Er ekki einokun Háskóla Íslands óviðunandi? Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar 27. október 2024 14:00 Af og til tekur frambjóðandi þessa umræðu við fólk, Íslendinga, sem koma að utan eftir nám. Það sem margir þeirra eiga sammerkt er að þeir fá menntun sína ekki metna hér á landi. Hér er um sálfræðinga að ræða, félagsráðgjafa og hjúkrunarfræðinga svo fáar stéttir séu nefndar. Forkastanlegast tilfellið er þegar barna- og unglingasálfræðingar, sem þjóðin þarf á að halda, fá ekki námið sitt metið frá útlöndum. Á meðan brenna Stuðlar! Hvað veldur, er það hroki Ég ætla að taka dæmi af doktor í barna-og unglingasálfræði. Stundar sálfræðinám í virtum háskóla í Bandaríkjunum. Þar í landi þurfa nemar að skila 3000 verklegum tímum, hér á landi nær það ekki þriðjungi. Þegar heim kemur þarf að sækja um starfsleyfi hjá Landlækni sem sér um útgáfu leyfisbréfa. Íslenskukunnátta er skilyrðir fyrir starfsleyfi. Gef einstaklingi orðið sem hefur orðið fyrir barðinu á þessu og Landlæknir þvær hendur sínar. „Vandamálið hjá mér snerist meira um það að landlæknisembættið, sem gefur út leyfisbréfin, gat ekki svarað því hvaða áfanga ég þyrfti að hafa til þess að fá námið metið. Þegar sálfræðideild HÍ svaraði loksins (eftir að ég fór í útvarpið) sögðu þeir mér að kíkja á námsskránna á netinu. Enginn gat gefið mér gátlista yfir það hvað þyrfti til. HÍ er þar að auki ekki eini skólinn sem útskrifar sálfræðinga en maðurinn benti mér ekki á, að ég gæti t.d. skoðað hvað HR kennir ef það væri eitthvað sem passaði ekki.“ Þrátt fyrir starfsleyfi í Bandaríkjunum hafnar Landlæknir að gefa úr starfsleyfi nema með blessun HÍ. Hefur HÍ eignarhald á menntun í landinu? Þessi krafa á fólk, sem kemur með menntun úr háskólum erlendis frá, útheimtir vinnu og kostnað fyrir umsækjanda sem í þessu tilfelli gaf kerfinu puttann ef svo má orða komast. Þar misstum við einn sérmenntaðan barna- og unglingasálfræðing úr landi. Hve margir hafa gert slíkt hið sama? Hversu margir vel menntaðir einstaklingar vinni við annað en fagið sitt vegna reglnanna? Í spjalli mínu við hjúkrunarfræðing kom fram að danskir hjúkrunarfræðingar fá ekki að starfa sem slíkir því Háskóli Íslands metur að þá vanti eitthvað upp á fræðin til að vera jafnfætis íslenskum hjúkrunarfræðingum. Danmörk, nærri 10 milljóna þjóð, menntar ekki nógu góða hjúkrunarfræðinga fyrir Íslendinga! Með lögfræðing Það verður að spyrja hvað veldur. Mennta milljóna þjóðir sitt fólk eitthvað öðruvísi en Háskóli Íslands gerir? Er einokun Háskóla Íslands eðlileg þegar litið er til fjölþjóðasamfélagsins? Er þetta ekki eitthvað sem þarf að taka á. Eiga stjórnmálamenn ekki að breyta lögum þannig að Íslendingum og útlendingum sem læra í útlöndum, annað en það sem er HÍ þóknanlegt, séu metnir að verðleikum. Segi eins og sá sem varð fyrir barðinu á þessum úreldum reglum, ,, Af hverju má samfélagið ekki vera fjölbreyttara? Af hverju finnst ráðuneytinu það eðlilegt að allir séu þvingaðir í sama þrönga HÍ kassann.“ Höfundur er sjúkraliði og grunnskólakennari, skipar 2. sæti á lista Lýðræðisflokkinn í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lýðræðisflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson Skoðun Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð Skoðun Hvers virði er ein alda Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Nóg af þögn – nú er kominn tími á aðgerðir Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Virðum kennara – þeir móta framtíðina Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson skrifar Skoðun Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar misvitringar leika listina að ljúga Kristján Logason skrifar Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er ein alda Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nóg af þögn – nú er kominn tími á aðgerðir Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Virðum kennara – þeir móta framtíðina Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Háskólinn okkar – rektorskjör Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Táknmál Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir skrifar Skoðun Hvernig talar þú um netöryggi við barnið þitt? Berglind Jónsdóttir skrifar Skoðun Lærdómar helfararinnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir skrifar Skoðun Stafræn bylting sýslumanna Kristín Þórðardóttir skrifar Skoðun Þöggun ofbeldis Sara Rós Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Heilræði úr Dölunum til borgarstjórnar Reykjavíkur Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir skrifar Skoðun Öruggt og viðunandi húsnæði fyrir alla í Hveragerði Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Sorg barna - Verndandi þættir Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Fullbókað Ísland 2026 Björn Berg Gunnarsson skrifar Skoðun Við þurfum raunverulegt nýtt upphaf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Smásálarleg hefnigirni kennaraforystunnar Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Flugið og uppbygging í Vatnsmýri Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Með augun á framtíðinni Hilmar Vilberg Gylfason skrifar Skoðun Góð rök fyrir að velja Guðrúnu Guðfinnur Sigurvinsson skrifar Sjá meira
Af og til tekur frambjóðandi þessa umræðu við fólk, Íslendinga, sem koma að utan eftir nám. Það sem margir þeirra eiga sammerkt er að þeir fá menntun sína ekki metna hér á landi. Hér er um sálfræðinga að ræða, félagsráðgjafa og hjúkrunarfræðinga svo fáar stéttir séu nefndar. Forkastanlegast tilfellið er þegar barna- og unglingasálfræðingar, sem þjóðin þarf á að halda, fá ekki námið sitt metið frá útlöndum. Á meðan brenna Stuðlar! Hvað veldur, er það hroki Ég ætla að taka dæmi af doktor í barna-og unglingasálfræði. Stundar sálfræðinám í virtum háskóla í Bandaríkjunum. Þar í landi þurfa nemar að skila 3000 verklegum tímum, hér á landi nær það ekki þriðjungi. Þegar heim kemur þarf að sækja um starfsleyfi hjá Landlækni sem sér um útgáfu leyfisbréfa. Íslenskukunnátta er skilyrðir fyrir starfsleyfi. Gef einstaklingi orðið sem hefur orðið fyrir barðinu á þessu og Landlæknir þvær hendur sínar. „Vandamálið hjá mér snerist meira um það að landlæknisembættið, sem gefur út leyfisbréfin, gat ekki svarað því hvaða áfanga ég þyrfti að hafa til þess að fá námið metið. Þegar sálfræðideild HÍ svaraði loksins (eftir að ég fór í útvarpið) sögðu þeir mér að kíkja á námsskránna á netinu. Enginn gat gefið mér gátlista yfir það hvað þyrfti til. HÍ er þar að auki ekki eini skólinn sem útskrifar sálfræðinga en maðurinn benti mér ekki á, að ég gæti t.d. skoðað hvað HR kennir ef það væri eitthvað sem passaði ekki.“ Þrátt fyrir starfsleyfi í Bandaríkjunum hafnar Landlæknir að gefa úr starfsleyfi nema með blessun HÍ. Hefur HÍ eignarhald á menntun í landinu? Þessi krafa á fólk, sem kemur með menntun úr háskólum erlendis frá, útheimtir vinnu og kostnað fyrir umsækjanda sem í þessu tilfelli gaf kerfinu puttann ef svo má orða komast. Þar misstum við einn sérmenntaðan barna- og unglingasálfræðing úr landi. Hve margir hafa gert slíkt hið sama? Hversu margir vel menntaðir einstaklingar vinni við annað en fagið sitt vegna reglnanna? Í spjalli mínu við hjúkrunarfræðing kom fram að danskir hjúkrunarfræðingar fá ekki að starfa sem slíkir því Háskóli Íslands metur að þá vanti eitthvað upp á fræðin til að vera jafnfætis íslenskum hjúkrunarfræðingum. Danmörk, nærri 10 milljóna þjóð, menntar ekki nógu góða hjúkrunarfræðinga fyrir Íslendinga! Með lögfræðing Það verður að spyrja hvað veldur. Mennta milljóna þjóðir sitt fólk eitthvað öðruvísi en Háskóli Íslands gerir? Er einokun Háskóla Íslands eðlileg þegar litið er til fjölþjóðasamfélagsins? Er þetta ekki eitthvað sem þarf að taka á. Eiga stjórnmálamenn ekki að breyta lögum þannig að Íslendingum og útlendingum sem læra í útlöndum, annað en það sem er HÍ þóknanlegt, séu metnir að verðleikum. Segi eins og sá sem varð fyrir barðinu á þessum úreldum reglum, ,, Af hverju má samfélagið ekki vera fjölbreyttara? Af hverju finnst ráðuneytinu það eðlilegt að allir séu þvingaðir í sama þrönga HÍ kassann.“ Höfundur er sjúkraliði og grunnskólakennari, skipar 2. sæti á lista Lýðræðisflokkinn í Norðausturkjördæmi.
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar
Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir skrifar
Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun