Öðruvísi Íslendingar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar 19. október 2024 21:32 Í almennri umræðu og kommentakerfum í dag má finna ýmiskonar hatursorðræðu, múslimahatur, gyðingahatur, útlendingahatur og svo lengi má telja. Allt sem má telja sem „öðruvísi” en hinn „venjulegi” Íslendingur er dregið fram sem óæskilegt. En þetta er alls ekki nýtt af nálinni. Ég er fædd og uppalin í Laugardalnum, á íslenska foreldra, tala reiprennandi íslensku, er ljóshærð, borðaði lifur í brúnni sósu sem krakki og elska að horfa á leiki íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Frekar venjulegur Íslendingur, ekki satt? Það sem gerir mig „öðruvísi” er að amma mín var danskur gyðingur. Hún bjó í Danmörku á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar en fjölskyldu hennar tókst að flýja til Svíþjóðar áður en nasistarnir náðu að senda gyðinga landsins í fangabúðir. Frændi ömmu minnar náðist hinsvegar og var sendur í Theresienstadt fangabúðirnar. Þetta voru sögurnar sem ég ólst upp við, hvað fjölskyldan var heppin að hafa komist í vernd til Svíþjóðar á meðan öðrum fjölskyldumeðlimum sem bjuggu í Austur-Evrópu var útrýmt af nasistum. Ég var alltaf hugfangin af þessum bakgrunni og þótti vænt um að amma mín hafi lifað þessa hörmunga af. Sem krakki sagði ég jafnöldrum mínum spennt frá þessu og sagðist stolt af því að vera af gyðingaættum. Það hinsvegar leiddi til þess að jafnaldrar mínir kölluðu mig jüdenswein og júða og teiknuðu hakakross á borðið mitt. Þessi gyðingaandúð hætti ekki í grunnskóla og hefur fylgt mér alla tíð síðan en þess má geta að ég var í grunnskóla á árunum 1998-2008. Hræðslan við „öðruvísi” fólk var svo gífurleg á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar á Íslandi að talað var um að ef fleiri en 50 gyðingar kæmu til landsins myndi það eyðileggja hinn íslenska kynstofn (Vísir 11. desember 1938, bls. 2) , hvað svo sem það er. Þess má geta að á þessum tíma neitaði Hermann Jónasson forsætisráðherra að taka á móti sex gyðingabörnum frá Þýskalandi (Katrín Thoroddsen, „Mannúð bönnuð á Íslandi“, bls. 3.) og á sama tíma bannaði hann svörtum hermönnum frá Bandaríkjunum að vera með aðsetur á landinu (Mánudagsblaðið 10. maí 1965). Norðurlandaþjóðirnar stæra sig oft á því hversu vel Svíþjóð tók á móti dönsku gyðingunum, sú saga er oft sögð til að undirstrika góðvild mannkynsins á erfiðum tímum. Ég veit sjálf að amma mín hefði verið send í fangabúðir, líkt og frændi sinn, ef þau hefðu ekki komist til Svíþjóðar og hlotið þar vernd. Hví viljum við ekki taka á móti fólki sem er að flýja hættur í heimalandi sínu? Er það einungis vegna þess að þau eru „öðruvísi”? Í dag má sjá slíka orðræðu í kommentakerfum, þess efnis að Ísland ætti ekki að taka á móti fólki frá Venezuela, Rússlandi eða Palestínu. Strax þegar einstaklingur er orðinn öðruvísi vegna stöðu þeirra í samfélaginu, útlits, uppruna, kynhneigðar annað en hins hvíta íslendings fer öll skynsemi út um gluggann hjá fólkinu í kommentakerfum. Við ættum öll að muna að íslenska þjóðin er sjálf búin til af norsku flóttafólki sem flúði reiði Haralds Hárfagra Noregskonungs. Hinn svokallaði „íslenski kynstofn” er búinn til af flóttafólki. Íslendingar er þjóð útlendinga. Hættum að líta á fólk sem öðruvísi, útlendingar koma hingað í leit af tækifærum, líkt og forfeður okkar gerðu frá Noregi. Tökum fólki opnum örmum, njótum þess að þetta fólk auðgar okkar líf og menningu. Höfundur er helfararsagnfræðingur, frambjóðandi Pírata og öðruvísi Íslendingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Píratar Innflytjendamál Íslensk tunga Flóttafólk á Íslandi Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Í almennri umræðu og kommentakerfum í dag má finna ýmiskonar hatursorðræðu, múslimahatur, gyðingahatur, útlendingahatur og svo lengi má telja. Allt sem má telja sem „öðruvísi” en hinn „venjulegi” Íslendingur er dregið fram sem óæskilegt. En þetta er alls ekki nýtt af nálinni. Ég er fædd og uppalin í Laugardalnum, á íslenska foreldra, tala reiprennandi íslensku, er ljóshærð, borðaði lifur í brúnni sósu sem krakki og elska að horfa á leiki íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Frekar venjulegur Íslendingur, ekki satt? Það sem gerir mig „öðruvísi” er að amma mín var danskur gyðingur. Hún bjó í Danmörku á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar en fjölskyldu hennar tókst að flýja til Svíþjóðar áður en nasistarnir náðu að senda gyðinga landsins í fangabúðir. Frændi ömmu minnar náðist hinsvegar og var sendur í Theresienstadt fangabúðirnar. Þetta voru sögurnar sem ég ólst upp við, hvað fjölskyldan var heppin að hafa komist í vernd til Svíþjóðar á meðan öðrum fjölskyldumeðlimum sem bjuggu í Austur-Evrópu var útrýmt af nasistum. Ég var alltaf hugfangin af þessum bakgrunni og þótti vænt um að amma mín hafi lifað þessa hörmunga af. Sem krakki sagði ég jafnöldrum mínum spennt frá þessu og sagðist stolt af því að vera af gyðingaættum. Það hinsvegar leiddi til þess að jafnaldrar mínir kölluðu mig jüdenswein og júða og teiknuðu hakakross á borðið mitt. Þessi gyðingaandúð hætti ekki í grunnskóla og hefur fylgt mér alla tíð síðan en þess má geta að ég var í grunnskóla á árunum 1998-2008. Hræðslan við „öðruvísi” fólk var svo gífurleg á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar á Íslandi að talað var um að ef fleiri en 50 gyðingar kæmu til landsins myndi það eyðileggja hinn íslenska kynstofn (Vísir 11. desember 1938, bls. 2) , hvað svo sem það er. Þess má geta að á þessum tíma neitaði Hermann Jónasson forsætisráðherra að taka á móti sex gyðingabörnum frá Þýskalandi (Katrín Thoroddsen, „Mannúð bönnuð á Íslandi“, bls. 3.) og á sama tíma bannaði hann svörtum hermönnum frá Bandaríkjunum að vera með aðsetur á landinu (Mánudagsblaðið 10. maí 1965). Norðurlandaþjóðirnar stæra sig oft á því hversu vel Svíþjóð tók á móti dönsku gyðingunum, sú saga er oft sögð til að undirstrika góðvild mannkynsins á erfiðum tímum. Ég veit sjálf að amma mín hefði verið send í fangabúðir, líkt og frændi sinn, ef þau hefðu ekki komist til Svíþjóðar og hlotið þar vernd. Hví viljum við ekki taka á móti fólki sem er að flýja hættur í heimalandi sínu? Er það einungis vegna þess að þau eru „öðruvísi”? Í dag má sjá slíka orðræðu í kommentakerfum, þess efnis að Ísland ætti ekki að taka á móti fólki frá Venezuela, Rússlandi eða Palestínu. Strax þegar einstaklingur er orðinn öðruvísi vegna stöðu þeirra í samfélaginu, útlits, uppruna, kynhneigðar annað en hins hvíta íslendings fer öll skynsemi út um gluggann hjá fólkinu í kommentakerfum. Við ættum öll að muna að íslenska þjóðin er sjálf búin til af norsku flóttafólki sem flúði reiði Haralds Hárfagra Noregskonungs. Hinn svokallaði „íslenski kynstofn” er búinn til af flóttafólki. Íslendingar er þjóð útlendinga. Hættum að líta á fólk sem öðruvísi, útlendingar koma hingað í leit af tækifærum, líkt og forfeður okkar gerðu frá Noregi. Tökum fólki opnum örmum, njótum þess að þetta fólk auðgar okkar líf og menningu. Höfundur er helfararsagnfræðingur, frambjóðandi Pírata og öðruvísi Íslendingur.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun