framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar ákveðið að fresta landsfundi flokksins sem átti að fara fram um miðjan nóvember. Er það mat framkvæmdastjórnarinnar að það sé best fyrir flokkinn og að öllum kröftum flokksins verði beint í kosningabaráttu. Þess í stað verði stefnt að landsfundi í mars eða apríl. 15. október 2024 07:31 Ekki einhugur meðal formanna flokkanna um framhaldið Ekki er einhugur um það meðal leiðtoga á Alþingi hvort forseti Íslands eigi að verða við ósk forsætisráðherra um þingrof, eða hvort honum beri að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Forsetinn ræddi við leiðtoga allra flokkanna í dag. Formaður Vinstri grænna lýsti því yfir snemma í kvöld að hún gæti vel séð fyrir sér minnihlutastjórn hennar flokks með Sigurð Inga Jóhannsson formann Framsóknarflokksins í embætti forsætisráðherra fram að kosningum. 14. október 2024 20:13 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
„Við erum í ákveðnu óvissutímabili“ Það ríkir óvissuástand um framhald þingstarfa í ljósi þeirrar stöðu sem nú er uppi í íslenskum stjórnmálum. Þetta sagði Birgir Ármannsson forseti Alþingis að loknum fundi sínum með Höllu Tómasdóttur forseta Íslands í morgun. Það muni ráðast síðar í dag hvernig þingstörfum verður háttað í vikunni. Þess má vænta að forsætisráðherra muni síðar í dag biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. 15. október 2024 10:17
Píratar komnir í kosningaham Píratar eru komnir í kosningaham og hafa nokkrir þeirra þegar gefið út að þeir muni sækjast eftir sæti á lista. Þeirra á meðal eru þingmennirnir Björn Leví Gunnarsson og Gísli Rafn Ólafsson og Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir sem nýlega gekk til liðs við flokkinn. Öll hafa þau birt færslur á samfélagsmiðlum þar sem þau kalla eftir stuðningi. 15. október 2024 09:36
Enginn þingfundur í dag og óvissa um framhaldið Þingfundur verður ekki á Alþingi í dag eins og gert hafði verið ráð fyrir og segir Birgir Ármannsson forseti Alþingis að það sé eðlilegt miðað við þær aðstæður sem nú eru uppi. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur nú ákveðið að biðjast lausnar fyrir sig og sitt ráðuneyti. Samkvæmt starfsáætlun Alþingis hefði þingfundur átt að fara fram í dag. 15. október 2024 08:02
Varar við „hægriglundroða” Bjarna og Sigmundar og landsfundi frestað Formaður Samfylkingarinnar varar við mögulegum „hægriglundroða með flokksbrotum Bjarna og Sigmundar og fylgitunglum þeirra,“ að afstöðnum alþingiskosningum sem framundan eru. Þá hefur framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar ákveðið að fresta landsfundi flokksins sem átti að fara fram um miðjan nóvember. Er það mat framkvæmdastjórnarinnar að það sé best fyrir flokkinn og að öllum kröftum flokksins verði beint í kosningabaráttu. Þess í stað verði stefnt að landsfundi í mars eða apríl. 15. október 2024 07:31
Ekki einhugur meðal formanna flokkanna um framhaldið Ekki er einhugur um það meðal leiðtoga á Alþingi hvort forseti Íslands eigi að verða við ósk forsætisráðherra um þingrof, eða hvort honum beri að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Forsetinn ræddi við leiðtoga allra flokkanna í dag. Formaður Vinstri grænna lýsti því yfir snemma í kvöld að hún gæti vel séð fyrir sér minnihlutastjórn hennar flokks með Sigurð Inga Jóhannsson formann Framsóknarflokksins í embætti forsætisráðherra fram að kosningum. 14. október 2024 20:13