Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Samúel Karl Ólason skrifar 30. október 2024 08:58 Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, í Washington DC í gærkvöldi. AP/Jacquelyn Martin Kamala Harris hét því í síðustu stóru ræðu sinni fyrir forsetakosningarnar í næstu viku að hún myndi verða forseti allra Bandaríkjamanna. Á sama tíma sagði hún að Donald Trump, mótframbjóðandi sinn, væri heltekinn hefndarvilja og eigin hagsmuna. Tveimur dögum áður hafði Trump haldið ræðu í New York þar sem hann sagði Harris „lestaslys“ sem eyðilagði allt sem á vegi hennar yrði. Bandamenn hans sem hituðu upp fyrir Trump lýstu Harris sem vændiskonu, djöfli og töluðu um Puerto Rico sem „fljótandi rusleyju“. Þá hét Trump því að flytja milljónir manna frá Bandaríkjunum á hans fyrstu dögum í starfi. Sjá einnig: Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Eins og frægt er, er Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins. Ræðuna hélt hún í Washington DC, á sama stað og Trump hélt ræðu þann 6. janúar 2021, og segir framboð hennar að um 75 þúsund manns hafi hlustað. „Eftir færri en níutíu daga mun annað hvort Donald Trump eða ég vera í skrifstofu forsetans,“ sagði Harris og benti í átt að Hvíta húsinu. „Á sínum fyrsta degi, verði hann kjörinn, mun Donald Trump ganga inn á skrifstofuna með lista yfir óvini sína. Verði ég kjörinn, mun ég mæta með verkefnalista.“ Harris varði miklum ræðutíma í að reyna að sannfæra bandaríska kjósendur um að Trump legði alltaf meiri áherslu á eigin hag og það á kostnað Bandaríkjanna. „Donald Trump hefur varið áratug í að reyna að halda Bandaríkjamönnum sundruðum og hrædda við hvorn annan. Þannig er hann,“ sagði Harris meðal annars og bætti hún við að bandaríska þjóðin hugsaði ekki þannig. „Ég heiti því að verða forseti allra Bandaríkjamanna. Að setja hag landsins alltaf ofar mínum hag.“ AP fréttaveitan hefur eftir nánum ráðgjafa Harris að ræða hennar hafi meðal annars beinst að þeim örfáu kjósendum sem hafi ekki enn ákveðið sig hvern þeir ætli að kjósa og þar á meðal séu Repúblikanar á frjálslyndari kantinum. Harris sagði einnig að Trump myndi aftur reyna að fella hið svokallaða heilbrigðislög Baracks Obama (e. Affordable care act) úr gildi en þau tryggja milljónum Bandaríkjamanna aðgang að sjúkratryggingum og kannanir sýna að þau njóta mikilla vinsælda. Hún sagði einnig að Trump myndi lækka skatta á auðugasta fólk Bandaríkjanna en að hún myndi berjast fyrir lægra vöruverði og lækka kostnað Bandaríkjamanna með ýmsum leiðum. Þá varaði Harris við því að með Trump í Hvíta húsinu myndu Repúblikanar ganga enn lengra til að draga úr rétti kvenna til þungunarrofs. „Ég mun berjast til að endurbyggja það sem Donald Trump og sérvaldir hæstaréttardómarar hans tóku frá konum Bandaríkjanna.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Donald Trump Tengdar fréttir Biden í bobba eftir ummæli um rusl Kosningabaráttan í Bandaríkjunum er nú á lokametrunum en nú er tæp vika í að þjóðin gangi að kjörborðinu. 30. október 2024 07:12 Sagður hafa stöðvað stuðningsyfirlýsingu Forsvarsmenn bandaríska miðilsins Washington Post tilkynntu í gær að miðillinn myndi ekki lýsa yfir stuðningi við forsetaframbjóðenda og er það í fyrsta sinn í 36 ár. Auðjöfurinn Jeff Bezos, einn ríkustu manna heims og eigandi miðilsins, er sagður hafa bannað ritstjórn WP að lýsa yfir stuðningi við Kamölu Harris, eins og til stóð. 26. október 2024 13:24 Óttast umsátur og ofbeldi við kjörstaði Allt er í járnum í Bandaríkjunum nú þegar rúm vika er í forsetakosningar þar ytra. Borgarfulltrúi segir söguna sýna að Trump fái oft meira fylgi en kannanir gefi til kynna. Óttast er að umsátursástand myndist við kjörstaði vegna ólgu í tengslum við kosningarnar. 26. október 2024 13:01 Enn allt í járnum skömmu fyrir kjördag Kamala Harris og Donald Trump mælast enn hnífjöfn í könnunum en einungis ein og hálf vika er í forsetakosningarnar vestanhafs. Viðleitni Harris til að ná til kjósenda á hægri væng bandarískra stjórnmála er sögð fara í taugarnar á hluta stuðningsmanna hennar. 25. október 2024 15:06 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira
Tveimur dögum áður hafði Trump haldið ræðu í New York þar sem hann sagði Harris „lestaslys“ sem eyðilagði allt sem á vegi hennar yrði. Bandamenn hans sem hituðu upp fyrir Trump lýstu Harris sem vændiskonu, djöfli og töluðu um Puerto Rico sem „fljótandi rusleyju“. Þá hét Trump því að flytja milljónir manna frá Bandaríkjunum á hans fyrstu dögum í starfi. Sjá einnig: Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Eins og frægt er, er Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins. Ræðuna hélt hún í Washington DC, á sama stað og Trump hélt ræðu þann 6. janúar 2021, og segir framboð hennar að um 75 þúsund manns hafi hlustað. „Eftir færri en níutíu daga mun annað hvort Donald Trump eða ég vera í skrifstofu forsetans,“ sagði Harris og benti í átt að Hvíta húsinu. „Á sínum fyrsta degi, verði hann kjörinn, mun Donald Trump ganga inn á skrifstofuna með lista yfir óvini sína. Verði ég kjörinn, mun ég mæta með verkefnalista.“ Harris varði miklum ræðutíma í að reyna að sannfæra bandaríska kjósendur um að Trump legði alltaf meiri áherslu á eigin hag og það á kostnað Bandaríkjanna. „Donald Trump hefur varið áratug í að reyna að halda Bandaríkjamönnum sundruðum og hrædda við hvorn annan. Þannig er hann,“ sagði Harris meðal annars og bætti hún við að bandaríska þjóðin hugsaði ekki þannig. „Ég heiti því að verða forseti allra Bandaríkjamanna. Að setja hag landsins alltaf ofar mínum hag.“ AP fréttaveitan hefur eftir nánum ráðgjafa Harris að ræða hennar hafi meðal annars beinst að þeim örfáu kjósendum sem hafi ekki enn ákveðið sig hvern þeir ætli að kjósa og þar á meðal séu Repúblikanar á frjálslyndari kantinum. Harris sagði einnig að Trump myndi aftur reyna að fella hið svokallaða heilbrigðislög Baracks Obama (e. Affordable care act) úr gildi en þau tryggja milljónum Bandaríkjamanna aðgang að sjúkratryggingum og kannanir sýna að þau njóta mikilla vinsælda. Hún sagði einnig að Trump myndi lækka skatta á auðugasta fólk Bandaríkjanna en að hún myndi berjast fyrir lægra vöruverði og lækka kostnað Bandaríkjamanna með ýmsum leiðum. Þá varaði Harris við því að með Trump í Hvíta húsinu myndu Repúblikanar ganga enn lengra til að draga úr rétti kvenna til þungunarrofs. „Ég mun berjast til að endurbyggja það sem Donald Trump og sérvaldir hæstaréttardómarar hans tóku frá konum Bandaríkjanna.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Donald Trump Tengdar fréttir Biden í bobba eftir ummæli um rusl Kosningabaráttan í Bandaríkjunum er nú á lokametrunum en nú er tæp vika í að þjóðin gangi að kjörborðinu. 30. október 2024 07:12 Sagður hafa stöðvað stuðningsyfirlýsingu Forsvarsmenn bandaríska miðilsins Washington Post tilkynntu í gær að miðillinn myndi ekki lýsa yfir stuðningi við forsetaframbjóðenda og er það í fyrsta sinn í 36 ár. Auðjöfurinn Jeff Bezos, einn ríkustu manna heims og eigandi miðilsins, er sagður hafa bannað ritstjórn WP að lýsa yfir stuðningi við Kamölu Harris, eins og til stóð. 26. október 2024 13:24 Óttast umsátur og ofbeldi við kjörstaði Allt er í járnum í Bandaríkjunum nú þegar rúm vika er í forsetakosningar þar ytra. Borgarfulltrúi segir söguna sýna að Trump fái oft meira fylgi en kannanir gefi til kynna. Óttast er að umsátursástand myndist við kjörstaði vegna ólgu í tengslum við kosningarnar. 26. október 2024 13:01 Enn allt í járnum skömmu fyrir kjördag Kamala Harris og Donald Trump mælast enn hnífjöfn í könnunum en einungis ein og hálf vika er í forsetakosningarnar vestanhafs. Viðleitni Harris til að ná til kjósenda á hægri væng bandarískra stjórnmála er sögð fara í taugarnar á hluta stuðningsmanna hennar. 25. október 2024 15:06 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira
Biden í bobba eftir ummæli um rusl Kosningabaráttan í Bandaríkjunum er nú á lokametrunum en nú er tæp vika í að þjóðin gangi að kjörborðinu. 30. október 2024 07:12
Sagður hafa stöðvað stuðningsyfirlýsingu Forsvarsmenn bandaríska miðilsins Washington Post tilkynntu í gær að miðillinn myndi ekki lýsa yfir stuðningi við forsetaframbjóðenda og er það í fyrsta sinn í 36 ár. Auðjöfurinn Jeff Bezos, einn ríkustu manna heims og eigandi miðilsins, er sagður hafa bannað ritstjórn WP að lýsa yfir stuðningi við Kamölu Harris, eins og til stóð. 26. október 2024 13:24
Óttast umsátur og ofbeldi við kjörstaði Allt er í járnum í Bandaríkjunum nú þegar rúm vika er í forsetakosningar þar ytra. Borgarfulltrúi segir söguna sýna að Trump fái oft meira fylgi en kannanir gefi til kynna. Óttast er að umsátursástand myndist við kjörstaði vegna ólgu í tengslum við kosningarnar. 26. október 2024 13:01
Enn allt í járnum skömmu fyrir kjördag Kamala Harris og Donald Trump mælast enn hnífjöfn í könnunum en einungis ein og hálf vika er í forsetakosningarnar vestanhafs. Viðleitni Harris til að ná til kjósenda á hægri væng bandarískra stjórnmála er sögð fara í taugarnar á hluta stuðningsmanna hennar. 25. október 2024 15:06