Ofboðslega frægur Sara Oskarsson skrifar 28. október 2024 13:01 Orðið frægur er skilgreint sem mjög þekktur, víðkunnur í Íslenskri nútímamálsorðabók Árnastofnunar. Spyrji maður ChatGPT hvað orðið þýðir segir: „Orðið frægur á íslensku þýðir þekktur, nafnkenndur eða vinsæll. Það er notað til að lýsa einhverjum eða einhverju sem margir vita af, oft vegna afreka, hæfileika eða athafna.” Umræðan um frægt fólk í framboði til næstkomandi Alþingiskosninga hefur verið skautuð. Sumum finnst það hið besta mál að þjóðþekktir einstaklingur úr öðrum starfsstéttum en stjórnmálum bjóði fram krafta sína á þingi. Öðrum finnst í því mengi offramboð af einstaklingum sem tilheyra ákveðinni óskilgreindri elítu Íslands. Venjulegt fólk En hvernig sem á það er litið, þá er það að vera frægur undantekningin frekar en reglan. Ef að allir væru frægir þá væri enginn frægur. Að vera þekkt andlit sker sig vitanlega úr hópnum. Tilgangur og markmið þeirrar vinnu sem fer fram á Alþingi á að vera í þágu allrar þjóðarinnar. Þess vegna er það mikilvægt að þangað inn veljist ekki síst venjulegt fólk: Fólk á ólíkum aldri, af öllum kynjum, öllum félagsaðstæðum, frá ólíkum trúfélögum. Fólk með fatlanir. Einstæð foreldri, fólk af ólíkum uppruna og litarhætti, fólk frá Póllandi, enda um 5% þjóðarinnar af pólskum uppruna. Um 20% þjóðarinnar er af erlendum uppruna og ef að spegla ætti það hlutfall í samsetningu þingheims væru um 9 þingmenn af erlendum uppruna. Blessuð jólin? Eðlilegt væri að á Alþingi starfi fólk sem þekkir veruleikann að þurfa að velja úr hvaða reikninga á að borga við hver mánaðamót. Fólk sem veit hvernig það er að hafa ekki efni á að sækja lyfin sín. Fólk sem þekkir það að kvíða jólahátíðinni vegna þess að það hefur ekki efni á að kaupa jólagjafir fyrir börnin sín eða barnabörn. Fólk sem þekkir á eigin skinni hvaða áhrif ákvarðanatakan inni í þessum gamla gyllta sal hefur á þá sem raunverulega halda þessu samfélagi gangandi. Fólk sem hefur unnið árum saman við þrif og fengið fyrir last og nánasarlegt daglegt brauð. Samsetning þingheims ætti að langmestu leyti að endurspegla þjóðina sem á að þjóna og fólkinu, sem þingheimur starfar í umboði fyrir. Grunngildin Við Píratar störfum út frá grunngildum okkar. Þar segir m.a.: „Píratar leggja áherslu á gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir.” og „Píratar telja að allir hafi óskoraðan rétt til aðkomu að ákvörðunum sem varða eigin málefni, og rétt til vitneskju um það hvernig slíkar ákvarðanir hafi verið teknar.” Alþingi á að endurspegla þverskurð af þjóðinni sjálfri. Til þess að svo sé þurfa raddir úr öllum rönnum að heyrist inni í þingsal. Í framboð hjá okkur Pírötum er einmitt slíkur dýnamískur hópur úr ólíkum stéttum og stöðum þjóðfélagsins. Gerum Alþingi að lifandi vinnustað þar sem við öll eigum okkur málsvara. Kjósum öðruvísi. Kjósum Pírata. Höfundur er í framboði í 5. sæti í Reykjavík suður fyrir Pírata. Hér má lesa Grunnstefnu Pírata í fullri lengd: https://piratar.is/s. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Oskarsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Píratar Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Orðið frægur er skilgreint sem mjög þekktur, víðkunnur í Íslenskri nútímamálsorðabók Árnastofnunar. Spyrji maður ChatGPT hvað orðið þýðir segir: „Orðið frægur á íslensku þýðir þekktur, nafnkenndur eða vinsæll. Það er notað til að lýsa einhverjum eða einhverju sem margir vita af, oft vegna afreka, hæfileika eða athafna.” Umræðan um frægt fólk í framboði til næstkomandi Alþingiskosninga hefur verið skautuð. Sumum finnst það hið besta mál að þjóðþekktir einstaklingur úr öðrum starfsstéttum en stjórnmálum bjóði fram krafta sína á þingi. Öðrum finnst í því mengi offramboð af einstaklingum sem tilheyra ákveðinni óskilgreindri elítu Íslands. Venjulegt fólk En hvernig sem á það er litið, þá er það að vera frægur undantekningin frekar en reglan. Ef að allir væru frægir þá væri enginn frægur. Að vera þekkt andlit sker sig vitanlega úr hópnum. Tilgangur og markmið þeirrar vinnu sem fer fram á Alþingi á að vera í þágu allrar þjóðarinnar. Þess vegna er það mikilvægt að þangað inn veljist ekki síst venjulegt fólk: Fólk á ólíkum aldri, af öllum kynjum, öllum félagsaðstæðum, frá ólíkum trúfélögum. Fólk með fatlanir. Einstæð foreldri, fólk af ólíkum uppruna og litarhætti, fólk frá Póllandi, enda um 5% þjóðarinnar af pólskum uppruna. Um 20% þjóðarinnar er af erlendum uppruna og ef að spegla ætti það hlutfall í samsetningu þingheims væru um 9 þingmenn af erlendum uppruna. Blessuð jólin? Eðlilegt væri að á Alþingi starfi fólk sem þekkir veruleikann að þurfa að velja úr hvaða reikninga á að borga við hver mánaðamót. Fólk sem veit hvernig það er að hafa ekki efni á að sækja lyfin sín. Fólk sem þekkir það að kvíða jólahátíðinni vegna þess að það hefur ekki efni á að kaupa jólagjafir fyrir börnin sín eða barnabörn. Fólk sem þekkir á eigin skinni hvaða áhrif ákvarðanatakan inni í þessum gamla gyllta sal hefur á þá sem raunverulega halda þessu samfélagi gangandi. Fólk sem hefur unnið árum saman við þrif og fengið fyrir last og nánasarlegt daglegt brauð. Samsetning þingheims ætti að langmestu leyti að endurspegla þjóðina sem á að þjóna og fólkinu, sem þingheimur starfar í umboði fyrir. Grunngildin Við Píratar störfum út frá grunngildum okkar. Þar segir m.a.: „Píratar leggja áherslu á gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir.” og „Píratar telja að allir hafi óskoraðan rétt til aðkomu að ákvörðunum sem varða eigin málefni, og rétt til vitneskju um það hvernig slíkar ákvarðanir hafi verið teknar.” Alþingi á að endurspegla þverskurð af þjóðinni sjálfri. Til þess að svo sé þurfa raddir úr öllum rönnum að heyrist inni í þingsal. Í framboð hjá okkur Pírötum er einmitt slíkur dýnamískur hópur úr ólíkum stéttum og stöðum þjóðfélagsins. Gerum Alþingi að lifandi vinnustað þar sem við öll eigum okkur málsvara. Kjósum öðruvísi. Kjósum Pírata. Höfundur er í framboði í 5. sæti í Reykjavík suður fyrir Pírata. Hér má lesa Grunnstefnu Pírata í fullri lengd: https://piratar.is/s.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar