Sjálfstæðismenn keppast um sætin: „Ég las Morgunblaðið eins og aðrir“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. október 2024 14:13 Mögulegt kjördæmaflakk Þórdísar Kolbrúnar gæti haft áhrif á möguleika annarra, meðal annars Teits Bjarnar og Jóns Gunnarssonar. Vísir/samsett Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, hyggst ekki láta það trufla sig ef varaformaður flokksins sækist eftir sæti á lista í sama kjördæmi. Þá íhugar Teitur Björn Einarsson þingmaður hvort hann muni sækjast eftir oddvitasæti í Norðvesturkjördæmi. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, sem hefur verið orðuð við framboð fyrir flokkinn segist ekki vera á leið í landsmálin. Mögulegt er að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, bjóði sig fram í Suðvesturkjördæmi í kosningum sem að óbreyttu fara fram næsta mánuði. Hún segist í samtali við Morgunblaðið í dag vera að íhuga það alvarlega, en hún var oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi í síðustu alþingiskosningum. Fari svo að Þórdís taki sæti á lista í Suðvesturkjördæmi er ljóst að auðveldara verður fyrir aðra að sækjast eftir oddvitasæti flokksins í Norðvesturkjördæmi. Teitur Björn er annar þingmaður flokksins í kjördæminu en hann segir í samtali við fréttastofu vera „rosalega stutt“ í það að hann taki ákvörðun um hvort hann gefi kost á sér í fyrsta sætið. „Ég las Morgunblaðið eins og aðrir,“ segir Teitur sem þó er ákveðinn í að gefa kost á sér til þingmennsku áfram. Hann muni hins vegar gera það upp við sig mjög fljótlega hvort hann muni sækjast eftir oddvitasætinu. Raða á lista á sunnudag „Það liggur núna líka fyrir að það verður kjördæmaþing Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi haldið á sunnudaginn þar sem að verður röðun á lista í fyrstu fjögur sætin,“ segir Teitur. Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri hefur verið orðuð við framboð í kjördæminu en í samtali við fréttastofu segist hún ekki ætla að gefa kost á sér til Alþingis í komandi kosningum. „Ég er ánægð á mínum stað og hef ekki hugsað mér að færa mig um set eins og sakir standa,“ segir Ásthildur. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri. Hvert kjördæmi hefur ákvörðunarvald um það hvaða leið er farin við val á lista. Almennt hefur það tíðkast í Sjálfstæðisflokknum að halda prófkjör en í ljósi þess hve skammur tími er að öllum líkindum til kosninga þykir ólíklegt að hefðbundin prófkjör fari fram í þetta sinn. Bitist um sætin í Kraganum? Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, er oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi en næstur á eftir honum á lista í síðustu kosningum var Jón Gunnarsson. Aðspurður segist Jón ekki ætla að víkja fyrir varaformanninum, fari svo að Þórdís leitist eftir sæti í Kraganum. „Hún er að skoða það eitthvað en það hefur í sjálfu sér engin áhrif á mig. Ég hef tilkynnt kjördæmisráði um það að ég gefi kost á mér áfram og hef tilkynnt það formanni Sjálfstæðisflokksins. Þannig það liggur bara fyrir og svo kemur bara í ljós hvernig þetta verður,“ segir Jón. Kraginn hefur verið eitt sterkasta vígi flokksins en Sjálfstæðisflokkurinn fékk þar fjóra þingmenn kjörna í síðustu kosningum. Fyrir utan Bjarna og Jón eru þau Bryndís Haraldsdóttir og Óli Björn Kárason einnig þingmenn kjördæmisins og þykir líklegt að þau muni áfram gefa kost á sér á lista. „Nú er ljóst að þessu kjörtímabili er að ljúka og kosningar framundan. Ég fer brött inn í þá baráttu enda státum við Sjálfstæðismenn af góðri grunnstefnu og miklum árangri. Lífskjör á Íslandi eru með því besta sem þekkist í heiminum,“ skrifaði Bryndís á Facebook í gær. Stjórn kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi hefur óskað eftir framboðum á lista í komandi alþingiskosningum. Val á framboðslista mun fara fram sunnudaginn 20. október í kjördæminu, líkt og boðað hefur verið í Norðvesturkjördæmi einnig. Sjálfstæðisflokkurinn Suðvesturkjördæmi Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sjá meira
Mögulegt er að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, bjóði sig fram í Suðvesturkjördæmi í kosningum sem að óbreyttu fara fram næsta mánuði. Hún segist í samtali við Morgunblaðið í dag vera að íhuga það alvarlega, en hún var oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi í síðustu alþingiskosningum. Fari svo að Þórdís taki sæti á lista í Suðvesturkjördæmi er ljóst að auðveldara verður fyrir aðra að sækjast eftir oddvitasæti flokksins í Norðvesturkjördæmi. Teitur Björn er annar þingmaður flokksins í kjördæminu en hann segir í samtali við fréttastofu vera „rosalega stutt“ í það að hann taki ákvörðun um hvort hann gefi kost á sér í fyrsta sætið. „Ég las Morgunblaðið eins og aðrir,“ segir Teitur sem þó er ákveðinn í að gefa kost á sér til þingmennsku áfram. Hann muni hins vegar gera það upp við sig mjög fljótlega hvort hann muni sækjast eftir oddvitasætinu. Raða á lista á sunnudag „Það liggur núna líka fyrir að það verður kjördæmaþing Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi haldið á sunnudaginn þar sem að verður röðun á lista í fyrstu fjögur sætin,“ segir Teitur. Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri hefur verið orðuð við framboð í kjördæminu en í samtali við fréttastofu segist hún ekki ætla að gefa kost á sér til Alþingis í komandi kosningum. „Ég er ánægð á mínum stað og hef ekki hugsað mér að færa mig um set eins og sakir standa,“ segir Ásthildur. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri. Hvert kjördæmi hefur ákvörðunarvald um það hvaða leið er farin við val á lista. Almennt hefur það tíðkast í Sjálfstæðisflokknum að halda prófkjör en í ljósi þess hve skammur tími er að öllum líkindum til kosninga þykir ólíklegt að hefðbundin prófkjör fari fram í þetta sinn. Bitist um sætin í Kraganum? Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, er oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi en næstur á eftir honum á lista í síðustu kosningum var Jón Gunnarsson. Aðspurður segist Jón ekki ætla að víkja fyrir varaformanninum, fari svo að Þórdís leitist eftir sæti í Kraganum. „Hún er að skoða það eitthvað en það hefur í sjálfu sér engin áhrif á mig. Ég hef tilkynnt kjördæmisráði um það að ég gefi kost á mér áfram og hef tilkynnt það formanni Sjálfstæðisflokksins. Þannig það liggur bara fyrir og svo kemur bara í ljós hvernig þetta verður,“ segir Jón. Kraginn hefur verið eitt sterkasta vígi flokksins en Sjálfstæðisflokkurinn fékk þar fjóra þingmenn kjörna í síðustu kosningum. Fyrir utan Bjarna og Jón eru þau Bryndís Haraldsdóttir og Óli Björn Kárason einnig þingmenn kjördæmisins og þykir líklegt að þau muni áfram gefa kost á sér á lista. „Nú er ljóst að þessu kjörtímabili er að ljúka og kosningar framundan. Ég fer brött inn í þá baráttu enda státum við Sjálfstæðismenn af góðri grunnstefnu og miklum árangri. Lífskjör á Íslandi eru með því besta sem þekkist í heiminum,“ skrifaði Bryndís á Facebook í gær. Stjórn kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi hefur óskað eftir framboðum á lista í komandi alþingiskosningum. Val á framboðslista mun fara fram sunnudaginn 20. október í kjördæminu, líkt og boðað hefur verið í Norðvesturkjördæmi einnig.
Sjálfstæðisflokkurinn Suðvesturkjördæmi Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sjá meira