Sjálfstæðismenn keppast um sætin: „Ég las Morgunblaðið eins og aðrir“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. október 2024 14:13 Mögulegt kjördæmaflakk Þórdísar Kolbrúnar gæti haft áhrif á möguleika annarra, meðal annars Teits Bjarnar og Jóns Gunnarssonar. Vísir/samsett Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, hyggst ekki láta það trufla sig ef varaformaður flokksins sækist eftir sæti á lista í sama kjördæmi. Þá íhugar Teitur Björn Einarsson þingmaður hvort hann muni sækjast eftir oddvitasæti í Norðvesturkjördæmi. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, sem hefur verið orðuð við framboð fyrir flokkinn segist ekki vera á leið í landsmálin. Mögulegt er að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, bjóði sig fram í Suðvesturkjördæmi í kosningum sem að óbreyttu fara fram næsta mánuði. Hún segist í samtali við Morgunblaðið í dag vera að íhuga það alvarlega, en hún var oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi í síðustu alþingiskosningum. Fari svo að Þórdís taki sæti á lista í Suðvesturkjördæmi er ljóst að auðveldara verður fyrir aðra að sækjast eftir oddvitasæti flokksins í Norðvesturkjördæmi. Teitur Björn er annar þingmaður flokksins í kjördæminu en hann segir í samtali við fréttastofu vera „rosalega stutt“ í það að hann taki ákvörðun um hvort hann gefi kost á sér í fyrsta sætið. „Ég las Morgunblaðið eins og aðrir,“ segir Teitur sem þó er ákveðinn í að gefa kost á sér til þingmennsku áfram. Hann muni hins vegar gera það upp við sig mjög fljótlega hvort hann muni sækjast eftir oddvitasætinu. Raða á lista á sunnudag „Það liggur núna líka fyrir að það verður kjördæmaþing Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi haldið á sunnudaginn þar sem að verður röðun á lista í fyrstu fjögur sætin,“ segir Teitur. Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri hefur verið orðuð við framboð í kjördæminu en í samtali við fréttastofu segist hún ekki ætla að gefa kost á sér til Alþingis í komandi kosningum. „Ég er ánægð á mínum stað og hef ekki hugsað mér að færa mig um set eins og sakir standa,“ segir Ásthildur. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri. Hvert kjördæmi hefur ákvörðunarvald um það hvaða leið er farin við val á lista. Almennt hefur það tíðkast í Sjálfstæðisflokknum að halda prófkjör en í ljósi þess hve skammur tími er að öllum líkindum til kosninga þykir ólíklegt að hefðbundin prófkjör fari fram í þetta sinn. Bitist um sætin í Kraganum? Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, er oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi en næstur á eftir honum á lista í síðustu kosningum var Jón Gunnarsson. Aðspurður segist Jón ekki ætla að víkja fyrir varaformanninum, fari svo að Þórdís leitist eftir sæti í Kraganum. „Hún er að skoða það eitthvað en það hefur í sjálfu sér engin áhrif á mig. Ég hef tilkynnt kjördæmisráði um það að ég gefi kost á mér áfram og hef tilkynnt það formanni Sjálfstæðisflokksins. Þannig það liggur bara fyrir og svo kemur bara í ljós hvernig þetta verður,“ segir Jón. Kraginn hefur verið eitt sterkasta vígi flokksins en Sjálfstæðisflokkurinn fékk þar fjóra þingmenn kjörna í síðustu kosningum. Fyrir utan Bjarna og Jón eru þau Bryndís Haraldsdóttir og Óli Björn Kárason einnig þingmenn kjördæmisins og þykir líklegt að þau muni áfram gefa kost á sér á lista. „Nú er ljóst að þessu kjörtímabili er að ljúka og kosningar framundan. Ég fer brött inn í þá baráttu enda státum við Sjálfstæðismenn af góðri grunnstefnu og miklum árangri. Lífskjör á Íslandi eru með því besta sem þekkist í heiminum,“ skrifaði Bryndís á Facebook í gær. Stjórn kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi hefur óskað eftir framboðum á lista í komandi alþingiskosningum. Val á framboðslista mun fara fram sunnudaginn 20. október í kjördæminu, líkt og boðað hefur verið í Norðvesturkjördæmi einnig. Sjálfstæðisflokkurinn Suðvesturkjördæmi Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Mögulegt er að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, bjóði sig fram í Suðvesturkjördæmi í kosningum sem að óbreyttu fara fram næsta mánuði. Hún segist í samtali við Morgunblaðið í dag vera að íhuga það alvarlega, en hún var oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi í síðustu alþingiskosningum. Fari svo að Þórdís taki sæti á lista í Suðvesturkjördæmi er ljóst að auðveldara verður fyrir aðra að sækjast eftir oddvitasæti flokksins í Norðvesturkjördæmi. Teitur Björn er annar þingmaður flokksins í kjördæminu en hann segir í samtali við fréttastofu vera „rosalega stutt“ í það að hann taki ákvörðun um hvort hann gefi kost á sér í fyrsta sætið. „Ég las Morgunblaðið eins og aðrir,“ segir Teitur sem þó er ákveðinn í að gefa kost á sér til þingmennsku áfram. Hann muni hins vegar gera það upp við sig mjög fljótlega hvort hann muni sækjast eftir oddvitasætinu. Raða á lista á sunnudag „Það liggur núna líka fyrir að það verður kjördæmaþing Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi haldið á sunnudaginn þar sem að verður röðun á lista í fyrstu fjögur sætin,“ segir Teitur. Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri hefur verið orðuð við framboð í kjördæminu en í samtali við fréttastofu segist hún ekki ætla að gefa kost á sér til Alþingis í komandi kosningum. „Ég er ánægð á mínum stað og hef ekki hugsað mér að færa mig um set eins og sakir standa,“ segir Ásthildur. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri. Hvert kjördæmi hefur ákvörðunarvald um það hvaða leið er farin við val á lista. Almennt hefur það tíðkast í Sjálfstæðisflokknum að halda prófkjör en í ljósi þess hve skammur tími er að öllum líkindum til kosninga þykir ólíklegt að hefðbundin prófkjör fari fram í þetta sinn. Bitist um sætin í Kraganum? Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, er oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi en næstur á eftir honum á lista í síðustu kosningum var Jón Gunnarsson. Aðspurður segist Jón ekki ætla að víkja fyrir varaformanninum, fari svo að Þórdís leitist eftir sæti í Kraganum. „Hún er að skoða það eitthvað en það hefur í sjálfu sér engin áhrif á mig. Ég hef tilkynnt kjördæmisráði um það að ég gefi kost á mér áfram og hef tilkynnt það formanni Sjálfstæðisflokksins. Þannig það liggur bara fyrir og svo kemur bara í ljós hvernig þetta verður,“ segir Jón. Kraginn hefur verið eitt sterkasta vígi flokksins en Sjálfstæðisflokkurinn fékk þar fjóra þingmenn kjörna í síðustu kosningum. Fyrir utan Bjarna og Jón eru þau Bryndís Haraldsdóttir og Óli Björn Kárason einnig þingmenn kjördæmisins og þykir líklegt að þau muni áfram gefa kost á sér á lista. „Nú er ljóst að þessu kjörtímabili er að ljúka og kosningar framundan. Ég fer brött inn í þá baráttu enda státum við Sjálfstæðismenn af góðri grunnstefnu og miklum árangri. Lífskjör á Íslandi eru með því besta sem þekkist í heiminum,“ skrifaði Bryndís á Facebook í gær. Stjórn kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi hefur óskað eftir framboðum á lista í komandi alþingiskosningum. Val á framboðslista mun fara fram sunnudaginn 20. október í kjördæminu, líkt og boðað hefur verið í Norðvesturkjördæmi einnig.
Sjálfstæðisflokkurinn Suðvesturkjördæmi Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira