Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar 1. nóvember 2024 13:31 Hvatarnir fyrir því að ég hef nú boðið fram krafta mína fyrir þessar kosningar eru ekki ósvipaðar og þegar ég barðist í Icesave deilunni með InDefence hópnum á árunum 2009-2013. Stjórnmálin eru á krossgötum og það eru viðbrögðin við því ástandi sem hér ríkir sem skipta öllu máli fyrir framhaldið. Afleiðingar núverandi stefnu Áherslurnar í stjórn landsins undanfarin ár hafa skilað því að öll helstu samfélagskerfin, heilbrigðiskrefið, skólakerfið og félagslegu kerfin standa miklu mun veikari en áður. Þessi staða á sér rætur í þeirri stefnu sem hér hefur verið rekin. Óheft innstreymi innflytjenda og stjórnleysið í málefnum flóttafólks hefur valdið því að íbúum landsins hefur fjölgað um 15% á örfáum árum. Þetta hefur leitt af sér alvarlegan húsnæðisskort og óhemju álag á öll grunnkerfi samfélagsins og skapað aðstæður sem ekki verður unnið úr án skipulagsbreytinga. Hagvöxtur hefur verið knúinn áfram af fólksfjölgun án ábyrgðar á þeim félagslega kostnaði sem slíkt ástand skapar. Ofan í þetta allt hefur svo ríkissjóður á tíma hagvaxtar verið rekin með halla síðustu 7 ár sem leitt hefur af sér þráláta verðbólgu með tilheyrandi vaxtahækkunum. Á sama tíma hefur ríkt aðgerðarleysi í orkumálum nær allan þann tíma sem fráfarandi ríkisstjórn hefur verið við völd. Þessu ástandi verður ekki mætt með umbúðastjórnmálum og kerfishyggju heldur aðeins með skýrri hugmyndafræði. Efnahagsmál, útlendingamál og orkumál eru allt mál sem Miðflokkurinn hefur talað fyrir mörg undanfarin ár. Hann hefur varað við aðgerðarleysinu í orkumálum, afleiðingum stjórnlausra ríkisútgjalda og óstjórninni í útlendingamálum. Þetta eru allt mál sem nær engin annar flokkur hefur verið að tala fyrir. Ekki fyrr en núna. Allt í einu. Fyrir kosningar. Að mínu mati fylgir því ekki trúverðugleiki að forystuflokkurinn í ríkisstjórn sem mesta ábyrgð ber á þessu ástandi skipti nú allt í einu um spólu og boði eitthvað allt annað en hann hefur verið framkvæma í efnahagsmálum, orkumálum og útlendingamálum. Það er hægt að laga þetta Það er hægt að laga þetta rétt eins og þegar stóru málin voru löguð á árunum 2013-2016 undir forsæti Sigmundar Davíðs á grundvelli skýrrar hugmyndafræði. Það þarf að byrja á þremur grundvallaratriðum. Ekki vegna þess að þau séu efst í huga allra heldur vegna þess að þau tengjast öllu hinu. Það sem skiptir mestu eru vextir og verðbólga. Þegar ríkisstjórn rekur land með linnulausum halla í hagvexti er afleiðingin verðbólga og hærri vextir. Vaxtakostnaður almennings hefur hækkað um hvorki meira né minna en rúma 40 ma. kr. á ári síðan 2021. Það er forgangsverkefni Miðflokksins að ná tökum á ríkisútgjöldum. Það hefur áhrif á verðbólgu og stuðlar að lækkun vaxta. Þá þarf að rjúfa kyrrstöðuna í orkumálum á grundvelli þeirra orkukosta í nýtingarflokki rammaáætlunar sem lengst eru komnir samhliða ákveðnum skipulagsbreytingum í þágu almennings á okkar mjög svo sérstaka orkumarkaði. Miðflokkurinn hefur ekkert á móti innflytjendum sem vinna mörg mikilvæg störf á Íslandi en Miðflokkurinn lítur ekki á útlendingamál sem feimnismál. Íslendingum fjölgar lítið en á sama tíma er gríðarlegu straumur fólks til landsins. Staðreyndin er einfaldlega sú að þessi málaflokkur hefur gríðarleg ruðningsáhrif á allt samfélagið, t.d. verulega aukið álag á heilbrigðiskerfið og skólakerfið og afleiðingin er húsnæðisskortur. Við Íslendingar höfum ekki efni á því að kenna hér í grunnskólum á 100 tungumálum og grunnkerfin okkar þola ekki 15% fjölgun íbúa á örfáum árum. Hér hafa ríkt óraunhæfar hugmyndir um það hvers konar kerfi er hægt að viðhalda og það líða allir fyrir það ósjálfbæra ástand sem nú ríkir. Við þurfum á vinnuafli að halda en það er ekki sjálfbært að flytja inn vinnuafl sem bætir ekki heildarhag þjóðarinnar. Þessu ástandi viljum við í Miðflokknum mæta. Höfundur er frambjóðandi í 3. sæti á lista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Hvatarnir fyrir því að ég hef nú boðið fram krafta mína fyrir þessar kosningar eru ekki ósvipaðar og þegar ég barðist í Icesave deilunni með InDefence hópnum á árunum 2009-2013. Stjórnmálin eru á krossgötum og það eru viðbrögðin við því ástandi sem hér ríkir sem skipta öllu máli fyrir framhaldið. Afleiðingar núverandi stefnu Áherslurnar í stjórn landsins undanfarin ár hafa skilað því að öll helstu samfélagskerfin, heilbrigðiskrefið, skólakerfið og félagslegu kerfin standa miklu mun veikari en áður. Þessi staða á sér rætur í þeirri stefnu sem hér hefur verið rekin. Óheft innstreymi innflytjenda og stjórnleysið í málefnum flóttafólks hefur valdið því að íbúum landsins hefur fjölgað um 15% á örfáum árum. Þetta hefur leitt af sér alvarlegan húsnæðisskort og óhemju álag á öll grunnkerfi samfélagsins og skapað aðstæður sem ekki verður unnið úr án skipulagsbreytinga. Hagvöxtur hefur verið knúinn áfram af fólksfjölgun án ábyrgðar á þeim félagslega kostnaði sem slíkt ástand skapar. Ofan í þetta allt hefur svo ríkissjóður á tíma hagvaxtar verið rekin með halla síðustu 7 ár sem leitt hefur af sér þráláta verðbólgu með tilheyrandi vaxtahækkunum. Á sama tíma hefur ríkt aðgerðarleysi í orkumálum nær allan þann tíma sem fráfarandi ríkisstjórn hefur verið við völd. Þessu ástandi verður ekki mætt með umbúðastjórnmálum og kerfishyggju heldur aðeins með skýrri hugmyndafræði. Efnahagsmál, útlendingamál og orkumál eru allt mál sem Miðflokkurinn hefur talað fyrir mörg undanfarin ár. Hann hefur varað við aðgerðarleysinu í orkumálum, afleiðingum stjórnlausra ríkisútgjalda og óstjórninni í útlendingamálum. Þetta eru allt mál sem nær engin annar flokkur hefur verið að tala fyrir. Ekki fyrr en núna. Allt í einu. Fyrir kosningar. Að mínu mati fylgir því ekki trúverðugleiki að forystuflokkurinn í ríkisstjórn sem mesta ábyrgð ber á þessu ástandi skipti nú allt í einu um spólu og boði eitthvað allt annað en hann hefur verið framkvæma í efnahagsmálum, orkumálum og útlendingamálum. Það er hægt að laga þetta Það er hægt að laga þetta rétt eins og þegar stóru málin voru löguð á árunum 2013-2016 undir forsæti Sigmundar Davíðs á grundvelli skýrrar hugmyndafræði. Það þarf að byrja á þremur grundvallaratriðum. Ekki vegna þess að þau séu efst í huga allra heldur vegna þess að þau tengjast öllu hinu. Það sem skiptir mestu eru vextir og verðbólga. Þegar ríkisstjórn rekur land með linnulausum halla í hagvexti er afleiðingin verðbólga og hærri vextir. Vaxtakostnaður almennings hefur hækkað um hvorki meira né minna en rúma 40 ma. kr. á ári síðan 2021. Það er forgangsverkefni Miðflokksins að ná tökum á ríkisútgjöldum. Það hefur áhrif á verðbólgu og stuðlar að lækkun vaxta. Þá þarf að rjúfa kyrrstöðuna í orkumálum á grundvelli þeirra orkukosta í nýtingarflokki rammaáætlunar sem lengst eru komnir samhliða ákveðnum skipulagsbreytingum í þágu almennings á okkar mjög svo sérstaka orkumarkaði. Miðflokkurinn hefur ekkert á móti innflytjendum sem vinna mörg mikilvæg störf á Íslandi en Miðflokkurinn lítur ekki á útlendingamál sem feimnismál. Íslendingum fjölgar lítið en á sama tíma er gríðarlegu straumur fólks til landsins. Staðreyndin er einfaldlega sú að þessi málaflokkur hefur gríðarleg ruðningsáhrif á allt samfélagið, t.d. verulega aukið álag á heilbrigðiskerfið og skólakerfið og afleiðingin er húsnæðisskortur. Við Íslendingar höfum ekki efni á því að kenna hér í grunnskólum á 100 tungumálum og grunnkerfin okkar þola ekki 15% fjölgun íbúa á örfáum árum. Hér hafa ríkt óraunhæfar hugmyndir um það hvers konar kerfi er hægt að viðhalda og það líða allir fyrir það ósjálfbæra ástand sem nú ríkir. Við þurfum á vinnuafli að halda en það er ekki sjálfbært að flytja inn vinnuafl sem bætir ekki heildarhag þjóðarinnar. Þessu ástandi viljum við í Miðflokknum mæta. Höfundur er frambjóðandi í 3. sæti á lista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun