Rangfærslur bæjarstjóra Stefán Georgsson skrifar 20. október 2024 22:31 Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði fór mikinn á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga nú fyrr í október. Í frétt Morgunblaðsins sem endursögð er að hluta á mbl.is segir Rósa kærur náttúruverndarsamtaka hafa kostað Hafnarfjarðarbæ 8 milljarða. Hérna fer Rósa með rangt mál að öllu leyti. Annað hvort veit bæjarstjóri ekki betur eða hún er vísvitandi að fara með rangt mál til að slá pólítískar keilur. Staðreyndir málsins eru þær að gegnum Skarðshlíðarhverfi í Hafnarfirði liggur Hamraneslína 1-2. Gatnagerð í hverfinu lauk að mestu árið 2008 og það stóð lengi óbyggt. Hafnarfjarðarbær og íbúar hafa lengi þrýst á Landsnet að færa línurnar eða setja þær í jarðstreng. Lagt var til árið 2015 að setja Hamraneslínu 1-2 í jarðstreng, en Landsnet tók það ekki í mál. Ferill málsins er rakinn á Facebook síðu áhugahópsins Jarðstrengja. Sama ár (2015) fóru Íbúasamtök Valla í undirskriftasöfnun til að þrýsta á Landnset og í framhaldinu var gert samkomulag milli Hafnarfjarðarbæjar og Landsnets, meðal annars um að taka Hamraneslínu niður þegar búið væri að byggja nýjar raflínur til Hafnarfjarðar, svokallaður Lyklafellslínu. Framkvæmdaleyfi vegna Lyklafellslínu (sem bæjarstjóri virðist rugla við Suðurnesjalínu 2) var fellt úr gildi 2018. Það var fellt úr gildi þar sem Landsnet gleymdi að skoða jarðstreng í öxl Bláfjallavegar sem valkost við loftlínu gegnum vatnsverndarsvæði í mati á umhverfisáhrifum. Mat á umhverfisáhrifum er á ábyrgð framkvæmdaaðila og út í hött að kenna náttúruverndarsamtökum um að Landsnet fylgdi ekki lögum. Þetta er alveg skýrt í úrskurði ÚUA: „Úrskurðarnefndin hefur að framan komist að þeirri niðurstöðu að ógilda beri hina kærðu ákvörðun þar sem ekki sé sýnt fram á að jarðstrengskostir séu ekki raunhæfir og samanburður á umhverfisáhrifum þeirra og aðalvalkosts framkvæmdaraðila hafi ekki farið fram með þeim hætti sem lög gera ráð fyrir.“ Til að gera langa sögu stutta fór svo að gjósa á Reykjanesi og jarðvísindamenn mæltu eindregið gegn þeim valkosti sem Landsnet lagði til. Því var hætt við allt saman og valkosturinn sem Landsnet hafði hafnað 2015 varð allt í einu raunhæfur. Nú í október 2024 (9 árum síðar) var jarðstrengur í stað Hamraneslínu í Skarðshlíð spennusettur og í framhaldi verður línan tekin niður. Í millitíðinni hafði Landsnet fært línuna til bráðabirgða með ærnum tilkostnaði. Níu ára töf og viðbótarkostnaður er alfarið á ábyrgð Landsnets, ekki frjálsra félagasamtaka. Höfundur er verkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Orkumál Umhverfismál Stefán Georgsson Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Sjá meira
Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði fór mikinn á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga nú fyrr í október. Í frétt Morgunblaðsins sem endursögð er að hluta á mbl.is segir Rósa kærur náttúruverndarsamtaka hafa kostað Hafnarfjarðarbæ 8 milljarða. Hérna fer Rósa með rangt mál að öllu leyti. Annað hvort veit bæjarstjóri ekki betur eða hún er vísvitandi að fara með rangt mál til að slá pólítískar keilur. Staðreyndir málsins eru þær að gegnum Skarðshlíðarhverfi í Hafnarfirði liggur Hamraneslína 1-2. Gatnagerð í hverfinu lauk að mestu árið 2008 og það stóð lengi óbyggt. Hafnarfjarðarbær og íbúar hafa lengi þrýst á Landsnet að færa línurnar eða setja þær í jarðstreng. Lagt var til árið 2015 að setja Hamraneslínu 1-2 í jarðstreng, en Landsnet tók það ekki í mál. Ferill málsins er rakinn á Facebook síðu áhugahópsins Jarðstrengja. Sama ár (2015) fóru Íbúasamtök Valla í undirskriftasöfnun til að þrýsta á Landnset og í framhaldinu var gert samkomulag milli Hafnarfjarðarbæjar og Landsnets, meðal annars um að taka Hamraneslínu niður þegar búið væri að byggja nýjar raflínur til Hafnarfjarðar, svokallaður Lyklafellslínu. Framkvæmdaleyfi vegna Lyklafellslínu (sem bæjarstjóri virðist rugla við Suðurnesjalínu 2) var fellt úr gildi 2018. Það var fellt úr gildi þar sem Landsnet gleymdi að skoða jarðstreng í öxl Bláfjallavegar sem valkost við loftlínu gegnum vatnsverndarsvæði í mati á umhverfisáhrifum. Mat á umhverfisáhrifum er á ábyrgð framkvæmdaaðila og út í hött að kenna náttúruverndarsamtökum um að Landsnet fylgdi ekki lögum. Þetta er alveg skýrt í úrskurði ÚUA: „Úrskurðarnefndin hefur að framan komist að þeirri niðurstöðu að ógilda beri hina kærðu ákvörðun þar sem ekki sé sýnt fram á að jarðstrengskostir séu ekki raunhæfir og samanburður á umhverfisáhrifum þeirra og aðalvalkosts framkvæmdaraðila hafi ekki farið fram með þeim hætti sem lög gera ráð fyrir.“ Til að gera langa sögu stutta fór svo að gjósa á Reykjanesi og jarðvísindamenn mæltu eindregið gegn þeim valkosti sem Landsnet lagði til. Því var hætt við allt saman og valkosturinn sem Landsnet hafði hafnað 2015 varð allt í einu raunhæfur. Nú í október 2024 (9 árum síðar) var jarðstrengur í stað Hamraneslínu í Skarðshlíð spennusettur og í framhaldi verður línan tekin niður. Í millitíðinni hafði Landsnet fært línuna til bráðabirgða með ærnum tilkostnaði. Níu ára töf og viðbótarkostnaður er alfarið á ábyrgð Landsnets, ekki frjálsra félagasamtaka. Höfundur er verkfræðingur.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar