Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar 31. október 2024 15:17 Það er svo augljóst að það er útlendingavandamál á Íslandi. Ég segi það ekki af því að ég er haldinn einhverri útlendingaandúð, ég er það alls ekki. Konan mín, mágkona, amma mín heitin, maður móður minnar og kona föður míns eru öll útlendingar. En að sjá ekki vandann er ekkert annað en að stinga höfðinu ofan í sandinn. Vandamálið snýr að því hve hræðilega illa gengur að fá innflytjendur til þess að tileinka sér tungu heimamanna, raunar svo mjög að samkvæmt nýrri skýrslu frá OECD þá gengur það hvergi verr í heiminum en hér. Stöðugt er verið að ýta íslenskunni út út um allt. Sífellt fleiri vinnustaðir vinna ekki lengur á íslensku og mjög víða er þjónusta ekki lengur aðgengileg á íslensku. Ég hef kynnst og vingast við fjöldann allan af innflytjendum í hinum ýmsu störfum sem ég hef sinnt í ferðaþjónustu og í byggingariðnaði. Mín reynsla hefur verið sú að mikill meirihluti innflytjenda sem ég hef kynnst hefur lítinn áhuga á að læra íslensku. Viðhorfið ,,til hvers að læra og tala íslensku þegar að allir hér kunna ensku" er verulega útbreitt. Nú er svo komið að þetta ömurlega viðhorf er einnig orðið algengt hjá fjöldann allan af fyrirtækjum í landinu og meira að segja hjá sumum sveitarfélögum. Þessi þróun er að eiga sér stað á ógnarhraða. Breytingar á íbúasamsetningu þessa lands eru einnig að breytast með ógnarhraða, hraðar en í nokkru öðru landi samkvæmt OECD. Ef fram fer sem horfir þá verða Íslendingar komnir í minnihluta árið 2039 ef miðað er við fjölgun útlendinga á síðustu tveimur árum. Hvað verður um íslenskuna þá? Það stefnir í að íslensk tunga verður aðeins til heimabrúks hjá litlum frumbyggjaminnihlutahópi. Er það ekki vandamál? Höfundur er leiðsögumaður, skógfræðingur og húsasmíðanemi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia Skoðun Börn laga ekki beinbrot Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen Skoðun Fimmtíu og sex Sigmar Guðmundsson Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Sjá meira
Það er svo augljóst að það er útlendingavandamál á Íslandi. Ég segi það ekki af því að ég er haldinn einhverri útlendingaandúð, ég er það alls ekki. Konan mín, mágkona, amma mín heitin, maður móður minnar og kona föður míns eru öll útlendingar. En að sjá ekki vandann er ekkert annað en að stinga höfðinu ofan í sandinn. Vandamálið snýr að því hve hræðilega illa gengur að fá innflytjendur til þess að tileinka sér tungu heimamanna, raunar svo mjög að samkvæmt nýrri skýrslu frá OECD þá gengur það hvergi verr í heiminum en hér. Stöðugt er verið að ýta íslenskunni út út um allt. Sífellt fleiri vinnustaðir vinna ekki lengur á íslensku og mjög víða er þjónusta ekki lengur aðgengileg á íslensku. Ég hef kynnst og vingast við fjöldann allan af innflytjendum í hinum ýmsu störfum sem ég hef sinnt í ferðaþjónustu og í byggingariðnaði. Mín reynsla hefur verið sú að mikill meirihluti innflytjenda sem ég hef kynnst hefur lítinn áhuga á að læra íslensku. Viðhorfið ,,til hvers að læra og tala íslensku þegar að allir hér kunna ensku" er verulega útbreitt. Nú er svo komið að þetta ömurlega viðhorf er einnig orðið algengt hjá fjöldann allan af fyrirtækjum í landinu og meira að segja hjá sumum sveitarfélögum. Þessi þróun er að eiga sér stað á ógnarhraða. Breytingar á íbúasamsetningu þessa lands eru einnig að breytast með ógnarhraða, hraðar en í nokkru öðru landi samkvæmt OECD. Ef fram fer sem horfir þá verða Íslendingar komnir í minnihluta árið 2039 ef miðað er við fjölgun útlendinga á síðustu tveimur árum. Hvað verður um íslenskuna þá? Það stefnir í að íslensk tunga verður aðeins til heimabrúks hjá litlum frumbyggjaminnihlutahópi. Er það ekki vandamál? Höfundur er leiðsögumaður, skógfræðingur og húsasmíðanemi
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar