Opið bréf til Einars Þorsteinssonar frá kennurum í Hagaskóla Arna Sif Ásgeirsdóttir, Drífa Guðmundsdóttir og Kolbeinn Ari Hauksson skrifa 15. október 2024 13:30 Ágæti borgarstjóri Einar Þorsteinsson. Eins og þér ætti að vera kunnugt þá vinna kennarar undir talsverðu álagi – það er eðli starfsins. Kennarastarfið hefur tekið þó nokkrum breytingum. Þú ættir að þekkja starfið og kröfur þess, sem okkar æðsti yfirmaður. Við trúðum því að þú stæðir með okkur og skildir og þekktir störf okkar. Það tók því nokkuð á að hlusta á orðræðu þína á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna. Okkur langar því að útskýra hvað starfið gengur út á: Við störfum í „skóla fyrir alla“. Vellíðan nemenda er í fyrsta sæti hjá kennurum - ef nám á að fara fram þá verður nemendum að líða vel. Að þessu vinnum við markvisst á hverjum degi. Við vinnum gegn hatursfullri orðræðu, einelti og ofbeldi. Við reynum að leiðbeina börnunum, hvað varðar snjalltækjanotkun og um góð samskipti. Við sættum okkur ekki við að nokkrum einasta nemanda líði illa. Aðgengi foreldra að kennurum hefur stóraukist og eðlilega eru kröfur þeirra í okkar garð miklar. Við eigum í daglegum samskiptum við marga foreldra. Veitum hverjum og einum nemanda persónulega þjónustu. Við reynum að taka tillit til allra og skiljum engan eftir. Okkur er umhugað um börnin og leggjum rækt við velferð þeirra. Okkur þykir vænt um starfið okkar og vonum að það endurspeglist í líðan nemendanna. Kennarar eiga að baki 5 ára háskólanám, þar sem þeir sérhæfa sig á ýmsum sviðum. Við útbúum námsefni í mörgum útfærslum sem eiga að henta hverjum nemanda. Hver kennari sinnir um 200 nemendum. Í Hagaskóla eru oft bekkir með hátt í 30 nemendum og þar eru margir með sérstakar þarfir og aðrir með annað móðurmál en íslensku. Vissir þú að 15% nemenda á Íslandi eiga báða foreldra með annað tungumál en íslensku? Þú minnist á aukinn undirbúningstíma. Við kennum á unglingastigi og könnumst ekki við þennan aukna tíma sem þú talar um. Undirbúningstími er fyrst og fremst ætlaður fyrir kennslu, yfirferð verkefna og upplýsingaöflun. Þessi afmarkaði tími fer oft í fundarhöld vegna nemendamála sem og innleiðingu ýmissa breytinga. Það gefur því auga leið að kennarar eyða ófáum kvöldum og helgum í yfirferð og undirbúning sem hefði átt að eiga sér stað á skilgreindum vinnutíma. Vissir þú Einar að við í Hagaskóla, eins og svo ótal margir í skólum borgarinnar, höfum verið á hrakhólum í nokkur ár vegna myglu og skorts á viðhaldi húsnæðis? Við höfum kennt í kirkjukjallara, ónýtu hóteli, bíósölum, frístundaheimili, skrifstofuhúsnæði, í skóla í Grafarvogi, í íþróttahúsnæði svo eitthvað sé nefnt. Allt til að geta verið til staðar fyrir nemendur okkar. Við vonum innilega að þetta veiti þér örlitla innsýn inn í okkar veruleika og skilning á starfinu okkar. Einfaldast væri Einar að þú kæmir bara að kenna! Höfundar eru kennarar í Hagaskóla. Greinin er skrifuð fyrir hönd allra kennara í skólanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024 Grunnskólar Reykjavík Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Ágæti borgarstjóri Einar Þorsteinsson. Eins og þér ætti að vera kunnugt þá vinna kennarar undir talsverðu álagi – það er eðli starfsins. Kennarastarfið hefur tekið þó nokkrum breytingum. Þú ættir að þekkja starfið og kröfur þess, sem okkar æðsti yfirmaður. Við trúðum því að þú stæðir með okkur og skildir og þekktir störf okkar. Það tók því nokkuð á að hlusta á orðræðu þína á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna. Okkur langar því að útskýra hvað starfið gengur út á: Við störfum í „skóla fyrir alla“. Vellíðan nemenda er í fyrsta sæti hjá kennurum - ef nám á að fara fram þá verður nemendum að líða vel. Að þessu vinnum við markvisst á hverjum degi. Við vinnum gegn hatursfullri orðræðu, einelti og ofbeldi. Við reynum að leiðbeina börnunum, hvað varðar snjalltækjanotkun og um góð samskipti. Við sættum okkur ekki við að nokkrum einasta nemanda líði illa. Aðgengi foreldra að kennurum hefur stóraukist og eðlilega eru kröfur þeirra í okkar garð miklar. Við eigum í daglegum samskiptum við marga foreldra. Veitum hverjum og einum nemanda persónulega þjónustu. Við reynum að taka tillit til allra og skiljum engan eftir. Okkur er umhugað um börnin og leggjum rækt við velferð þeirra. Okkur þykir vænt um starfið okkar og vonum að það endurspeglist í líðan nemendanna. Kennarar eiga að baki 5 ára háskólanám, þar sem þeir sérhæfa sig á ýmsum sviðum. Við útbúum námsefni í mörgum útfærslum sem eiga að henta hverjum nemanda. Hver kennari sinnir um 200 nemendum. Í Hagaskóla eru oft bekkir með hátt í 30 nemendum og þar eru margir með sérstakar þarfir og aðrir með annað móðurmál en íslensku. Vissir þú að 15% nemenda á Íslandi eiga báða foreldra með annað tungumál en íslensku? Þú minnist á aukinn undirbúningstíma. Við kennum á unglingastigi og könnumst ekki við þennan aukna tíma sem þú talar um. Undirbúningstími er fyrst og fremst ætlaður fyrir kennslu, yfirferð verkefna og upplýsingaöflun. Þessi afmarkaði tími fer oft í fundarhöld vegna nemendamála sem og innleiðingu ýmissa breytinga. Það gefur því auga leið að kennarar eyða ófáum kvöldum og helgum í yfirferð og undirbúning sem hefði átt að eiga sér stað á skilgreindum vinnutíma. Vissir þú Einar að við í Hagaskóla, eins og svo ótal margir í skólum borgarinnar, höfum verið á hrakhólum í nokkur ár vegna myglu og skorts á viðhaldi húsnæðis? Við höfum kennt í kirkjukjallara, ónýtu hóteli, bíósölum, frístundaheimili, skrifstofuhúsnæði, í skóla í Grafarvogi, í íþróttahúsnæði svo eitthvað sé nefnt. Allt til að geta verið til staðar fyrir nemendur okkar. Við vonum innilega að þetta veiti þér örlitla innsýn inn í okkar veruleika og skilning á starfinu okkar. Einfaldast væri Einar að þú kæmir bara að kenna! Höfundar eru kennarar í Hagaskóla. Greinin er skrifuð fyrir hönd allra kennara í skólanum.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun