Í beinni útsendingu frá viðureign Mills og Dannys Jansen í Modus Super Series í Portsmouth á dögunum byrjaði annar lýsandinn að tala um matarræði hins 34 ára Mills.
„Kevin Mills er með áhugavert matarræði sem hann notaði jafnvel á brúðkaupsdaginn sinn. Í því eru bara tvær tegundir, og það er allt það sem hann borðar, brauð og flögur,“ sagði lýsandinn og greindi frá því að Mills hefði mest borðað 46 poka af snakki á dag.
Fréttirnar af þessu óvenjulega matarræði Mills fóru sem eldur í sinu um netheima. Hann kveðst nokkuð ánægður með þessa nýtilkomnu frægð.
„Blöð, útvarp - þetta er úti um allt á netinu. Það truflar mig ekki. Engin athygli er slæm athygli. Þetta beinir kastljósinu að mér. Þetta er ekki það sem ég stefndi á að verða frægur fyrir en ég tek þessu,“ sagði Mills.
"It's not what I came down here to get in the news for..." 😅
— MODUS Super Series (@MSSdarts) October 23, 2024
Kevin Mills... a new name which you may have heard quite a lot over the last few days! 👀
An excellent Darts player with an 'interesting' diet... 🤣
Kevin has his say on the viral 'crisp' story! 🎙️ pic.twitter.com/mr3mGNJZ7H
Hingað til hefur hann aðallega keppt með áhugamönnum en er nýliði í Modus Super Series. Þar keppa pílukastarar sem eru ekki með þátttökurétt á PDC mótaröðinni og ýmsir gestir.