Úrvalsdeildin hefst á Selfossi í kvöld: „Erum að breiða út fagnaðarerindið“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. október 2024 10:02 Matthías Örn Friðriksson mætir Lukasz Knapik í 1. umferð fyrsta keppniskvölds úrvalsdeildarinnar í pílukasti. íps Sextán fremstu pílukastarar landsins munu leiða saman hesta sína í úrvalsdeildinni í pílukasti sem hefst í kvöld. Leikið verður með nýju fyrirkomulagi í ár. Alls eru keppniskvöldin í úrvalsdeildinni sjö. Fimm þeirra fara fram á Bullseye við Snorrabraut en eitt í Sjallanum á Akureyri og í kvöld liggur leiðin svo á Sviðið á Selfossi þar sem keppni í úrvalsdeildinni hefst. Sem fyrr sagði er fyrirkomulagið með öðru sniði en í fyrra. Ekki verður keppt í riðlum heldur er keppendum skipt í átta manna hópa sem raðað er í samkvæmt fjórum styrkleikaflokkum. Keppendur safna stigum og freista þess fyrst að komast í undanúrslit og svo úrslitin sem fara fram á Bullseye laugardaginn 7. desember. Matthías Örn Friðriksson hefur haft í nægu að snúast undanfarna daga. Ekki einungis við að undirbúa sig fyrir að keppa á fyrsta keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar heldur einnig að skipuleggja hana en hann er formaður stjórnar Íslenska pílukastssambandsins. „Við erum að prófa nýtt og fara á aðra staði og reyna að búa til gott partí,“ sagði Matthías í samtali við Vísi. Meiri tími í sjónvarpi fyrir hvern og einn En hvernig virkar þetta nýja fyrirkomulag? „Við fækkuðum aðeins í hópnum. Í fyrra vorum við með 32 keppendur og skiptum þeim niður, þannig að hver keppandi fékk bara eitt kvöld til að reyna að koma sér á úrslitakvöldið,“ sagði Matthías. „Núna eru keppendur sextán talsins og við gefum þeim meiri tíma í sjónvarpi. Þeir fá að lágmarki tvö kvöld þar sem þeir spila. Ef þeir safna nógu mörgum stigum á þessum tveimur kvöldum og lenda í topp átta halda þeir áfram og topp fjórir fara svo í úrslit. Í fyrra var þetta riðlakeppni en núna er þetta útsláttarkeppni. Á hverju kvöldi eru spiluð átta manna úrslit, undanúrslit og úrslit,“ sagði Matthías. Þessir mætast í kvöld Matthías Örn Friðriksson - Lukasz Knapik Dilyan Kolev - Björn Steinar Brynjólfsson Halli Birgis - Guðjón Hauksson Kristján Sigurðsson - Vitor Charrua Fimm stig fást fyrir að vinna keppniskvöld, þrjú stig fyrir að lenda í 2. sæti og tvö fyrir að komast í undanúrslit. Átta stigahæstu keppendurnir komast svo í undanúrslit sem fara fram á tveimur kvöldum á Bullseye, 23. nóvember og 1. desember. Spenntur fyrir Selfossi og Akureyri „Við erum að breiða út fagnaðarerindið,“ sagði Matthías um þá ákvörðun að spila á Selfossi og Akureyri. Keppniskvöldin sjö.íps „Þetta verður svaka stuð. Vinir okkar á Akureyri eru þekktir fyrir að búa til gott partí. Shally Pally í fyrra heppnaðist fáránlega vel og aðra eins stemmningu hefur maður ekki upplifað sem keppandi. Þeir munu pottþétt endurtaka leikinn.“ Vilja stækka píluna enn frekar Matthías segir að pílusambandið sé alltaf að leita leiða til að gera íþróttina sýnilegri og auka útbreiðslu hennar. „Úrvalsdeildin er alltaf í þróun hjá okkur og búin að vera allt frá því við byrjuðum. Það er líka geggjað að hafa Stöð 2 Sport í þessu með okkur. Þetta gerir svo rosalega mikið fyrir sportið og stækkar það,“ sagði Matthías. „Pílan er á fleygiferð, búin að vera undanfarna mánuði og er ekkert að fara að hætta. Við viljum bara halda áfram og stækka píluna enn frekar, koma henni í fleiri skóla og ný félög eru alltaf að verða til. Það eru bara spennandi tímar framundan.“ Bein útsending frá fyrsta keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar í pílukasti hefst klukkan 19:30 á Stöð 2 Sport. Pílukast Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Sjá meira
Alls eru keppniskvöldin í úrvalsdeildinni sjö. Fimm þeirra fara fram á Bullseye við Snorrabraut en eitt í Sjallanum á Akureyri og í kvöld liggur leiðin svo á Sviðið á Selfossi þar sem keppni í úrvalsdeildinni hefst. Sem fyrr sagði er fyrirkomulagið með öðru sniði en í fyrra. Ekki verður keppt í riðlum heldur er keppendum skipt í átta manna hópa sem raðað er í samkvæmt fjórum styrkleikaflokkum. Keppendur safna stigum og freista þess fyrst að komast í undanúrslit og svo úrslitin sem fara fram á Bullseye laugardaginn 7. desember. Matthías Örn Friðriksson hefur haft í nægu að snúast undanfarna daga. Ekki einungis við að undirbúa sig fyrir að keppa á fyrsta keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar heldur einnig að skipuleggja hana en hann er formaður stjórnar Íslenska pílukastssambandsins. „Við erum að prófa nýtt og fara á aðra staði og reyna að búa til gott partí,“ sagði Matthías í samtali við Vísi. Meiri tími í sjónvarpi fyrir hvern og einn En hvernig virkar þetta nýja fyrirkomulag? „Við fækkuðum aðeins í hópnum. Í fyrra vorum við með 32 keppendur og skiptum þeim niður, þannig að hver keppandi fékk bara eitt kvöld til að reyna að koma sér á úrslitakvöldið,“ sagði Matthías. „Núna eru keppendur sextán talsins og við gefum þeim meiri tíma í sjónvarpi. Þeir fá að lágmarki tvö kvöld þar sem þeir spila. Ef þeir safna nógu mörgum stigum á þessum tveimur kvöldum og lenda í topp átta halda þeir áfram og topp fjórir fara svo í úrslit. Í fyrra var þetta riðlakeppni en núna er þetta útsláttarkeppni. Á hverju kvöldi eru spiluð átta manna úrslit, undanúrslit og úrslit,“ sagði Matthías. Þessir mætast í kvöld Matthías Örn Friðriksson - Lukasz Knapik Dilyan Kolev - Björn Steinar Brynjólfsson Halli Birgis - Guðjón Hauksson Kristján Sigurðsson - Vitor Charrua Fimm stig fást fyrir að vinna keppniskvöld, þrjú stig fyrir að lenda í 2. sæti og tvö fyrir að komast í undanúrslit. Átta stigahæstu keppendurnir komast svo í undanúrslit sem fara fram á tveimur kvöldum á Bullseye, 23. nóvember og 1. desember. Spenntur fyrir Selfossi og Akureyri „Við erum að breiða út fagnaðarerindið,“ sagði Matthías um þá ákvörðun að spila á Selfossi og Akureyri. Keppniskvöldin sjö.íps „Þetta verður svaka stuð. Vinir okkar á Akureyri eru þekktir fyrir að búa til gott partí. Shally Pally í fyrra heppnaðist fáránlega vel og aðra eins stemmningu hefur maður ekki upplifað sem keppandi. Þeir munu pottþétt endurtaka leikinn.“ Vilja stækka píluna enn frekar Matthías segir að pílusambandið sé alltaf að leita leiða til að gera íþróttina sýnilegri og auka útbreiðslu hennar. „Úrvalsdeildin er alltaf í þróun hjá okkur og búin að vera allt frá því við byrjuðum. Það er líka geggjað að hafa Stöð 2 Sport í þessu með okkur. Þetta gerir svo rosalega mikið fyrir sportið og stækkar það,“ sagði Matthías. „Pílan er á fleygiferð, búin að vera undanfarna mánuði og er ekkert að fara að hætta. Við viljum bara halda áfram og stækka píluna enn frekar, koma henni í fleiri skóla og ný félög eru alltaf að verða til. Það eru bara spennandi tímar framundan.“ Bein útsending frá fyrsta keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar í pílukasti hefst klukkan 19:30 á Stöð 2 Sport.
Matthías Örn Friðriksson - Lukasz Knapik Dilyan Kolev - Björn Steinar Brynjólfsson Halli Birgis - Guðjón Hauksson Kristján Sigurðsson - Vitor Charrua
Pílukast Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti