Innlent

Samningur Eflingar og SFV sam­þykktur

Árni Sæberg skrifar
Frá undirritun samningsins.
Frá undirritun samningsins. Facebook/Sólveig Anna Jónsdóttir

Kjarasamningur Eflingar við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu hefur verið samþykktur með 92,8 prósentum greiddra atkvæða.

Frá þessu greinir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í stuttri færslu á Facebook. „Til hamingju, frábæra og duglega samninganefnd!“ segir hún.

Skrifað var undir samninginn aðfaranótt 3. október síðastliðins eftir nokkuð stífar samningaviðræður. Samningurinn gildir í fjögur ár og nær til starfsmanna hjúkrunarheimila á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði. Þetta er í fyrsta sinn sem samninganefnd Eflingar semur við SFV utan almennra kjarasamninga.


Tengdar fréttir

Hafa ekki tíma í samskipti vegna mönnunarvanda

Undirmönnun á hjúkrunarheimilum hefur leitt til þess að starfsfólk hefur neyðst til þess að draga úr samskiptum við íbúa, segir formaður Eflingar. Kjaradeilu félagsins við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu hefur verið vísað til ríkissáttasemjara og þess er krafist að mönnun verði bætt.

Vísa kjara­deilu starfs­manna hjúkrunar­heimila til sátta­semjara

Stéttarfélagið Efling vísaði kjaradeilu sinni við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) til ríkissáttasemjara í dag. Félagið krefst lausnar á undirmönnnun og álagi á starfsfólk á hjúkrunarheimilum auk samninga í samræmi við launastefnu úr kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins frá því í mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×