Leggur til að Menendez bræðrunum verði sleppt á reynslulausn Lovísa Arnardóttir skrifar 24. október 2024 23:27 Bræðurnir við réttarhöld sín. Vísir/Getty Saksóknari í Los Angeles, George Gascón, hefur mælt með því að Menendez bræðurnir, Eric og Lyle, verði dæmdir á ný. Eins og er afplána bræðurnir lífstíðarfangelsi án möguleika á skilorði fyrir að hafa myrt foreldra sína árið 1989. Saksóknari mælir með því að þeim verði sleppt úr fangelsi á reynslulausn. Haft er eftir Gascón á bandaríska miðlinum ABC að hann ætli að leggja það til að bræðurnir þurfi ekki lengur að afplána án þess að eiga möguleika reynslulausn. Vegna aldurs síns í dag og þegar þeir voru dæmdir fyrst myndu þeir eiga rétt á reynslulausn í dag. „Ég trúi því að þeir hafi borgað sína sekt,“ sagði hann og benti á að þeir hafi verið í fangelsi í 35 ár. Fjölskyldumeðlimir drengjanna hafa biðlar til yfirvalda að hleypa þeim úr fangelsi á reynslulausn.Vísir/EPA Bræðurnir skutu báða foreldra sína til bana þann 20. ágúst 1989. Fjallað er um morðin og aðdraganda þeirra í þáttum sem frumsýndir voru á þessu ári á Netflix. Það eru leiknu þættirnir Monsters: The Lyle and Erik Menendez Story og heimildarþættirnir The Menendez Brothers á Netflix líka. Þegar málið kom upp töldu saksóknarar að bræðurnir hefðu myrt foreldra sína fyrir peningar en verjendur þeirra sögðu þá hafa brotnað undan áralöngu kynferðislegu ofbeldi af hálfu föður þeirra. Málið fór tvisvar fyrir dóm og endaði í síðari málaferlum með því að bræðurnir voru sakfelldir. Ný sönnunargögn Gascón greindi frá því fyrr í mánuðinum að embætti hans væri að skoða ný sönnunargögn í máli bræðranna. Þar á meðal frásögn frá meðlimi strákabandsins Menudo sem greindi frá ofbeldi af hálfu föður bræðranna og bréf sem Eric skrifaði átta mánuðum fyrir morðið þar sem hann talar um ofbeldi föður síns. Í frétt ABC segir að dómari muni taka lokaákvörðun og að skilorðsnefnd þurfi auk þess að samþykkja lausn þeirra. Ættingjar, lögmenn og stuðningsmenn bræðranna hafa lengi þrýst á að þetta verði gert fyrir þá. Lögmaður bræðranna, Mark Geragos, hefur áður lýst því að þeir hafi verið fyrirmyndarfangar og að þeir hafi unnið streitulaust að því að betra sig innan fangelsisins. Þeir hafi unnið að áföllum sínum í hópi með öðrum föngum. Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Kynferðisofbeldi Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Haft er eftir Gascón á bandaríska miðlinum ABC að hann ætli að leggja það til að bræðurnir þurfi ekki lengur að afplána án þess að eiga möguleika reynslulausn. Vegna aldurs síns í dag og þegar þeir voru dæmdir fyrst myndu þeir eiga rétt á reynslulausn í dag. „Ég trúi því að þeir hafi borgað sína sekt,“ sagði hann og benti á að þeir hafi verið í fangelsi í 35 ár. Fjölskyldumeðlimir drengjanna hafa biðlar til yfirvalda að hleypa þeim úr fangelsi á reynslulausn.Vísir/EPA Bræðurnir skutu báða foreldra sína til bana þann 20. ágúst 1989. Fjallað er um morðin og aðdraganda þeirra í þáttum sem frumsýndir voru á þessu ári á Netflix. Það eru leiknu þættirnir Monsters: The Lyle and Erik Menendez Story og heimildarþættirnir The Menendez Brothers á Netflix líka. Þegar málið kom upp töldu saksóknarar að bræðurnir hefðu myrt foreldra sína fyrir peningar en verjendur þeirra sögðu þá hafa brotnað undan áralöngu kynferðislegu ofbeldi af hálfu föður þeirra. Málið fór tvisvar fyrir dóm og endaði í síðari málaferlum með því að bræðurnir voru sakfelldir. Ný sönnunargögn Gascón greindi frá því fyrr í mánuðinum að embætti hans væri að skoða ný sönnunargögn í máli bræðranna. Þar á meðal frásögn frá meðlimi strákabandsins Menudo sem greindi frá ofbeldi af hálfu föður bræðranna og bréf sem Eric skrifaði átta mánuðum fyrir morðið þar sem hann talar um ofbeldi föður síns. Í frétt ABC segir að dómari muni taka lokaákvörðun og að skilorðsnefnd þurfi auk þess að samþykkja lausn þeirra. Ættingjar, lögmenn og stuðningsmenn bræðranna hafa lengi þrýst á að þetta verði gert fyrir þá. Lögmaður bræðranna, Mark Geragos, hefur áður lýst því að þeir hafi verið fyrirmyndarfangar og að þeir hafi unnið streitulaust að því að betra sig innan fangelsisins. Þeir hafi unnið að áföllum sínum í hópi með öðrum föngum.
Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Kynferðisofbeldi Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent