Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson skrifar 3. nóvember 2024 07:02 Læknar grínast oft með að þeir séu ein meðvirkasta stétt landsins. Blindaðir ef umhyggju gagnvart sjúklingum eru þeir tilbúnir að láta ýmislegt yfir sig ganga. Þeir vinna lengur án kaups, sinna sjúklingum á göngum og hlaupa sífellt undir bagga með kerfi sem virðist ekki alltaf vera með þeim í liði. Eftir sjö mánaða þóf við kjarasamningsborðið ákváðu læknar að boða til verkfalla í þeirri von að meiri hreyfing kæmist á kjaraviðræðurnar. Yfirgnæfandi meirihluti lækna samþykkti verkfallsboðun, eða tæp 93% þar sem kosningaþátttaka var rúmlega 83%. Það er kannski merki um umrædda meðvirkni að boðaðar verkfallsaðgerðir voru einkar hóflegar. Samkvæmt útgefnu verkfallsplani áttu mismunandi starfsstöðvar lækna, til að byrja með, að leggja niður störf, einn dag í senn aðra vikuna en enga daga hina vikuna. Þannig áttu mismunandi svið Landspítalans að leggja niður störf á mismunandi dögum. Það þýddi til dæmis að ég, sem starfa sem læknir á lyflækningasviði Landspítalans, átti að leggja niður störf í einn dag, aðra hvora viku fram að jólum. Hjá öðrum starfsstéttum ríkisins kallast slíkt fyrirkomulag stytting vinnuvikunnar, sem enn er ósamið um við lækna. Það voru því mikil vonbrigði að sjá viðbrögð ríkisins við boðuðum verkfallsaðgerðum lækna. Ríkið telur þær ólöglegar. Taka skal fram að Læknafélag Íslands hefur aðeins einu sinni áður farið í verkfall. Þá var fyrirkomulag atkvæðagreiðslu og verkfalls eins og nú. Þá taldi ríkið þær ekki ólöglegar. Núna, 10 árum seinna telur ríkið að greiða hefði átt atkvæði öðruvísi og að það sé ólöglegt að mismunandi svið Landspítalans fari í verkfall á mismunandi tímum. Ríkið vill frekar að allir læknar Landspítala leggi niður störf samtímis, annars sé vinnustöðvunin á Landspítalanum ólögleg. Læknum er létt að meðvirkni þeirra hafi loks verið talin ólögmæt. Það þarf að endurskipuleggja verkfallsaðgerðir til þess að koma til móts við kröfur ríkisins og tryggja lögmæt verkföll. Við þeim kröfum ríkisins telja læknar sjálfsagt að verða. Höfundur er formaður Félags almennra lækna (FAL). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Læknaverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Læknar grínast oft með að þeir séu ein meðvirkasta stétt landsins. Blindaðir ef umhyggju gagnvart sjúklingum eru þeir tilbúnir að láta ýmislegt yfir sig ganga. Þeir vinna lengur án kaups, sinna sjúklingum á göngum og hlaupa sífellt undir bagga með kerfi sem virðist ekki alltaf vera með þeim í liði. Eftir sjö mánaða þóf við kjarasamningsborðið ákváðu læknar að boða til verkfalla í þeirri von að meiri hreyfing kæmist á kjaraviðræðurnar. Yfirgnæfandi meirihluti lækna samþykkti verkfallsboðun, eða tæp 93% þar sem kosningaþátttaka var rúmlega 83%. Það er kannski merki um umrædda meðvirkni að boðaðar verkfallsaðgerðir voru einkar hóflegar. Samkvæmt útgefnu verkfallsplani áttu mismunandi starfsstöðvar lækna, til að byrja með, að leggja niður störf, einn dag í senn aðra vikuna en enga daga hina vikuna. Þannig áttu mismunandi svið Landspítalans að leggja niður störf á mismunandi dögum. Það þýddi til dæmis að ég, sem starfa sem læknir á lyflækningasviði Landspítalans, átti að leggja niður störf í einn dag, aðra hvora viku fram að jólum. Hjá öðrum starfsstéttum ríkisins kallast slíkt fyrirkomulag stytting vinnuvikunnar, sem enn er ósamið um við lækna. Það voru því mikil vonbrigði að sjá viðbrögð ríkisins við boðuðum verkfallsaðgerðum lækna. Ríkið telur þær ólöglegar. Taka skal fram að Læknafélag Íslands hefur aðeins einu sinni áður farið í verkfall. Þá var fyrirkomulag atkvæðagreiðslu og verkfalls eins og nú. Þá taldi ríkið þær ekki ólöglegar. Núna, 10 árum seinna telur ríkið að greiða hefði átt atkvæði öðruvísi og að það sé ólöglegt að mismunandi svið Landspítalans fari í verkfall á mismunandi tímum. Ríkið vill frekar að allir læknar Landspítala leggi niður störf samtímis, annars sé vinnustöðvunin á Landspítalanum ólögleg. Læknum er létt að meðvirkni þeirra hafi loks verið talin ólögmæt. Það þarf að endurskipuleggja verkfallsaðgerðir til þess að koma til móts við kröfur ríkisins og tryggja lögmæt verkföll. Við þeim kröfum ríkisins telja læknar sjálfsagt að verða. Höfundur er formaður Félags almennra lækna (FAL).
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun