Hrokinn varð honum að falli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2024 12:03 Tyrique Stevenson stríðir hér stuningsmönnum Washington Commanders en örskömmu síðar hafði hann klúðrað leiknum fyrir Chicago Bears. Getty/Scott Taetsch Þeir sem trúa ekki á karma ættu kannski að horfa á kraftaverkasnertimarkið í NFL deildinni um helgina. Washington Commanders vann þá ótrúlegan endurkomusigur á Chicago Bears. Liðið tryggði sér sigur þegar öll von virtist úti en leikstjórnandinn Jayden Daniels henti boltanum þá heila 52 jarda og inn í markið. Leiktíminn var að renna út en eini möguleikinn var að láta vaða og vona það besta. Það ótrúlega gerðist eins og sjá má og heyra í magnaðri lýsingu Henry Birgis Gunnarssonar hér fyrir neðan. Varnarmaður Bears gerði þau mistök að slá í boltann en við það misstu liðsfélagarnir af honum og boltinn datt í hendurnar á Washington manninum Noah Brown í endamarkinu. Hann hafði laumað sér aftur fyrir þá og vonast til þess að boltinn kæmi þangað. Það gerðist og Washington fagnaði sigri. Annað sjónarhorn á þetta sigursnertimark fór síðar á mikið flug á netmiðlum. Þetta verður örugglega erfið vika fyrir einn leikmann Chicago Bears. Tyrique Stevenson, varnarmaður Chicago Bears, var svo fullviss um sigurinn nokkrum sekúndum fyrir leikslok að hann fór að kynda og stríða svekktum stuðningsmönnum Washington Commanders. Stevenson missti einbeitinguna en áttaði sig síðan á því að boltinn var að koma. Hann hljóp á staðinn og sló í boltann. Það vildi ekki betur en að hann sló hann til leikmanns Commanders. Það var því hans klaufaskapur (og hroki) sem sá til þess að Chicago Bears tapaði þessum leik. Hitt sjónarhornið má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Jomboy Media (@jomboymedia) NFL Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Sjá meira
Washington Commanders vann þá ótrúlegan endurkomusigur á Chicago Bears. Liðið tryggði sér sigur þegar öll von virtist úti en leikstjórnandinn Jayden Daniels henti boltanum þá heila 52 jarda og inn í markið. Leiktíminn var að renna út en eini möguleikinn var að láta vaða og vona það besta. Það ótrúlega gerðist eins og sjá má og heyra í magnaðri lýsingu Henry Birgis Gunnarssonar hér fyrir neðan. Varnarmaður Bears gerði þau mistök að slá í boltann en við það misstu liðsfélagarnir af honum og boltinn datt í hendurnar á Washington manninum Noah Brown í endamarkinu. Hann hafði laumað sér aftur fyrir þá og vonast til þess að boltinn kæmi þangað. Það gerðist og Washington fagnaði sigri. Annað sjónarhorn á þetta sigursnertimark fór síðar á mikið flug á netmiðlum. Þetta verður örugglega erfið vika fyrir einn leikmann Chicago Bears. Tyrique Stevenson, varnarmaður Chicago Bears, var svo fullviss um sigurinn nokkrum sekúndum fyrir leikslok að hann fór að kynda og stríða svekktum stuðningsmönnum Washington Commanders. Stevenson missti einbeitinguna en áttaði sig síðan á því að boltinn var að koma. Hann hljóp á staðinn og sló í boltann. Það vildi ekki betur en að hann sló hann til leikmanns Commanders. Það var því hans klaufaskapur (og hroki) sem sá til þess að Chicago Bears tapaði þessum leik. Hitt sjónarhornið má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Jomboy Media (@jomboymedia)
NFL Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Sjá meira