Taldi kennara hafa komið kröfum sínum ítrekað á framfæri Kjartan Kjartansson skrifar 23. október 2024 13:35 Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, í Landsrétti þar sem félagsdómur er til húsa í morgun. Vísir/Vilhelm Félagsdómur taldi að Kennarasamband Íslands hefði ítrekað komið kröfum sínum á framfæri við Samband íslenskra sveitarfélaga áður en það boðaði til verkfallsaðgerða. Kennarasambandið var sýknað af kröfu sveitarfélaganna um að verkfallsboðunin væri lýst ólögmæt. Samband íslenskra sveitarfélaga stefndi Kennarasambandi Íslands fyrir félagsdómi á þeim forsendum að verkfallsboðunin hefði verið ólögleg þar sem engin kröfugerð hefði verið lögð fram. Félagsdómur sýknaði Kennarasambandið af kröfunni í morgun. Í dómi félagsdóms er rakið að Kennarasambandið hafi ítrekað komið á framfæri þeim kröfum sínum að samkomulag um jöfnun launa á milli opinbera og almenna vinnumarkaðarsins frá árinu 2016 yrði efnt af hálfu sveitarfélaganna. Kennarar hefðu ennfremur lagt fram afstöðu sína til þeirrar aðferðafræði og viðmiða sem þeir teldu að ætti að beita við greiningu á launamun á milli markaðanna. Það hefðu sveitarfélögin ekki gert. Krafan um efndir samkomulagsins hluti af viðræðunum Viðræður deiluaðila, sem hafa staðið yfir frá því í febrúar, hafi meðal annars snúist um efndirnar á samkomulaginu frá 2016. Félagsdómur taldi að kröfur kennara stæðust lög og því yrði ekki fallist á rök sveitarfélaganna að boðuð verkföll gætu ekki þjónað þeim tilgangi að stuðla að framgangi krafnanna. Benti félagsdómur á að hvorki væri mælt fyrir um með hvaða hætti kröfugerð skyldi sett fram í lögum né sett skilyrði fyrir efnislegu inntaki hennar. Þá væri ekki skilyrði um á hvaða stigi viðræðna væri heimilt að boða til verkfalls. Ekki giltu sömu lög um kjaradeilu kennara við sveitarfélögin og um almenna vinnumarkaðinn þar sem frekari skilyrði væru sitt fyrir boðun verkfallsaðgerða. Að óbreyttu hefjast verkföll í fjórum leikskólum, fjórum grunnskólum, tveimur framhaldsskólum og einum tónlistarskóla þriðjudaginn 29. október. Verkföllinn í leikskólunum eru ótímabundin en í tímabundin í hinum skólunum. Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Dómsmál Skóla- og menntamál Leikskólar Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fleiri fréttir Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Sjá meira
Samband íslenskra sveitarfélaga stefndi Kennarasambandi Íslands fyrir félagsdómi á þeim forsendum að verkfallsboðunin hefði verið ólögleg þar sem engin kröfugerð hefði verið lögð fram. Félagsdómur sýknaði Kennarasambandið af kröfunni í morgun. Í dómi félagsdóms er rakið að Kennarasambandið hafi ítrekað komið á framfæri þeim kröfum sínum að samkomulag um jöfnun launa á milli opinbera og almenna vinnumarkaðarsins frá árinu 2016 yrði efnt af hálfu sveitarfélaganna. Kennarar hefðu ennfremur lagt fram afstöðu sína til þeirrar aðferðafræði og viðmiða sem þeir teldu að ætti að beita við greiningu á launamun á milli markaðanna. Það hefðu sveitarfélögin ekki gert. Krafan um efndir samkomulagsins hluti af viðræðunum Viðræður deiluaðila, sem hafa staðið yfir frá því í febrúar, hafi meðal annars snúist um efndirnar á samkomulaginu frá 2016. Félagsdómur taldi að kröfur kennara stæðust lög og því yrði ekki fallist á rök sveitarfélaganna að boðuð verkföll gætu ekki þjónað þeim tilgangi að stuðla að framgangi krafnanna. Benti félagsdómur á að hvorki væri mælt fyrir um með hvaða hætti kröfugerð skyldi sett fram í lögum né sett skilyrði fyrir efnislegu inntaki hennar. Þá væri ekki skilyrði um á hvaða stigi viðræðna væri heimilt að boða til verkfalls. Ekki giltu sömu lög um kjaradeilu kennara við sveitarfélögin og um almenna vinnumarkaðinn þar sem frekari skilyrði væru sitt fyrir boðun verkfallsaðgerða. Að óbreyttu hefjast verkföll í fjórum leikskólum, fjórum grunnskólum, tveimur framhaldsskólum og einum tónlistarskóla þriðjudaginn 29. október. Verkföllinn í leikskólunum eru ótímabundin en í tímabundin í hinum skólunum.
Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Dómsmál Skóla- og menntamál Leikskólar Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fleiri fréttir Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Sjá meira