Menntamál eru efnahagsmál: Tími fyrir nýja nálgun Björn Leví Gunnarsson skrifar 2. nóvember 2024 21:31 Oft er sagt að menntun sé lykillinn að framtíðinni. En hvað gerist þegar við vanrækjum lykilinn sjálfan? Menntakerfið okkar hefur setið á hakanum allt of lengi. Kennarar, sem eru burðarás í uppbyggingu samfélagsins, glíma við óviðunandi laun og vinnuaðstæður sem eru ekki sæmandi í ríku og menntuðu samfélagi. Menntun sem efnahagsmál Menntamál eru ekki aðeins félagslegt réttlætismál og mannrækt; þau eru mikilvægt efnahagsmál. Rannsóknir sýna að aukin fjárfesting í menntun leiðir til hærri hagvaxtar. Samkvæmt OECD getur 1% aukning í menntunarstigi þjóðar leitt til allt að 0,5% aukningar í hagvexti. Það þýðir að ef við vanrækjum menntakerfið okkar, þá skerðum við efnahagslega framtíð samfélagsins. Kennarar eru sérmenntað fagfólk og lykilfólkið í þessari jöfnu, ekki einhverskonar hobbý stétt fyrir vel gifta einstaklinga. Ef kennarar eru ofhlaðnir vinnu, með úrelt verkfæri og illa launaðir er það alvarlegt vandamál sem bitnar síðan á gæðum menntunarinnar sem börn og unglingar fá. Við verðum að hlúa að þeirri dýrmætu auðlind sem menntakerfið okkar gæti orðið og hlúa að kennurum sem leggja sig fram af fremsta megni og fagmennsku. Persónuleg reynsla Ég hef upplifað íslenska menntakerfið á þremur mismunandi tímum í lífi mínu. Fyrst sem nemandi í kerfi sem kunni ekki að takast á við einelti. Á þeim tíma var einelti lítið rætt og stuðningur við þolendur var enginn. Tuttugu árum síðar kenndi ég í menntakerfi þar sem unnið var að innleiðingu Olweusaráætlunarinnar gegn einelti. Þrátt fyrir góðan vilja var ljóst að kerfið átti erfitt með að innleiða nýjar aðferðir vegna skorts á tíma, fjármagni og stuðningi. Tíu árum síðar vann ég á Menntamálastofnun og sá hvernig innleiðing á nýrri námskrá gekk lítið sem ekkert. Kennarar og starfsfólk skóla voru bókstaflega á mörkum með að halda í horfinu og álagið hefur bara aukist síðan þá. Nú er ég að fara í gegnum menntakerfið í þriðja sinn með börnunum mínum. Við komum inn í fjölmenningarlegt umhverfi með gamaldags skólakerfi og tuttugu ára innleiðingarferli á uppfærslum sem virka einfaldlega ekki lengur. Hér verðum við að breyta til, hlusta á kennara og ganga til verka. Fjölmenningarsamfélagið og áskoranir þess Fjölmenningarsamfélagið er bæði auðgandi og krefjandi. Sumir vilja stinga höfðinu í sandinn og hunsa breytingarnar, en fjölmenning er komin til að vera. Ef við höldum áfram að sinna menntamálum eins og gert hefur verið hingað til, munum við aftur verða 20 árum of sein að bregðast við, með tilheyrandi fjölmenningarvanda. Skortur á viðeigandi menntun og stuðningi fyrir fjölbreyttan nemendahóp leiðir til aukins ójöfnuðar sem getur bitnað mjög illa á námstækifærum nemenda seinna meir. Ofan á fyrirliggjandi fjölbreytni í skóla margbreytileikans, kemur nú fram hjá Hagstofu Íslands að hlutfall nemenda af erlendum uppruna hefur aukist verulega síðustu ár. Ef menntakerfið aðlagast ekki þessum breytingum, eykst hættan enn frekar á brottfalli og félagslegri einangrun með fyrirsjáanlegum kostnaði fyrir samfélagið í heild. Áhrif fjárhagslegs óöryggis Það er oft sagt að peningar kaupi ekki hamingju, en það er hálfsannleikur. Hið rétta er að ef fólk hefur stöðugar áhyggjur af afkomu sinni, þá hefur það neikvæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu. Fjárhagslegt öryggi er grunnur að vellíðan og skortur leiðir gjarnan til alvarlegra erfiðleika. Ég man sjálfur eftir árum þar sem ég lifði í kringum núllið um hver mánaðarmót. Sem starfsmaður í leikskóla með ódýrt lítið herbergi á leigu, náði ég kannski að leggja til hliðar 5.000 krónur um hver mánaðarmót—nógu mikið til að mæta óvæntum útgjöldum. Eitt sinn skrifaði ég á töflu í stærðfræðitíma hvað ég var með í laun og tók samtalið með nemendum mínum. Þau áttuðu sig ekki strax á því hvað upphæðin þýddi, fannst hún meira að segja ekkert svo lág. Þá dró ég frá skattinn og sýndi þeim uppfærða tölu. Svo skoðuðum við hvað matarinnkaupin kostuðu, leiga og önnur venjuleg útgjöld og þegar allt var komið var talan í mínus. Augljóslega varð ég að spara í einhverjum útgjöldum miðað við útreikningana á töflunni og spurningar sem ég fékk frá nemendum voru á þá leið hvernig í ósköpunum þetta væri eiginlega hægt. Ég yppti öxlum á endanum og sagði að þetta yrði bara að reddast um hver mánaðarmót. Það var ekki fyrr en við hjónin höfðum yfir 50.000 krónur aukalega á mánuði eftir öll útgjöld að við gátum byrjað að safna fyrir íbúð. Mánaðarlega stressið og þreytan minnkaði verulega. Það var gríðarlegur léttir að kvíða ekki hverjum mánaðarmótum. Þetta var álag sem ég hafði ekki skynjað hverju munaði í andlegri heilsu fyrr en því var aflétt. Þegar kennarar og aðrir starfsmenn menntakerfisins glíma við fjárhagslegt óöryggi, hefur það augljóslega bein áhrif á getu þeirra til að sinna starfi sínu. Það bitnar á nemendum og náminu og þar með framtíð samfélagsins. Að stinga hausnum í sandinn er ekki lausn Við getum ekki leyft okkur að hunsa þessi vandamál lengur. Ef ekkert er að gert, munum við horfa upp á versnandi menntakerfi sem uppfyllir hvorki þarfir nemenda né samfélagsins. Þetta hefur ekki aðeins félags- og menningarlegar afleiðingar heldur einnig efnahagslegar. Kostnaður vegna brottfalls úr námi þýðir meðal annars minni framleiðni og aukin útgjöld til félagslegra vandamála. Ný nálgun og öðruvísi pólitík Við þurfum nýja nálgun - öðruvísi pólitík sem þorir að horfast í augu við vandann og finna raunhæfar lausnir. Píratar vilja stunda öðruvísi stjórnmál þar sem hagsmunir fólks eru í forgrunni. Við viljum: Uppfæra menntakerfið í takt við tækni og samfélagsbreytingar með því að bæta laun og vinnuaðstæður kennara. Tryggja aðgengi að faglegri menntun um allt land með því að hlusta á kennara, nemendur og annað fagfólk. Efla grunnrannsóknir og nýsköpun í menntamálum með því að auka fjárfestingu í menntun Leggja áherslu á öryggi og vellíðan í námi Bæta framfærslu nemenda. Fjárfesting í Framtíðinni Fjárfesting í menntun er ekki kostnaður að bítast um heldur nauðsynleg fjárfesting í framtíðinni. Rannsóknir sýna að hver króna sem varið er í menntun skilar sér margfalt til baka í formi aukins hagvaxtar, minni útgjalda vegna heilbrigðis- og félagsþjónustu og betri lífsgæði fyrir okkur öll. Tími fyrir breytingar Að halda áfram að gera það sama og búast við annarri niðurstöðu er ekki raunhæft. Við verðum að þora að breyta um stefnu, horfa á vandann ferskum augum og leita lausna sem byggja á bestu vitneskju hverju sinni um raunverulegar þarfir samfélagsins. Með því að setja menntamál í forgang getum við byggt upp sterkara, réttlátara og hagkvæmara samfélag. Ég trúi því að við getum gert betur. Ef við erum raunverulega ríkt og vel menntað samfélag, þá tryggjum við að hagkerfið og menntakerfið okkar vinni með okkur, ekki á móti okkur. Af hverju setjum við ekki okkur sjálf í fyrsta sæti og veljum að gera betur? Píratar vilja gera betur—fyrir kennara, nemendur og samfélagið í heild. Höfundur er í 1. sæti í framboði Pírata í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Píratar Skóla- og menntamál Efnahagsmál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Oft er sagt að menntun sé lykillinn að framtíðinni. En hvað gerist þegar við vanrækjum lykilinn sjálfan? Menntakerfið okkar hefur setið á hakanum allt of lengi. Kennarar, sem eru burðarás í uppbyggingu samfélagsins, glíma við óviðunandi laun og vinnuaðstæður sem eru ekki sæmandi í ríku og menntuðu samfélagi. Menntun sem efnahagsmál Menntamál eru ekki aðeins félagslegt réttlætismál og mannrækt; þau eru mikilvægt efnahagsmál. Rannsóknir sýna að aukin fjárfesting í menntun leiðir til hærri hagvaxtar. Samkvæmt OECD getur 1% aukning í menntunarstigi þjóðar leitt til allt að 0,5% aukningar í hagvexti. Það þýðir að ef við vanrækjum menntakerfið okkar, þá skerðum við efnahagslega framtíð samfélagsins. Kennarar eru sérmenntað fagfólk og lykilfólkið í þessari jöfnu, ekki einhverskonar hobbý stétt fyrir vel gifta einstaklinga. Ef kennarar eru ofhlaðnir vinnu, með úrelt verkfæri og illa launaðir er það alvarlegt vandamál sem bitnar síðan á gæðum menntunarinnar sem börn og unglingar fá. Við verðum að hlúa að þeirri dýrmætu auðlind sem menntakerfið okkar gæti orðið og hlúa að kennurum sem leggja sig fram af fremsta megni og fagmennsku. Persónuleg reynsla Ég hef upplifað íslenska menntakerfið á þremur mismunandi tímum í lífi mínu. Fyrst sem nemandi í kerfi sem kunni ekki að takast á við einelti. Á þeim tíma var einelti lítið rætt og stuðningur við þolendur var enginn. Tuttugu árum síðar kenndi ég í menntakerfi þar sem unnið var að innleiðingu Olweusaráætlunarinnar gegn einelti. Þrátt fyrir góðan vilja var ljóst að kerfið átti erfitt með að innleiða nýjar aðferðir vegna skorts á tíma, fjármagni og stuðningi. Tíu árum síðar vann ég á Menntamálastofnun og sá hvernig innleiðing á nýrri námskrá gekk lítið sem ekkert. Kennarar og starfsfólk skóla voru bókstaflega á mörkum með að halda í horfinu og álagið hefur bara aukist síðan þá. Nú er ég að fara í gegnum menntakerfið í þriðja sinn með börnunum mínum. Við komum inn í fjölmenningarlegt umhverfi með gamaldags skólakerfi og tuttugu ára innleiðingarferli á uppfærslum sem virka einfaldlega ekki lengur. Hér verðum við að breyta til, hlusta á kennara og ganga til verka. Fjölmenningarsamfélagið og áskoranir þess Fjölmenningarsamfélagið er bæði auðgandi og krefjandi. Sumir vilja stinga höfðinu í sandinn og hunsa breytingarnar, en fjölmenning er komin til að vera. Ef við höldum áfram að sinna menntamálum eins og gert hefur verið hingað til, munum við aftur verða 20 árum of sein að bregðast við, með tilheyrandi fjölmenningarvanda. Skortur á viðeigandi menntun og stuðningi fyrir fjölbreyttan nemendahóp leiðir til aukins ójöfnuðar sem getur bitnað mjög illa á námstækifærum nemenda seinna meir. Ofan á fyrirliggjandi fjölbreytni í skóla margbreytileikans, kemur nú fram hjá Hagstofu Íslands að hlutfall nemenda af erlendum uppruna hefur aukist verulega síðustu ár. Ef menntakerfið aðlagast ekki þessum breytingum, eykst hættan enn frekar á brottfalli og félagslegri einangrun með fyrirsjáanlegum kostnaði fyrir samfélagið í heild. Áhrif fjárhagslegs óöryggis Það er oft sagt að peningar kaupi ekki hamingju, en það er hálfsannleikur. Hið rétta er að ef fólk hefur stöðugar áhyggjur af afkomu sinni, þá hefur það neikvæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu. Fjárhagslegt öryggi er grunnur að vellíðan og skortur leiðir gjarnan til alvarlegra erfiðleika. Ég man sjálfur eftir árum þar sem ég lifði í kringum núllið um hver mánaðarmót. Sem starfsmaður í leikskóla með ódýrt lítið herbergi á leigu, náði ég kannski að leggja til hliðar 5.000 krónur um hver mánaðarmót—nógu mikið til að mæta óvæntum útgjöldum. Eitt sinn skrifaði ég á töflu í stærðfræðitíma hvað ég var með í laun og tók samtalið með nemendum mínum. Þau áttuðu sig ekki strax á því hvað upphæðin þýddi, fannst hún meira að segja ekkert svo lág. Þá dró ég frá skattinn og sýndi þeim uppfærða tölu. Svo skoðuðum við hvað matarinnkaupin kostuðu, leiga og önnur venjuleg útgjöld og þegar allt var komið var talan í mínus. Augljóslega varð ég að spara í einhverjum útgjöldum miðað við útreikningana á töflunni og spurningar sem ég fékk frá nemendum voru á þá leið hvernig í ósköpunum þetta væri eiginlega hægt. Ég yppti öxlum á endanum og sagði að þetta yrði bara að reddast um hver mánaðarmót. Það var ekki fyrr en við hjónin höfðum yfir 50.000 krónur aukalega á mánuði eftir öll útgjöld að við gátum byrjað að safna fyrir íbúð. Mánaðarlega stressið og þreytan minnkaði verulega. Það var gríðarlegur léttir að kvíða ekki hverjum mánaðarmótum. Þetta var álag sem ég hafði ekki skynjað hverju munaði í andlegri heilsu fyrr en því var aflétt. Þegar kennarar og aðrir starfsmenn menntakerfisins glíma við fjárhagslegt óöryggi, hefur það augljóslega bein áhrif á getu þeirra til að sinna starfi sínu. Það bitnar á nemendum og náminu og þar með framtíð samfélagsins. Að stinga hausnum í sandinn er ekki lausn Við getum ekki leyft okkur að hunsa þessi vandamál lengur. Ef ekkert er að gert, munum við horfa upp á versnandi menntakerfi sem uppfyllir hvorki þarfir nemenda né samfélagsins. Þetta hefur ekki aðeins félags- og menningarlegar afleiðingar heldur einnig efnahagslegar. Kostnaður vegna brottfalls úr námi þýðir meðal annars minni framleiðni og aukin útgjöld til félagslegra vandamála. Ný nálgun og öðruvísi pólitík Við þurfum nýja nálgun - öðruvísi pólitík sem þorir að horfast í augu við vandann og finna raunhæfar lausnir. Píratar vilja stunda öðruvísi stjórnmál þar sem hagsmunir fólks eru í forgrunni. Við viljum: Uppfæra menntakerfið í takt við tækni og samfélagsbreytingar með því að bæta laun og vinnuaðstæður kennara. Tryggja aðgengi að faglegri menntun um allt land með því að hlusta á kennara, nemendur og annað fagfólk. Efla grunnrannsóknir og nýsköpun í menntamálum með því að auka fjárfestingu í menntun Leggja áherslu á öryggi og vellíðan í námi Bæta framfærslu nemenda. Fjárfesting í Framtíðinni Fjárfesting í menntun er ekki kostnaður að bítast um heldur nauðsynleg fjárfesting í framtíðinni. Rannsóknir sýna að hver króna sem varið er í menntun skilar sér margfalt til baka í formi aukins hagvaxtar, minni útgjalda vegna heilbrigðis- og félagsþjónustu og betri lífsgæði fyrir okkur öll. Tími fyrir breytingar Að halda áfram að gera það sama og búast við annarri niðurstöðu er ekki raunhæft. Við verðum að þora að breyta um stefnu, horfa á vandann ferskum augum og leita lausna sem byggja á bestu vitneskju hverju sinni um raunverulegar þarfir samfélagsins. Með því að setja menntamál í forgang getum við byggt upp sterkara, réttlátara og hagkvæmara samfélag. Ég trúi því að við getum gert betur. Ef við erum raunverulega ríkt og vel menntað samfélag, þá tryggjum við að hagkerfið og menntakerfið okkar vinni með okkur, ekki á móti okkur. Af hverju setjum við ekki okkur sjálf í fyrsta sæti og veljum að gera betur? Píratar vilja gera betur—fyrir kennara, nemendur og samfélagið í heild. Höfundur er í 1. sæti í framboði Pírata í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun