Sagður hafa stöðvað stuðningsyfirlýsingu Samúel Karl Ólason skrifar 26. október 2024 13:24 Jeff Bezos, einn auðugasti maður heims og eigandi Washington Post. Getty/David Ryder Forsvarsmenn bandaríska miðilsins Washington Post tilkynntu í gær að miðillinn myndi ekki lýsa yfir stuðningi við forsetaframbjóðenda og er það í fyrsta sinn í 36 ár. Auðjöfurinn Jeff Bezos, einn ríkustu manna heims og eigandi miðilsins, er sagður hafa bannað ritstjórn WP að lýsa yfir stuðningi við Kamölu Harris, eins og til stóð. Will Lewis, nýr yfirmaður Wasington Post, sendi starfsmönnum tilkynningu og í grein sem birt var í gær þar sem hann sagði þetta viðsnúning til róta miðilsins en WP hafði lýst yfir stuðningi við forsetaframbjóðanda frá árinu 1976. Það var eftir Watergate-hneykslið og lýsti ritstjórnin þá yfir stuðningi við Jimmy Carter. Í frétt New York Times segir að vangaveltur um stöðuna varðandi stuðningsyfirlýsingu frá Washington Post hafi verið á kreiki um nokkurra daga skeið. Sagt er frá því að Lewis og aðrir leiðtogar miðilsins hafi beðið Bezos um að binda ekki enda á þessa hefð en það hafi ekki skilað árangri. Að minnsta kosti einn yfirmaður hjá skoðanadeild Washington Post hefur sagt upp í kjölfarið. Semafor hefur eftir öðrum starfsmanni að fleiri uppsagnir séu mögulegar. Fólk væri hneykslað og reitt. „Ef þú hefur ekki kjark til að eiga dagblað, ekki kaupa það.“ Í grein NYT segir einnig að algengt sé vestanhafs að eigendur fjölmiðla komi að ákvörðun um það að lýsa yfir stuðningi við tiltekna frambjóðendur. Vill ná til íhaldssamra Bezos hefur reynt að ná meira til íhaldssamra Bandaríkjamanna að undanförnu og var ráðning Lewis, sem vann áður hjá Wall Street Journal, liður í því. Bezos er sagður hafa beðið sérstaklega um greinar frá fleiri íhaldssömum aðilum í skoðunarhluta Washington Post. Washington Post Guild, félag starfsmanna miðilsins, sendi út yfirlýsingu um að starfsmenn hefðu áhyggju af afskiptum yfirmanna fyrirtækisins af blaðamennsku en búið var að skrifa stuðningsyfirlýsingu við Harris, sem ekki mátti birta. Í yfirlýsingunni segir að áskrifendur hafi strax í gær byrjað að segja upp áskriftum sínum að miðlinum. We know today’s news is troubling and some of you want to cancel your subscriptions. Please remember the hardworking employees of The Washington Post - our Guild members - had nothing to do with this decision. We are the ones who make The Post and we hope you stick with us.— Washington Post Guild (@PostGuild) October 25, 2024 NPR segir að fjórum klukkustundum eftir að grein Lewis var birt, hafi sextán hundruð sagt upp áskrift. Hefur hótað að refsa fjölmiðlum Svipaða sögu er að segja af Los Angeles Times en Patrick Soon-Shiong, eigandi þess miðils, bannaði blaðamönnum og ritstjórum skoðanahluta miðilsins að lýsa yfir stuðningi við Harris. Það leiddi til uppsagna hjá miðlinum. Bæði Soon-Shiong og Bezos standa ekki eingöngu í rekstri fjölmiðla. Þeir eiga önnur fyrirtæki sem eiga jafnvel í viðskiptum við hið opinbera í Bandaríkjunum og eru háð leyfisveitingum ríkisins. Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, hefur ítrekað hótað því á undanförnum mánuðum að refsa fjölmiðlum sem þóknast honum ekki, vinni hann kosningarnar. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Mest lesið Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Fleiri fréttir Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Sjá meira
Will Lewis, nýr yfirmaður Wasington Post, sendi starfsmönnum tilkynningu og í grein sem birt var í gær þar sem hann sagði þetta viðsnúning til róta miðilsins en WP hafði lýst yfir stuðningi við forsetaframbjóðanda frá árinu 1976. Það var eftir Watergate-hneykslið og lýsti ritstjórnin þá yfir stuðningi við Jimmy Carter. Í frétt New York Times segir að vangaveltur um stöðuna varðandi stuðningsyfirlýsingu frá Washington Post hafi verið á kreiki um nokkurra daga skeið. Sagt er frá því að Lewis og aðrir leiðtogar miðilsins hafi beðið Bezos um að binda ekki enda á þessa hefð en það hafi ekki skilað árangri. Að minnsta kosti einn yfirmaður hjá skoðanadeild Washington Post hefur sagt upp í kjölfarið. Semafor hefur eftir öðrum starfsmanni að fleiri uppsagnir séu mögulegar. Fólk væri hneykslað og reitt. „Ef þú hefur ekki kjark til að eiga dagblað, ekki kaupa það.“ Í grein NYT segir einnig að algengt sé vestanhafs að eigendur fjölmiðla komi að ákvörðun um það að lýsa yfir stuðningi við tiltekna frambjóðendur. Vill ná til íhaldssamra Bezos hefur reynt að ná meira til íhaldssamra Bandaríkjamanna að undanförnu og var ráðning Lewis, sem vann áður hjá Wall Street Journal, liður í því. Bezos er sagður hafa beðið sérstaklega um greinar frá fleiri íhaldssömum aðilum í skoðunarhluta Washington Post. Washington Post Guild, félag starfsmanna miðilsins, sendi út yfirlýsingu um að starfsmenn hefðu áhyggju af afskiptum yfirmanna fyrirtækisins af blaðamennsku en búið var að skrifa stuðningsyfirlýsingu við Harris, sem ekki mátti birta. Í yfirlýsingunni segir að áskrifendur hafi strax í gær byrjað að segja upp áskriftum sínum að miðlinum. We know today’s news is troubling and some of you want to cancel your subscriptions. Please remember the hardworking employees of The Washington Post - our Guild members - had nothing to do with this decision. We are the ones who make The Post and we hope you stick with us.— Washington Post Guild (@PostGuild) October 25, 2024 NPR segir að fjórum klukkustundum eftir að grein Lewis var birt, hafi sextán hundruð sagt upp áskrift. Hefur hótað að refsa fjölmiðlum Svipaða sögu er að segja af Los Angeles Times en Patrick Soon-Shiong, eigandi þess miðils, bannaði blaðamönnum og ritstjórum skoðanahluta miðilsins að lýsa yfir stuðningi við Harris. Það leiddi til uppsagna hjá miðlinum. Bæði Soon-Shiong og Bezos standa ekki eingöngu í rekstri fjölmiðla. Þeir eiga önnur fyrirtæki sem eiga jafnvel í viðskiptum við hið opinbera í Bandaríkjunum og eru háð leyfisveitingum ríkisins. Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, hefur ítrekað hótað því á undanförnum mánuðum að refsa fjölmiðlum sem þóknast honum ekki, vinni hann kosningarnar.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Mest lesið Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Fleiri fréttir Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Sjá meira