Kennarar telja rúma milljón í grunnlaun sanngjarna Kjartan Kjartansson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 23. október 2024 10:26 Mjöll Matthíasdóttir, formaður Félags grunnskólakennara, í viðtali eftir dóm félagsdóms í morgun. Vísir/Einar Formaður Félags grunnskólakennara segir sanngjarnt að miða við að kennarar hafi rúma milljóna króna í grunnlaun. Verkfallsaðgerðir kennara hefjast eftir helgi að óbreyttu eftir að félagsdómur dæmdi boðun þeirra löglega í morgun. Krafa Kennarasambands Íslands í kjaraviðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) er að kjör félagsmanna verði sambærileg við sérfræðinga á almennum markaði í samræmi við samkomulag sem var gert árið 2016. SÍS stefndi Kennarasambandinu fyrir félagsdómi vegna ólöglegrar verkfallsboðunar á þeim forsendum að kennarar hefðu ekki lagt fram kröfugerð í deilunni. Félagsdómur sýknaði Kennarasambandið af kröfunni í morgun. Kennarar telja að miða eigi kjör þeirra við meðallaun sérfræðinga á almennum markaði. Mjöll Matthíasdóttir, formaður Félags grunnskólakennara, sagði kennara telja það eina sanngjarna viðmiðið þar sem ekki væri hægt að miða við eina stétt sérfræðinga og para kennara við hana í viðtali eftir dóm félagsdóms í morgun. „Hún losar einhverja rúma milljón í grunnlaunum þegar kennarar eru með rúm 700.000 að meðaltali,“ sagði Mjöll þegar hún var spurð við hvaða launatölu ætti þá að miða. Fjölgun leiðbeinenda að mola innan úr skólakerfinu Mjöll sagði að laun í skólakerfinu þyrftu að vera samkeppnishæf og ekki gengi að kennarar væru á verulega lægri launum en sambærilegir sérfræðingar. Kennarar væru þar að auki um átta til tíu prósentum undir meðallaunum í landinu. Fjölgun ófaglærðra leiðbeinenda í skólakerfinu væri mikið áhyggjuefni. „Ég hef miklar áhyggjur af því hvernig það er að mola kerfið okkar að innan. Það er bara alvarlegt mál.“ Verkföll kennara í fjórum leikskólum, fjórum grunnskólum, tveimur framhaldsskólum og einum tónlistarskóla hefjast á þriðjudag, 29. október. Deiluaðilar eiga að hittast hjá ríkissáttasemjara klukkan 13:00 í dag. Til þess að afstýra verkfalli hafa þeir því fimm daga til þess að ná saman um við hvað skuli miða laun kennara sem ekki hefur tekist á undanförnum átta árum. Grunnskólar Kennaraverkfall 2024 Dómsmál Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Verkfallsboðun kennara dæmd lögleg Félagsdómur sýknaði Kennarasamband Íslands af kröfu Sambands íslenskra sveitarfélaga sem taldi verkfallsboðun kennara ólöglega í morgun. 23. október 2024 09:32 „Flókin staða“ í kjaradeilum kennara Samband íslenskra sveitarfélaga telur rétt að gefa kennurum færi á að bæta kjör sín með því að auka kennsluskyldu. Fundi í kjaradeildu Kennarasambandsins og sveitarfélaga var aflýst í morgun þar sem beðið er niðurstöðu félagsdóms um lögmæti verkfallsboðunar í fyrramálið. 23. október 2024 00:02 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Krafa Kennarasambands Íslands í kjaraviðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) er að kjör félagsmanna verði sambærileg við sérfræðinga á almennum markaði í samræmi við samkomulag sem var gert árið 2016. SÍS stefndi Kennarasambandinu fyrir félagsdómi vegna ólöglegrar verkfallsboðunar á þeim forsendum að kennarar hefðu ekki lagt fram kröfugerð í deilunni. Félagsdómur sýknaði Kennarasambandið af kröfunni í morgun. Kennarar telja að miða eigi kjör þeirra við meðallaun sérfræðinga á almennum markaði. Mjöll Matthíasdóttir, formaður Félags grunnskólakennara, sagði kennara telja það eina sanngjarna viðmiðið þar sem ekki væri hægt að miða við eina stétt sérfræðinga og para kennara við hana í viðtali eftir dóm félagsdóms í morgun. „Hún losar einhverja rúma milljón í grunnlaunum þegar kennarar eru með rúm 700.000 að meðaltali,“ sagði Mjöll þegar hún var spurð við hvaða launatölu ætti þá að miða. Fjölgun leiðbeinenda að mola innan úr skólakerfinu Mjöll sagði að laun í skólakerfinu þyrftu að vera samkeppnishæf og ekki gengi að kennarar væru á verulega lægri launum en sambærilegir sérfræðingar. Kennarar væru þar að auki um átta til tíu prósentum undir meðallaunum í landinu. Fjölgun ófaglærðra leiðbeinenda í skólakerfinu væri mikið áhyggjuefni. „Ég hef miklar áhyggjur af því hvernig það er að mola kerfið okkar að innan. Það er bara alvarlegt mál.“ Verkföll kennara í fjórum leikskólum, fjórum grunnskólum, tveimur framhaldsskólum og einum tónlistarskóla hefjast á þriðjudag, 29. október. Deiluaðilar eiga að hittast hjá ríkissáttasemjara klukkan 13:00 í dag. Til þess að afstýra verkfalli hafa þeir því fimm daga til þess að ná saman um við hvað skuli miða laun kennara sem ekki hefur tekist á undanförnum átta árum.
Grunnskólar Kennaraverkfall 2024 Dómsmál Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Verkfallsboðun kennara dæmd lögleg Félagsdómur sýknaði Kennarasamband Íslands af kröfu Sambands íslenskra sveitarfélaga sem taldi verkfallsboðun kennara ólöglega í morgun. 23. október 2024 09:32 „Flókin staða“ í kjaradeilum kennara Samband íslenskra sveitarfélaga telur rétt að gefa kennurum færi á að bæta kjör sín með því að auka kennsluskyldu. Fundi í kjaradeildu Kennarasambandsins og sveitarfélaga var aflýst í morgun þar sem beðið er niðurstöðu félagsdóms um lögmæti verkfallsboðunar í fyrramálið. 23. október 2024 00:02 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Verkfallsboðun kennara dæmd lögleg Félagsdómur sýknaði Kennarasamband Íslands af kröfu Sambands íslenskra sveitarfélaga sem taldi verkfallsboðun kennara ólöglega í morgun. 23. október 2024 09:32
„Flókin staða“ í kjaradeilum kennara Samband íslenskra sveitarfélaga telur rétt að gefa kennurum færi á að bæta kjör sín með því að auka kennsluskyldu. Fundi í kjaradeildu Kennarasambandsins og sveitarfélaga var aflýst í morgun þar sem beðið er niðurstöðu félagsdóms um lögmæti verkfallsboðunar í fyrramálið. 23. október 2024 00:02