Sjálfstæðismenn keppast um sætin: „Ég las Morgunblaðið eins og aðrir“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. október 2024 14:13 Mögulegt kjördæmaflakk Þórdísar Kolbrúnar gæti haft áhrif á möguleika annarra, meðal annars Teits Bjarnar og Jóns Gunnarssonar. Vísir/samsett Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, hyggst ekki láta það trufla sig ef varaformaður flokksins sækist eftir sæti á lista í sama kjördæmi. Þá íhugar Teitur Björn Einarsson þingmaður hvort hann muni sækjast eftir oddvitasæti í Norðvesturkjördæmi. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, sem hefur verið orðuð við framboð fyrir flokkinn segist ekki vera á leið í landsmálin. Mögulegt er að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, bjóði sig fram í Suðvesturkjördæmi í kosningum sem að óbreyttu fara fram næsta mánuði. Hún segist í samtali við Morgunblaðið í dag vera að íhuga það alvarlega, en hún var oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi í síðustu alþingiskosningum. Fari svo að Þórdís taki sæti á lista í Suðvesturkjördæmi er ljóst að auðveldara verður fyrir aðra að sækjast eftir oddvitasæti flokksins í Norðvesturkjördæmi. Teitur Björn er annar þingmaður flokksins í kjördæminu en hann segir í samtali við fréttastofu vera „rosalega stutt“ í það að hann taki ákvörðun um hvort hann gefi kost á sér í fyrsta sætið. „Ég las Morgunblaðið eins og aðrir,“ segir Teitur sem þó er ákveðinn í að gefa kost á sér til þingmennsku áfram. Hann muni hins vegar gera það upp við sig mjög fljótlega hvort hann muni sækjast eftir oddvitasætinu. Raða á lista á sunnudag „Það liggur núna líka fyrir að það verður kjördæmaþing Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi haldið á sunnudaginn þar sem að verður röðun á lista í fyrstu fjögur sætin,“ segir Teitur. Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri hefur verið orðuð við framboð í kjördæminu en í samtali við fréttastofu segist hún ekki ætla að gefa kost á sér til Alþingis í komandi kosningum. „Ég er ánægð á mínum stað og hef ekki hugsað mér að færa mig um set eins og sakir standa,“ segir Ásthildur. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri. Hvert kjördæmi hefur ákvörðunarvald um það hvaða leið er farin við val á lista. Almennt hefur það tíðkast í Sjálfstæðisflokknum að halda prófkjör en í ljósi þess hve skammur tími er að öllum líkindum til kosninga þykir ólíklegt að hefðbundin prófkjör fari fram í þetta sinn. Bitist um sætin í Kraganum? Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, er oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi en næstur á eftir honum á lista í síðustu kosningum var Jón Gunnarsson. Aðspurður segist Jón ekki ætla að víkja fyrir varaformanninum, fari svo að Þórdís leitist eftir sæti í Kraganum. „Hún er að skoða það eitthvað en það hefur í sjálfu sér engin áhrif á mig. Ég hef tilkynnt kjördæmisráði um það að ég gefi kost á mér áfram og hef tilkynnt það formanni Sjálfstæðisflokksins. Þannig það liggur bara fyrir og svo kemur bara í ljós hvernig þetta verður,“ segir Jón. Kraginn hefur verið eitt sterkasta vígi flokksins en Sjálfstæðisflokkurinn fékk þar fjóra þingmenn kjörna í síðustu kosningum. Fyrir utan Bjarna og Jón eru þau Bryndís Haraldsdóttir og Óli Björn Kárason einnig þingmenn kjördæmisins og þykir líklegt að þau muni áfram gefa kost á sér á lista. „Nú er ljóst að þessu kjörtímabili er að ljúka og kosningar framundan. Ég fer brött inn í þá baráttu enda státum við Sjálfstæðismenn af góðri grunnstefnu og miklum árangri. Lífskjör á Íslandi eru með því besta sem þekkist í heiminum,“ skrifaði Bryndís á Facebook í gær. Stjórn kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi hefur óskað eftir framboðum á lista í komandi alþingiskosningum. Val á framboðslista mun fara fram sunnudaginn 20. október í kjördæminu, líkt og boðað hefur verið í Norðvesturkjördæmi einnig. Sjálfstæðisflokkurinn Suðvesturkjördæmi Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvun á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Mögulegt er að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, bjóði sig fram í Suðvesturkjördæmi í kosningum sem að óbreyttu fara fram næsta mánuði. Hún segist í samtali við Morgunblaðið í dag vera að íhuga það alvarlega, en hún var oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi í síðustu alþingiskosningum. Fari svo að Þórdís taki sæti á lista í Suðvesturkjördæmi er ljóst að auðveldara verður fyrir aðra að sækjast eftir oddvitasæti flokksins í Norðvesturkjördæmi. Teitur Björn er annar þingmaður flokksins í kjördæminu en hann segir í samtali við fréttastofu vera „rosalega stutt“ í það að hann taki ákvörðun um hvort hann gefi kost á sér í fyrsta sætið. „Ég las Morgunblaðið eins og aðrir,“ segir Teitur sem þó er ákveðinn í að gefa kost á sér til þingmennsku áfram. Hann muni hins vegar gera það upp við sig mjög fljótlega hvort hann muni sækjast eftir oddvitasætinu. Raða á lista á sunnudag „Það liggur núna líka fyrir að það verður kjördæmaþing Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi haldið á sunnudaginn þar sem að verður röðun á lista í fyrstu fjögur sætin,“ segir Teitur. Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri hefur verið orðuð við framboð í kjördæminu en í samtali við fréttastofu segist hún ekki ætla að gefa kost á sér til Alþingis í komandi kosningum. „Ég er ánægð á mínum stað og hef ekki hugsað mér að færa mig um set eins og sakir standa,“ segir Ásthildur. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri. Hvert kjördæmi hefur ákvörðunarvald um það hvaða leið er farin við val á lista. Almennt hefur það tíðkast í Sjálfstæðisflokknum að halda prófkjör en í ljósi þess hve skammur tími er að öllum líkindum til kosninga þykir ólíklegt að hefðbundin prófkjör fari fram í þetta sinn. Bitist um sætin í Kraganum? Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, er oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi en næstur á eftir honum á lista í síðustu kosningum var Jón Gunnarsson. Aðspurður segist Jón ekki ætla að víkja fyrir varaformanninum, fari svo að Þórdís leitist eftir sæti í Kraganum. „Hún er að skoða það eitthvað en það hefur í sjálfu sér engin áhrif á mig. Ég hef tilkynnt kjördæmisráði um það að ég gefi kost á mér áfram og hef tilkynnt það formanni Sjálfstæðisflokksins. Þannig það liggur bara fyrir og svo kemur bara í ljós hvernig þetta verður,“ segir Jón. Kraginn hefur verið eitt sterkasta vígi flokksins en Sjálfstæðisflokkurinn fékk þar fjóra þingmenn kjörna í síðustu kosningum. Fyrir utan Bjarna og Jón eru þau Bryndís Haraldsdóttir og Óli Björn Kárason einnig þingmenn kjördæmisins og þykir líklegt að þau muni áfram gefa kost á sér á lista. „Nú er ljóst að þessu kjörtímabili er að ljúka og kosningar framundan. Ég fer brött inn í þá baráttu enda státum við Sjálfstæðismenn af góðri grunnstefnu og miklum árangri. Lífskjör á Íslandi eru með því besta sem þekkist í heiminum,“ skrifaði Bryndís á Facebook í gær. Stjórn kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi hefur óskað eftir framboðum á lista í komandi alþingiskosningum. Val á framboðslista mun fara fram sunnudaginn 20. október í kjördæminu, líkt og boðað hefur verið í Norðvesturkjördæmi einnig.
Sjálfstæðisflokkurinn Suðvesturkjördæmi Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvun á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent