Hættum þessu bulli – enga strúta hér á landi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar 20. október 2024 10:31 Þetta er ekki flókið. Náum sátt um menntakerfið og málið er dautt. Eldgamalt vandamál sem þarf að leysa. Kjör á pari við viðmiðunarstéttir miðað við fimm ára háskólanám. Kjarasamningur þar sem kennarar þurfa ekki að selja sálu sína til að koma út í plús. Viðunandi starfsaðstæður sem veikja ekki einstaklinga vegna álags og myglu. Skýr framtíðarsýn svo allir séu að slá taktinn saman. Börn eiga rétt á menntakerfi sem er ekki á virku sprengjusvæði. Kennarar eiga rétt á kjörum og starfsskilyrðum sem hægt er að lifa á eins og aðrir háskólamenntaðir og valda ekki veikindum. Foreldrar eiga rétt á menntakerfi sem virkar fyrir börnin þeirra. Hvað er málið ? Ætlum við virkilega að halda þessari vitleysu áfram ? Það breytist ekkert ef við breytum ekki neinu. Það er ekki nóg að slökkva elda hér og þar. Það þarf róttækar breytingar og allt samfélagið þarf að koma inn í þá jöfnu. Það sér það hver heilvita maður að sveitarfélögin eru ekki að ráða við það verkefni að reka grunnskólana. Ríkið þarf að stíga fast inn. Á meðan við höldum þessu bulli áfram þá erum við að viðhalda menntakerfi sem dansar á brúninni. Girðum okkur í brók. Það er til haugur af skýrslum og rannsóknum sem styðja það sem ég er að segja. Það mun taka tíma að lagfæra það menntakerfi sem við búum við í dag en á meðan stjórnvöld stinga hausnum í sandinn þá munum við halda áfram að búa við það sama. Strútar eru ekki góðir viðsemjendur. Höfundur er grunnskólakennari og stjórnarmeðlimur í Kennarafélagi Reykjavíkur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Réttindi barna Rakel Linda Kristjánsdóttir Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Þetta er ekki flókið. Náum sátt um menntakerfið og málið er dautt. Eldgamalt vandamál sem þarf að leysa. Kjör á pari við viðmiðunarstéttir miðað við fimm ára háskólanám. Kjarasamningur þar sem kennarar þurfa ekki að selja sálu sína til að koma út í plús. Viðunandi starfsaðstæður sem veikja ekki einstaklinga vegna álags og myglu. Skýr framtíðarsýn svo allir séu að slá taktinn saman. Börn eiga rétt á menntakerfi sem er ekki á virku sprengjusvæði. Kennarar eiga rétt á kjörum og starfsskilyrðum sem hægt er að lifa á eins og aðrir háskólamenntaðir og valda ekki veikindum. Foreldrar eiga rétt á menntakerfi sem virkar fyrir börnin þeirra. Hvað er málið ? Ætlum við virkilega að halda þessari vitleysu áfram ? Það breytist ekkert ef við breytum ekki neinu. Það er ekki nóg að slökkva elda hér og þar. Það þarf róttækar breytingar og allt samfélagið þarf að koma inn í þá jöfnu. Það sér það hver heilvita maður að sveitarfélögin eru ekki að ráða við það verkefni að reka grunnskólana. Ríkið þarf að stíga fast inn. Á meðan við höldum þessu bulli áfram þá erum við að viðhalda menntakerfi sem dansar á brúninni. Girðum okkur í brók. Það er til haugur af skýrslum og rannsóknum sem styðja það sem ég er að segja. Það mun taka tíma að lagfæra það menntakerfi sem við búum við í dag en á meðan stjórnvöld stinga hausnum í sandinn þá munum við halda áfram að búa við það sama. Strútar eru ekki góðir viðsemjendur. Höfundur er grunnskólakennari og stjórnarmeðlimur í Kennarafélagi Reykjavíkur
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar