Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar 30. október 2024 12:15 Árið 2016 skrifaði KÍ undir samkomulag í bandalagi við BHM og BSRB um breytingar á lífeyrisréttindum, þannig að hægt væri að samræma réttindi á opinberum markaði við þau sem eru á almennum markaði. Lífeyrisréttindi á opinberum vinnumarkaði voru vissulega mun betri en þau sem eru á almennum markaði. Því var um mikla kjaraskerðingu að ræða fyrir félagsfólk Kennarasamband Íslands. „Það er sameiginleg stefna fulltrúa opinberra launagreiðenda og bandalaga opinberra starfsmanna að laun og önnur kjör hjá hinu opinbera séu samkeppnishæf. Vinna þarf sérstaklega að því að jafna laun einstakra hópa milli almenns og opinbers vinnumarkaðar og munu aðilar beita sér fyrir því að sérstaklega verði unnið að slíkri launajöfnun.“ Gefin var frestur fram í apríl 2018 til að hefja vinnuna og 6 til 10 ár til að markmið um jöfnun launa væri komin inn í kjarasamninga. Síðan eru liðin rúm 8 ár. Ekkert bólar á jöfnun launa og hafa sveitarfélög sýnt því lítinn áhuga að ræða það af alvöru. Lengi í kjaraviðræðum var það afstaða ríkis og sveitarfélag að laun kennara gætu ekki verið hærri sökum þess að lífeyrisskuldbindingar opinberra aðila voru svo miklar. Inga Rún Ólafsdóttir sviðstjóri kjararáðs Sambands íslenskra sveitarfélaga sagðist í Kastljósi í gær gjarnan vilja jafna þessi kjör, enda séu það sameiginleg markmið með KÍ. Hún vísar ítrekað í lífskjarasamninga. Félög kennarar hafa undanfarin ár einmitt samið um lífskjarasamninga. En í hvert skipti minnt á jöfnun launa. Við undirritun síðustu samninga var samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga gert fullljóst að jöfnun launa biði ekki mikið lengur. Inga Rún hélt einnig áfram að halda því fram að ekki hafi komið kröfugerð frá KÍ. Inga Rún er vel gefin kona og það skilur enginn kennari hvernig hún skilur ekki að jöfnun launa er krafan. Útfærslan er það sem þarf að ræða. Félagsdómur er einnig búin að benda á það að jöfnun launa er krafan. Hún deilir síðan skoðun borgarstjóra um það að mögulega væri nú hægt að greiða hærri laun ef fólk vinnur meira. En um það snýst málið ekki. Málið snýst um kjaraskerðingu með fyrirheit um kjarabætur sem hefur ekki, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir KÍ, verið staðið við. Ég stend með kennurum í verkfalli og kjarabaráttu og hvet þig kæri lesandi til að gera það líka. Ég minni einnig á að kjararáð SNS starfar í umboði sveitarfélaganna og hver kjörin fulltrúi ber ábyrgð á þeirri stöðu sem er uppi núna. Höfundur er kennari og aðstoðarskólastjóri í 3. sæti lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Árið 2016 skrifaði KÍ undir samkomulag í bandalagi við BHM og BSRB um breytingar á lífeyrisréttindum, þannig að hægt væri að samræma réttindi á opinberum markaði við þau sem eru á almennum markaði. Lífeyrisréttindi á opinberum vinnumarkaði voru vissulega mun betri en þau sem eru á almennum markaði. Því var um mikla kjaraskerðingu að ræða fyrir félagsfólk Kennarasamband Íslands. „Það er sameiginleg stefna fulltrúa opinberra launagreiðenda og bandalaga opinberra starfsmanna að laun og önnur kjör hjá hinu opinbera séu samkeppnishæf. Vinna þarf sérstaklega að því að jafna laun einstakra hópa milli almenns og opinbers vinnumarkaðar og munu aðilar beita sér fyrir því að sérstaklega verði unnið að slíkri launajöfnun.“ Gefin var frestur fram í apríl 2018 til að hefja vinnuna og 6 til 10 ár til að markmið um jöfnun launa væri komin inn í kjarasamninga. Síðan eru liðin rúm 8 ár. Ekkert bólar á jöfnun launa og hafa sveitarfélög sýnt því lítinn áhuga að ræða það af alvöru. Lengi í kjaraviðræðum var það afstaða ríkis og sveitarfélag að laun kennara gætu ekki verið hærri sökum þess að lífeyrisskuldbindingar opinberra aðila voru svo miklar. Inga Rún Ólafsdóttir sviðstjóri kjararáðs Sambands íslenskra sveitarfélaga sagðist í Kastljósi í gær gjarnan vilja jafna þessi kjör, enda séu það sameiginleg markmið með KÍ. Hún vísar ítrekað í lífskjarasamninga. Félög kennarar hafa undanfarin ár einmitt samið um lífskjarasamninga. En í hvert skipti minnt á jöfnun launa. Við undirritun síðustu samninga var samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga gert fullljóst að jöfnun launa biði ekki mikið lengur. Inga Rún hélt einnig áfram að halda því fram að ekki hafi komið kröfugerð frá KÍ. Inga Rún er vel gefin kona og það skilur enginn kennari hvernig hún skilur ekki að jöfnun launa er krafan. Útfærslan er það sem þarf að ræða. Félagsdómur er einnig búin að benda á það að jöfnun launa er krafan. Hún deilir síðan skoðun borgarstjóra um það að mögulega væri nú hægt að greiða hærri laun ef fólk vinnur meira. En um það snýst málið ekki. Málið snýst um kjaraskerðingu með fyrirheit um kjarabætur sem hefur ekki, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir KÍ, verið staðið við. Ég stend með kennurum í verkfalli og kjarabaráttu og hvet þig kæri lesandi til að gera það líka. Ég minni einnig á að kjararáð SNS starfar í umboði sveitarfélaganna og hver kjörin fulltrúi ber ábyrgð á þeirri stöðu sem er uppi núna. Höfundur er kennari og aðstoðarskólastjóri í 3. sæti lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Suðurkjördæmi.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun