Opið bréf til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskólamálaráðherra Ragna Benedikta Garðarsdóttir skrifar 26. október 2024 07:01 Kæra Áslaug Arna! Mig langar að benda þér á nokkuð, sem hlýtur að vera yfirsjón, og þú vilt örugglega leiðrétta fyrir kjördag. En fyrst vil ég hrósa þér fyrir það sem vel er gert. Nýsköpun og tækniþróun á Íslandi hafa blómstrað undanfarin ár. Þú hefur ræktað þessar greinar með auknu fjármagni og breyttu styrkjaumhverfi. Vandinn er hins vegar sá að þessi nýsköpun og tækniþróun munu stöðvast nema þú leiðréttir fjármögnun til háskólastigsins. Lof mér að útskýra. Nýsköpun og tækniþróun byggja á þekkingu sem verður til í háskólum. Þar læra ungmenni ekki bara kenningar og gagnrýna hugsun, heldur vinna þau með okkur háskólakennurum að grunnrannsóknum og hagnýtingu niðurstaðna. Það sem ég er að reyna að útskýra er að þú getur ekki sleppt því að fjármagna háskólana, ræturnar, og búist við því að nýsköpun og tækniþróun haldi áfram að blómstra. Forsenda þess að á Íslandi séu verðmætaskapandi atvinnugreinar sem byggja á þekkingu, vexti, þróun og nýsköpun, sem þér er svo hugleikin, er betri fjármögnun háskólanna. Þetta getur ekki verið annað en yfirsjón. Viltu ekki leiðrétta þetta fyrir kosningar? Ísland stendur sig vægast sagt illa í að fjármagna háskóla og rannsóknir. Hér er mynd sem sýnir framlag Íslands til háskólastigsins (í USD per nemanda til opinberra háskóla), samanborið við löndin sem okkur þykir skemmtilegast að bera okkur saman við, og OECD meðaltal. Ísland er þessi litli þarna í miðjunni. AÐSEND Förum líka aðeins vestur um haf. Bandaríkin standa þjóða fremst í STEM greinum, tækniþróun og nýsköpun og þar er 1% þjóðarinnar með doktorsgráðu. Á Íslandi eru aðeins 0,5% þjóðarinnar með doktorsgráðu og stærsti hluti okkar vinnur við rannsóknir og háskólakennslu. Við erum samt enn of fá miðað við margnefnd samanburðarlönd. Við erum með fleiri nemendur á hvern kennara en þekkist annarsstaðar og við erum líka með talsvert lægri laun. Ef ég væri prófessor við bandarískan háskóla væri ég með á bilinu 62%-86% hærri laun en ég er með á Íslandi, eftir því hvort ég væri karl eða kona. Á næstu mynd má sjá hvernig tekjur fólks með doktorspróf á Íslandi hafa þróast á föstu verðlagi, frá 2015. Ég hef myndina eins einfalda og hægt er til að það skiljist hvað ég er að segja. Þessi gögn eru öll til á Hagstofu Íslands þar sem þú getur skoðað þetta betur, ef þú vilt. Myndin sýnir að þróun launa fólks með doktorsgráðu tók talsverða dýfu um það leyti sem fráfarandi ríkisstjórn tók við, en áberandi dýfu árið 2021 þegar þú tókst við háskólamálaráðuneytinu. Hvernig getur staðið á því? Þér hlýtur að hafa yfirsést þessi mikilvæga forsenda hagvaxtar og þróunar í landinu. Árið 2022 var 22% munur á þróun heildartekna fólks með doktorsgráðu (lækkun um 8%) og hinna sem ekki eru með doktorsgráðu (hækkun um 14%). Til gamans má geta að konur voru 41% allra lektora, dósenta og prófessora við Háskóla Íslands 2015 en síðan þá er þetta hlutfall komið upp í 51%. En það getur varla tengst launaþróuninni. AÐSEND Til að það sé sagt, er ég ekki að tala fyrir auknum ójöfnuði á Íslandi. Mér þykir mikilvægt að hér sé áframhaldandi jöfnuður og ég styð kjarabaráttu þeirra sem hafa lengst af verið skildir eftir í íslensku samfélagi; kvennastéttir. En ef þú skoðar myndina aftur sérðu bláa punktalínu, þar er Gini stuðullinn, sem er mæling á tekjudreifingu innan þjóðar. Glöggir geta áttað sig á því að hún hefur enga fylgni við okkar tekjur. Þótt við, fólkið með doktorsgráðurnar (0,5% þjóðarinnar, manstu) fengjum leiðréttingu á okkar kjararýrnun, svo ég tali nú ekki um launahækkun, myndi það ekki hagga við Gini stuðlinum. Við erum í kerfislægum vanda stödd, sem þú getur lagað. Vegna þess hve háskólastigið er fjársvelt er prófessor hér á landi að fá sömu laun og nýdoktor fær í Svíþjóð. Erum við virkilega tilbúin til að sætta okkur við að það sé beinlínis vond hugmynd fyrir okkar færasta fólk að fara í doktorsnám og fá vinnu við háskóla? Hver á að þjálfa fólkið sem tekur þátt í allri nýsköpuninni og tækniþróuninni? Ég veit að þú vilt okkur vel og ég bíð spennt eftir leiðréttingunni í fjárlögum ársins! Höfundur er prófessor og meðstjórnandi í Félagi prófessora við ríkisháskóla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Háskólar Skóla- og menntamál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Kæra Áslaug Arna! Mig langar að benda þér á nokkuð, sem hlýtur að vera yfirsjón, og þú vilt örugglega leiðrétta fyrir kjördag. En fyrst vil ég hrósa þér fyrir það sem vel er gert. Nýsköpun og tækniþróun á Íslandi hafa blómstrað undanfarin ár. Þú hefur ræktað þessar greinar með auknu fjármagni og breyttu styrkjaumhverfi. Vandinn er hins vegar sá að þessi nýsköpun og tækniþróun munu stöðvast nema þú leiðréttir fjármögnun til háskólastigsins. Lof mér að útskýra. Nýsköpun og tækniþróun byggja á þekkingu sem verður til í háskólum. Þar læra ungmenni ekki bara kenningar og gagnrýna hugsun, heldur vinna þau með okkur háskólakennurum að grunnrannsóknum og hagnýtingu niðurstaðna. Það sem ég er að reyna að útskýra er að þú getur ekki sleppt því að fjármagna háskólana, ræturnar, og búist við því að nýsköpun og tækniþróun haldi áfram að blómstra. Forsenda þess að á Íslandi séu verðmætaskapandi atvinnugreinar sem byggja á þekkingu, vexti, þróun og nýsköpun, sem þér er svo hugleikin, er betri fjármögnun háskólanna. Þetta getur ekki verið annað en yfirsjón. Viltu ekki leiðrétta þetta fyrir kosningar? Ísland stendur sig vægast sagt illa í að fjármagna háskóla og rannsóknir. Hér er mynd sem sýnir framlag Íslands til háskólastigsins (í USD per nemanda til opinberra háskóla), samanborið við löndin sem okkur þykir skemmtilegast að bera okkur saman við, og OECD meðaltal. Ísland er þessi litli þarna í miðjunni. AÐSEND Förum líka aðeins vestur um haf. Bandaríkin standa þjóða fremst í STEM greinum, tækniþróun og nýsköpun og þar er 1% þjóðarinnar með doktorsgráðu. Á Íslandi eru aðeins 0,5% þjóðarinnar með doktorsgráðu og stærsti hluti okkar vinnur við rannsóknir og háskólakennslu. Við erum samt enn of fá miðað við margnefnd samanburðarlönd. Við erum með fleiri nemendur á hvern kennara en þekkist annarsstaðar og við erum líka með talsvert lægri laun. Ef ég væri prófessor við bandarískan háskóla væri ég með á bilinu 62%-86% hærri laun en ég er með á Íslandi, eftir því hvort ég væri karl eða kona. Á næstu mynd má sjá hvernig tekjur fólks með doktorspróf á Íslandi hafa þróast á föstu verðlagi, frá 2015. Ég hef myndina eins einfalda og hægt er til að það skiljist hvað ég er að segja. Þessi gögn eru öll til á Hagstofu Íslands þar sem þú getur skoðað þetta betur, ef þú vilt. Myndin sýnir að þróun launa fólks með doktorsgráðu tók talsverða dýfu um það leyti sem fráfarandi ríkisstjórn tók við, en áberandi dýfu árið 2021 þegar þú tókst við háskólamálaráðuneytinu. Hvernig getur staðið á því? Þér hlýtur að hafa yfirsést þessi mikilvæga forsenda hagvaxtar og þróunar í landinu. Árið 2022 var 22% munur á þróun heildartekna fólks með doktorsgráðu (lækkun um 8%) og hinna sem ekki eru með doktorsgráðu (hækkun um 14%). Til gamans má geta að konur voru 41% allra lektora, dósenta og prófessora við Háskóla Íslands 2015 en síðan þá er þetta hlutfall komið upp í 51%. En það getur varla tengst launaþróuninni. AÐSEND Til að það sé sagt, er ég ekki að tala fyrir auknum ójöfnuði á Íslandi. Mér þykir mikilvægt að hér sé áframhaldandi jöfnuður og ég styð kjarabaráttu þeirra sem hafa lengst af verið skildir eftir í íslensku samfélagi; kvennastéttir. En ef þú skoðar myndina aftur sérðu bláa punktalínu, þar er Gini stuðullinn, sem er mæling á tekjudreifingu innan þjóðar. Glöggir geta áttað sig á því að hún hefur enga fylgni við okkar tekjur. Þótt við, fólkið með doktorsgráðurnar (0,5% þjóðarinnar, manstu) fengjum leiðréttingu á okkar kjararýrnun, svo ég tali nú ekki um launahækkun, myndi það ekki hagga við Gini stuðlinum. Við erum í kerfislægum vanda stödd, sem þú getur lagað. Vegna þess hve háskólastigið er fjársvelt er prófessor hér á landi að fá sömu laun og nýdoktor fær í Svíþjóð. Erum við virkilega tilbúin til að sætta okkur við að það sé beinlínis vond hugmynd fyrir okkar færasta fólk að fara í doktorsnám og fá vinnu við háskóla? Hver á að þjálfa fólkið sem tekur þátt í allri nýsköpuninni og tækniþróuninni? Ég veit að þú vilt okkur vel og ég bíð spennt eftir leiðréttingunni í fjárlögum ársins! Höfundur er prófessor og meðstjórnandi í Félagi prófessora við ríkisháskóla
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun