Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar 31. október 2024 22:30 Á undanförnum mánuðum höfum við upplifað skelfilega atburði þar sem börn eiga í hlut, bæði sem þolendur og gerendur, börn sem eflaust hafa beðið spennt eftir að verða fullorðin, fá að ráða sér sjálf og gera það sem hugurinn girnist. En nei, lífið var tekið af þeim á unga aldri og þau munu aldrei fá þessi tækifæri, elsku börnin. Hvert barn og unglingur er dýrmæt eign okkar þjóðar. Við fögnum í hvert skipti sem barn fæðist inn í þennan heim. Hvert barn fær sinn bakpoka við fæðingu og í langflestum pokunum er gott og fallegt veganesti inn í lífið. Því miður verða bakpokar sumra barna þungir og það er erfitt að bera þá, veganesti þeirra getur verið þannig að þau finna ekkert gott og fallegt, sama hvað þau leita djúpt í pokann. Þeirra poki getur verið með alls konar upplifunum og áföllum sem verða þeim þung í skauti fram eftir árum. Bakpoki þessara barna getur verið svo þungur að þau kikna undan honum, þau kvarta en engin veitir því athygli. Við þurfum öll athygli og fáum hana oftast á jákvæðan hátt ásamt hrósi frá fjölskyldunni og t.d kennurum í leik- og grunnskóla. En það eru til börn sem búa við þannig aðstæður að þau fá ekki jákvæða og uppbyggjandi athygli, hvað þá hrós. Þessi börn finna sér leið til að kalla á athygli, geta t.d. farið að sýna alls konar hegðun, stunda áhættuhegðun, fara í neyslu o.fl. Tíminn líður, börnin stækka og þroskast, fara í skóla og vinnu. Já lífið opnar smátt og smátt arm sinn á móti þeim. En lífið er skrykkjótt og það eru alls konar hindranir á leiðinni. Flestir ná að takast á við hindranir eða komast yfir þær en ekki allir. Okkur hættir til að segja að barn sé erfitt og að barn kunni ekki að haga sér og fleira í þeim dúr, en þau börn hafa sál og fallegt hjarta sem þarf stuðning. Hvernig má það vera að ef barn handleggsbrotnar þá fær það þjónustu mjög fljótt en barn sem býr við mikla andlega vanlíðan getur þurft að bíða svo vikum skiptir eftir aðstoð. Þetta er ekki ásættanlegt, heilsubrestur, sama hvort hann er andlegur eða líkamlegur, á að hafa sama aðgengi að þjónustu. Við þurfum að horfa til þess hvaðan kemur barnið, hvernig voru fyrstu árin, fékk barnið athygli, umönnun og kærleika? Sum börn hafa alist upp við þannig aðstæður að uppalendur eiga nóg með sig sjálf og ráða oft ekki við uppeldi barna sinna. Uppalendur þurfa líka aðstoð. Við sem samfélag þurfum að styðja við þessi börn og oft fjölskyldur þeirra líka – sagt er að það þurfi þorp til að ala upp barn… en hvað ef það er ekkert þorp? Jú, þá stofnum við það og umvefjum barnið ást og hlýju og hjálpum því að takast á við sína erfiðleika. Þeir atburðir sem hafa átt sér stað á þessu ári, börn látið lífið á vofeiglegan hátt, er staða sem við getum ekki horft upp á og eigum ekki að sætta okkur við. Ef ég á að vera alveg heiðarleg þá finnst mér lítið hafa breyst á þessum 20 árum sem ég hef unnið með börnum og unglingum í vanda, nema þá það að ofbeldið er alvarlegra farið er að beita vopnum, s.s hnífum og bareflum. Börn og unglingar sjá margt á internetinu og læra margt þar. Í mörgum tölvuleikjum er gaurinn laminn í klessu en svo stendur hann upp og það er ekkert að honum, þetta er bara ekki veruleikinn. Við verðum að koma upp fjölbreyttum úrræðum fyrir börn og unglinga, mörg þurfa mjög einstaklingsbundnar lausnir. Jú, það kostar en hvers virði er líf þessarar barna, það verður aldrei metið í peningum, svo dýrmætt er það. Okkur ber skylda til að þjónusta þessi börn, við þurfum að skoða „æskuna þeirra“ eins og einn góður drengur sagði. Við verðum að skoða grunninn. Ég lít á barn eins og hús, grunnurinn er æskan og á henni byggist framhaldið, þ.e. veggirnir í húsinu. Útveggirnir geta farið að fúna og verða ótryggir ef ekkert er að gert. Ef þetta væri húsið þitt þá myndir þú grípa til aðgerða. Hvernig á húsið að standa ef grunnurinn er ekki tryggur og útveggir ótraustir? Ég hef unnið með börn og unglinga í yfir 20 ár, börn og unglinga í alvarlegum vanda. Vandi þessara barna er margbreytilegur. Því miður hefur ekki verið nóg að gert, ekki horft til þess hver hugsanleg rót vanda barnsins er. Áföll í æsku hverfa ekki, þau hvíla þungt í litlum sálum og valda þeim ómældum sársauka, börnin verða unglingar er vandinn enn til staðar, þá gerist það stundum að þau finna leið til að losna við óþægindin sem vandinn veldur og leita því miður gjarnan í áhættulíferni, s.s áfengi og eða neyslu efna. Foreldrar eru oft alveg búnir á því að ganga á milli kerfa og fá enga aðstoð. Þessi elsku börn hafa oft upplifað hluti í lífinu sem margt fullorðið fólk mun aldrei upplifa og börn ættu ekki að þurfa að upplifa en staðan í þeirra lífi er því miður þannig. Upplifun og reynsla barna í æsku mótar þau, munum það. Aðstæður fólks eru alls konar og við erum mis sterk til að takast á við lifið, bæði börn og fullorðnir. Börn og unglingar vilja gera vel, það vitum við en sumum líður svo illa að þau ráða ekki við hið daglega líf og hvað þá sjálf sig. Hættum að dæma börn og unglinga út frá því sem þau gera. Við þurfum að skapa þeim tækifæri til að vinna úr sínum áföllum. Við skulum ekki ákveða að þau séu svona og hinsegin, stígum niður úr dómarasætinu, förum í sætið sem sýnir skilning, kærleika og umhyggju og berst fyrir því að börnin okkar fái þá aðstoð sem þau þurfa. Það brestur eitthvað í hjartanu þegar barn deyr á vofeiglegan hátt, hvað þá ef þetta er barn sem maður þekkir. Það eru svo margar spurningar sem leita á hugann við slíkar sorgarfréttir. Ég skora á þá flokka sem nú gera allt til að komast á þing að setja geð- og heilbrigðismál barna og unglinga í algjöran forgang. Börnum verður að hjálpa og skapa þeim aðstæður til að vinna úr sínum málum. Hjálpumst að við að skapa þorp sem heldur vel utan um börnin sín og styður þau í að eignast farsælt líf, þau eru svo dýrmæt. Hjálpumst að í að byggja hús með góðum traustum grunni og sterkum útveggjum. Höfundur er fyrrverandi skólastjóri Brúarskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Á undanförnum mánuðum höfum við upplifað skelfilega atburði þar sem börn eiga í hlut, bæði sem þolendur og gerendur, börn sem eflaust hafa beðið spennt eftir að verða fullorðin, fá að ráða sér sjálf og gera það sem hugurinn girnist. En nei, lífið var tekið af þeim á unga aldri og þau munu aldrei fá þessi tækifæri, elsku börnin. Hvert barn og unglingur er dýrmæt eign okkar þjóðar. Við fögnum í hvert skipti sem barn fæðist inn í þennan heim. Hvert barn fær sinn bakpoka við fæðingu og í langflestum pokunum er gott og fallegt veganesti inn í lífið. Því miður verða bakpokar sumra barna þungir og það er erfitt að bera þá, veganesti þeirra getur verið þannig að þau finna ekkert gott og fallegt, sama hvað þau leita djúpt í pokann. Þeirra poki getur verið með alls konar upplifunum og áföllum sem verða þeim þung í skauti fram eftir árum. Bakpoki þessara barna getur verið svo þungur að þau kikna undan honum, þau kvarta en engin veitir því athygli. Við þurfum öll athygli og fáum hana oftast á jákvæðan hátt ásamt hrósi frá fjölskyldunni og t.d kennurum í leik- og grunnskóla. En það eru til börn sem búa við þannig aðstæður að þau fá ekki jákvæða og uppbyggjandi athygli, hvað þá hrós. Þessi börn finna sér leið til að kalla á athygli, geta t.d. farið að sýna alls konar hegðun, stunda áhættuhegðun, fara í neyslu o.fl. Tíminn líður, börnin stækka og þroskast, fara í skóla og vinnu. Já lífið opnar smátt og smátt arm sinn á móti þeim. En lífið er skrykkjótt og það eru alls konar hindranir á leiðinni. Flestir ná að takast á við hindranir eða komast yfir þær en ekki allir. Okkur hættir til að segja að barn sé erfitt og að barn kunni ekki að haga sér og fleira í þeim dúr, en þau börn hafa sál og fallegt hjarta sem þarf stuðning. Hvernig má það vera að ef barn handleggsbrotnar þá fær það þjónustu mjög fljótt en barn sem býr við mikla andlega vanlíðan getur þurft að bíða svo vikum skiptir eftir aðstoð. Þetta er ekki ásættanlegt, heilsubrestur, sama hvort hann er andlegur eða líkamlegur, á að hafa sama aðgengi að þjónustu. Við þurfum að horfa til þess hvaðan kemur barnið, hvernig voru fyrstu árin, fékk barnið athygli, umönnun og kærleika? Sum börn hafa alist upp við þannig aðstæður að uppalendur eiga nóg með sig sjálf og ráða oft ekki við uppeldi barna sinna. Uppalendur þurfa líka aðstoð. Við sem samfélag þurfum að styðja við þessi börn og oft fjölskyldur þeirra líka – sagt er að það þurfi þorp til að ala upp barn… en hvað ef það er ekkert þorp? Jú, þá stofnum við það og umvefjum barnið ást og hlýju og hjálpum því að takast á við sína erfiðleika. Þeir atburðir sem hafa átt sér stað á þessu ári, börn látið lífið á vofeiglegan hátt, er staða sem við getum ekki horft upp á og eigum ekki að sætta okkur við. Ef ég á að vera alveg heiðarleg þá finnst mér lítið hafa breyst á þessum 20 árum sem ég hef unnið með börnum og unglingum í vanda, nema þá það að ofbeldið er alvarlegra farið er að beita vopnum, s.s hnífum og bareflum. Börn og unglingar sjá margt á internetinu og læra margt þar. Í mörgum tölvuleikjum er gaurinn laminn í klessu en svo stendur hann upp og það er ekkert að honum, þetta er bara ekki veruleikinn. Við verðum að koma upp fjölbreyttum úrræðum fyrir börn og unglinga, mörg þurfa mjög einstaklingsbundnar lausnir. Jú, það kostar en hvers virði er líf þessarar barna, það verður aldrei metið í peningum, svo dýrmætt er það. Okkur ber skylda til að þjónusta þessi börn, við þurfum að skoða „æskuna þeirra“ eins og einn góður drengur sagði. Við verðum að skoða grunninn. Ég lít á barn eins og hús, grunnurinn er æskan og á henni byggist framhaldið, þ.e. veggirnir í húsinu. Útveggirnir geta farið að fúna og verða ótryggir ef ekkert er að gert. Ef þetta væri húsið þitt þá myndir þú grípa til aðgerða. Hvernig á húsið að standa ef grunnurinn er ekki tryggur og útveggir ótraustir? Ég hef unnið með börn og unglinga í yfir 20 ár, börn og unglinga í alvarlegum vanda. Vandi þessara barna er margbreytilegur. Því miður hefur ekki verið nóg að gert, ekki horft til þess hver hugsanleg rót vanda barnsins er. Áföll í æsku hverfa ekki, þau hvíla þungt í litlum sálum og valda þeim ómældum sársauka, börnin verða unglingar er vandinn enn til staðar, þá gerist það stundum að þau finna leið til að losna við óþægindin sem vandinn veldur og leita því miður gjarnan í áhættulíferni, s.s áfengi og eða neyslu efna. Foreldrar eru oft alveg búnir á því að ganga á milli kerfa og fá enga aðstoð. Þessi elsku börn hafa oft upplifað hluti í lífinu sem margt fullorðið fólk mun aldrei upplifa og börn ættu ekki að þurfa að upplifa en staðan í þeirra lífi er því miður þannig. Upplifun og reynsla barna í æsku mótar þau, munum það. Aðstæður fólks eru alls konar og við erum mis sterk til að takast á við lifið, bæði börn og fullorðnir. Börn og unglingar vilja gera vel, það vitum við en sumum líður svo illa að þau ráða ekki við hið daglega líf og hvað þá sjálf sig. Hættum að dæma börn og unglinga út frá því sem þau gera. Við þurfum að skapa þeim tækifæri til að vinna úr sínum áföllum. Við skulum ekki ákveða að þau séu svona og hinsegin, stígum niður úr dómarasætinu, förum í sætið sem sýnir skilning, kærleika og umhyggju og berst fyrir því að börnin okkar fái þá aðstoð sem þau þurfa. Það brestur eitthvað í hjartanu þegar barn deyr á vofeiglegan hátt, hvað þá ef þetta er barn sem maður þekkir. Það eru svo margar spurningar sem leita á hugann við slíkar sorgarfréttir. Ég skora á þá flokka sem nú gera allt til að komast á þing að setja geð- og heilbrigðismál barna og unglinga í algjöran forgang. Börnum verður að hjálpa og skapa þeim aðstæður til að vinna úr sínum málum. Hjálpumst að við að skapa þorp sem heldur vel utan um börnin sín og styður þau í að eignast farsælt líf, þau eru svo dýrmæt. Hjálpumst að í að byggja hús með góðum traustum grunni og sterkum útveggjum. Höfundur er fyrrverandi skólastjóri Brúarskóla.
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun